Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1977. 12 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir john Richards var meiddur framan af keppnistimabiiinu — þá tók stöðu hans kappinn frægi, Bobby Gould og skoraði dýrmæt mörk. Hér fagnar Gould marki gegn Cheisea — Alan Sunderland fagnar í bakgrunni. Ipswich féll fyrir Richards á Molineux — Úlfarnir sigruðu Ipswich 1-0 íbikarnum og Derby sló Colchester út Ipswich Town — liðið sem hvað mest hefur hrifið áhorfendur í vetur á Englandi og nú er í öðru sæti 1. deildar — varð að lúta í lægra haldi fyrir Úlfunum úr 2. deild á Molineux í Miðlöndunum og Derby County vann nauman sigur á 4. deiidarliði Colchester í FA-bikarnum á Englandi í gær- kvöld. Já, Ipswich sem er í öðru sæti í 1. deild og eitt af þeim liðum er fyrir bikarinn var talið líklegast til að sigra í keppninni, varð að sætta sig við tap á Molineux. Maðurinn á bak við sigur Ulfanna var John Richards. Á Portman Road i Ipswich á laugardag sendi Richards knöttinn tvívegis í netið, auk þess sem hann skoraði að því er virtist gott mark sem var dæmt af. 1 gærkvöld skoraði Richards eina mark leiksins — á 22. mínútu. Alan Sunderland sendi góða sendingu fyrir mark Ipswich og þar var Richards á réttum stað — skoraði af öryggi sitt 12. mark í 10 leikjum í vetur en framan af keppnistímabilinu átti þessi snjalli leikmaður við meiðsli að stríða. Ulfarnir fengu gullið tækifæri til að auka við forskot sitt þegat' John Richards komst einn inn fyrir vörn Ipswich en Paul Cooper, markvörður Ipswich, brá honum — Ken Hibbitt tók víta- spyrnuna en Cooper gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu hans. Ulfarnir leika í 6. umferð gegn Chester úr 3. deild. Derby County fékk í gærkvöld 4. deildarlið Colchester í Heim- sókn — og miðlandaliðið átti af- leitan leik. Með baráttu sinni og ósérhlífni komu leikmenn Colch- ester sér frægari kollegum í Derby á óvart — þeir unnu flesta bolta á miðjunni og áttu af og til hættulegar sóknarlotur. En snilld Leighton James, welska landsliðs- mannsins, kom leikmönnum Colchester á kné í lokin. Þegar 45 mínútur voru af fyrri hálfleik og dómarinn þegar farinn að líta á klukkuna náði James knettinum S miðjum vallarhelmingi Colchest-: er — hann lék á þrjá varnarmenn Colchester — skaut síðan föstu skoti, sem hafnaði í stöng, en fylgdi vel eftir og i baráttu við varnarmenn Colchester tókst hon- um að koma knettinum yfir mark- línuna. Derby slapp með skrekkinn — en ekki er liðið líklegt til afreka ef marka má leik liðsins í gærkvöld. Þá fór einn leikur fram í 1. deildinni — Leeds United sigraði Birmingham 1-0 — og endurtók Leeds því sigur sinn á Birming- ham frá á laugardag er liðið sló Birmingham út í bikarnum. Kunnur kappi varð fyrir slæmu áfalli í gær — skozki landsliðs- miðvörðurinn Jim Holton, fyrrum leikmaður Manchester United og nú Sunderlands lék í gærkvöld æfingaleik með varaliði Sunder- land og datt illa svo hann fót- brotnaði — í þriðja sinn á keppnisferli sínum. En það var einmitt vegna fótbrots að Holton Celtic vann stórsigur í Airdrie í skozka bikarnum í gærkvöid á Park Head — 5-0. Liðin skildu jöfn á laugardag 1-1 — en í gær- kvöld fór ekki á milii mála hvort liðið var sterkara. Þegar eftir 13 mínútná leik var staðan orðin 3-0 og i leikhléi skildu fjögur mörk. Joe Craig, sem Celtic keypti frá Partick í haust, hafði þá þegar skorað þrjú mörk — Glavi hið fjórða. Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálf- 'leik — og að sjálfsögðu var Craig þá á ferðinni. Rúmlega 20 þúsund manns sáu leikinn á Park Head. Úrslit í skozka bikarnum urðu: Hamilton — Clydebank 0-0 Celtic — Airdrie 5-0 missti stöðu sína hjá United og skozka landsliðinu — margir töldu að það hefðu verið mikil mistök hjá Docherty að selja Holt- on til Sunderlands fyrir 90 þúsund sterlingspund. En ógæfa- þessa leikmanns rfður ekki við einteyming — hann hafði misst stöðu sína hjá Sunderland og nú fótbrot. Dumbarton — Hearts 0-1 Elgin — Sterling 3-2 Það var sannarlega fögnuður í Hálöndunum í gærkvöld þegar Elgin sló út Sterling Albion. Elgin leikíir utan deilda — og liðið skoraði sigurmarkið aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok — þá beint úr aukaspyrnu. Fögn- uður hinna 5 þúsund áhorfenda var geysilegur — og þá ekki síður leikmanna. Til mikils var að vinna — leik á sjálfum Ibro gegn meisturum Rangers. Hearts vann nauman sigur á 1. deildarliði Dumbarton — eftir venjulegan leiktíma var staðan 0-0 — en Gibson skoraði eina markið í framlengingunni. Fjögur mörk Craig — í 5-0 sigri Celtic. Elgin City mætir Rangers — sagði Sigurður Jó borgari „Skiiningur æðstu manna ríkisins — það er ríkisstjórnar — á málefn- um handknattleiksins virðist undan- farið hafa verió að glæðast og aðsjálf- sögðu er það okkur handknattleiks- mönnum mikil ánægja — en hvað varðar borgaryfirvöld þá gegnir allt öðru máli,“ sagði Sigurður Jónsson formaður HSÍ í gær á blaðamanna- fundi vegna komu V-Þjóðverja hingað til iands um helgina. „Reykjavíkurborg hefur ekki viljað koma til móts við okkur þrátt fyrir að mörg bréf hafi verið send— en því miður —svar tií okkar hefur ávallt verið á einn veg — nei, blákallt V-Þjóðvei Island leikur tvo landsfeiki um helgina — á laugardag og sunnudag — og nú eru það V-Þjóðverjar sem heimsækja okkur. Ekki er að efa að leikirnir verða vel sóttir og skemmti- legir en þessi lið eru álitin hafa á að skipa tveimur af beztu þjálfurum heims i dag — ísland undir stjórn Janusz Czerwinski og V-Þýzkaland undir stjórn Júgóslavans Valdo Stenzei. Lið íslands og V-Þýzkalands eru — ef að líkum lætur — mjög svipuð að styrkleika og heimavöllur ætti að nægja íslandi til sigurs. V- Þýzkaiandsliðið sem kemur er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: leikir Manfred Hofmann Grosswallstadt55 Valdo Stenzei — þjálfari V-Þýzkaland: v-þýzkum handknattleik. í sumar var Pólverjum í Montreal — þá stjórna Stenzel aftur að lúta lægra haldi nú um

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.