Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1977. 3 Takk fyrir Hjónaspil hættið að sýna þýzka þáttinn Hjónaspil var góður þáttur, segir Halla. Halla sendi DB eftirfarandi: Mikið langar mig að fá að yita hvort sjónvarpið ætli virki- lega að sýna fleiri þætti af þess- um fáránlega þýzka þætti, Sögur frá Miinchen? Þessir þættir sýna okkur eingöngu hvernig einhverjir uppgjafa töffarar í Þýzkalandi haga sér og ég fæ ekki skilið hvaða er- indi það á til okkar. Ég vildi einnig sjá skýringu á því, af hverju sænska myndin sem sýnd var nú fyrr í mánuð- inum, rétt eftir að yfirlýsingin um glæpamyndirnar var birt, var ekki stranglega bönnuð börnum?' Þessi viðbjóðslega mynd sýndi aðeins dráp, nauðg- anir og annað ofbeldi og yfir- leitt hefur nú þurft minna til að Raddir lesenda myndir væru bannaðar börn- um. Annars vildi ég nota tæki- færið og þakka fyrir þáttinn HjÓnaspil. Að mínu áliti hafa bæði stjórnendur og keppend- ur staðið sig frábærlega. Þó hefðu eiginkonur dyravarða mátt vera aðeins glaðlegri. Það er mikil framför hjá sjónvarp- inu að fá þessa ágætu skemmti- krafta í þáttinn á milli spurn- inganna. Ég vil minnast á Stuð- menn, því þeir eru þeir einu sem fluttu efnið í sjónvarpssal, hjá hinum skemmtikröftunum voru plötur spilaðar. Svo vil ég að lokum endur- taka ósk mína til sjónvarpsins um að það hætti snarlega að sýna þættina frá Múnchen. UM STÖÐUVEITINGAR Við áttum að fá að fylgjast með stöðuveitingum í Háskóla is- lands, en ekkert hefur gerzt, segir lesandi. B.G. skrifar: Um alllangt skeið hefur það verið eins konar árlegur við- burður hér á landi, að orðið hafa svokallaðar þjóðfélags- legar sprengingar vegna stöðu- veitinga hins opinbera. Yrði það langt mál upp að telja, ef allt slíkt skyldi tíundað í einni blaðagrein, enda af mörgu að taka. Viðhorf almennings hefur stórlega breyst í þessum efn- um, sérstaklega hin síðari ár. Hér áður fyrr var það ekki óvenjulegt, að fólk talaði um valdbeitingu, eða það sem kall- að var misrétti eða ranglæti í sambandi við stöðuveitingar, sem einhver óviðráðanleg ör- lög. Valdhafar voru oft skoðaðir sem einskonar hálfguðir. Við ákvörðunum þeirra mátti svo sem mögla eða mótmæla í heimahúsum, en lengra náðu áhrif almennings venjulega ekki. Hin síðustu árin hefur hér orðið á mikil breyting. Lýð- ræðisvitund þegnanna hefur vaxið mjög og einn angi á þeirri grein er að almenningur sættir sig alls ekki lengur við að kunn- ingsskapur, ættartengsl, stjórn- málaskoðanir o.fl. þess háttar séu alls ráðandi í sambandi við stöðuveitingar, eins og því miður hefur of oft við brunnið. Líklega er nýjasta dæmið um mál af þessu tagi veiting prófessorsembættis í kvensjúk- dómafræðum á sl. ári. Auðséð var á undirtektum í því máli, að nú er mælirinn fullur; fólk sættir sig alls ekki lengur við að valdamenn beiti lýðræðislega fengnu valdi að eigin geðþótta, heldur verði hlutlaust og fræði- legt mat látið ráða, enda er ekki hægt að tryggja jafnan rétt landsmanna til að sækja um stöður og embætti með öðrum hætti. t sambandi við ofanskráð dæmi um stöðuveitingu kom glöggt í ljós, að það er víða sem pottur er brotinn. Klíkuskapur innan deilda háskólans kom t.d. svo berlega í ljós í því máli, að auðsætt virðist að taka verður allar reglur um veitingu emb- ætta til gagngerðrar endurskoð- unar og helst að setja ný lög þar um. Snemma í des. sl. birtist grein i Dagblaðinu, þar sem kynntir eru umsækjendur um áður auglýst prófessorsembætti í taugalækningum. í pistlinum lofar blaðið, að lesendum verði nú gefinn kostur á að fylgjast með framvindu þessa máls og flutti þar ágæta inngangsgrein. Þótt nú séu nær tveir mánuðir liðnir frá birtingu greinarinn- ar, hefur ekki stafkrókur sést í blaðinu um þetta mál. Dómnefnd hefur þó verið skipuð til að fjalla um umsækj- endur, og nú fljúga sögurnar enn einu sinni fram og aftur hér í borg og sjálfsagt viðar. Ef eitthvað er að marka þær, er ekki annað sýnna en að.per- sónutengsl og klíkuskapur eigi rétt einu sinni að fá oddaað- stöðu í sambandi við embættis- veitingu. Verður því sannarlega að teljast tímabært að Dagblaðið standi við loforð sitt frá í des. Hvernig væri t.d. að leita álits umsækjenda á samsetningu dómnefndar þeirrar, sem nú á að úrskurða um hæfni þeirra til stöðunnar? Kæmi þá sjálfsagt margt fróðlegt á daginn. Það er lykilatriði í lýðræðis- þjóðfélagi, að þegnarnir eigi jafnan rétt til embætta og fjall- að verði um hæfni þeirra eftir leiðum sem sannanlega byggj- ast á hlutlausu mati. Megi Dagblaðinu auðnast að gæta að lögmáli réttlætisins í þessu efni sém og öðrum. Látum ekki heilaþvo okkur 2291-4731 og 6432-5221 skrifa: Við erum hér tvær ungar stúlkur í skóla og okkur fýsir mjög að tjá okkur um nokkur atriði í sambandi við íslenzka sjónvarpið. Þó að við séum af þeirri kynslóó sem er alin Ugp fyrir framan skjáinn sjáum við þó galla sjónvarpsins. Það efni sem sjónvarpið hefur til sýningar er nær undantekning- arlaust hin lélegasta afþreying. Þó hafa verið teknir til sýning- ar nokkrir mjög góðir og fræðandi þættir, t.d. undir Pól- stjörnunni, fræðsluþættir um úrkynjað mannlíf í Japan og þættirnir um Mannlífið á sunnudögum. Við viljum einnig koma á framfæri óskum um betri og vandaðri tónlistar- þætti, en að ekki sé boðið upp á skruinkennda bandaríska skemmtiþætti með „vinsælum dægurlögum“ sem enginn lif- andi maður kannast við. 1 bess- um þáttum er flikkað upp á hæfileikalaust fólk — og út- koman er eftir því. Sem svar við bréfi frá konu á Suðurnesjum, sem birt var 7. þ.m. viljum við segja nokkur orð. Kona góð! Að okkar áliti er það lítillækkandi og vottur um virðingarleysi fyrir sjálfum sér að fara þess á leit að hið svo- kallaða „kanasjónvarp" verði opnað aftur. Þó svo að margir þættir, sem sýndir eru í islenzka sjónvarp- inu, séu „ættaðir" sunnan með sjó, verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd að um her- sjónvarp er að ræða. Og hvort sem fólki líkar það betur eða verr, verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd að um ein- hliða áróður er að ræða. Ef þessi Suðurnesjakona telur það hepppilega uppeldis- aðferð að dæla í börn sín frá unga aldri vestrænum kapitaliskum áróðri — þá er ekki furða þó að hrörnun þjóð- félagsins blasi við. Látum ekki heilaþvo okkur! Hvað vildirðu helzt starfa? Lára Ólafsdóttir nemi: Þetta er svo erfið spurning að ég get ekki svarað hehni. Það er svo margt sem kemur til greina og ég hef nægan tima til að hugsa mig um, meðan ég er í skólanum. Harpa Pálsdóttir danskennari: Ég er ánægð 1 mínu starfi og vildi ekki gera neitt frekar. ívar Atiason nemi: Ætli ég fari ekki út í viðskiptalífið, alla vega er ég í Verzlunarskólanum, en þó er ég ekkert búinn að ákveða það. Þór Gunnarsson nemi: Ég hef hugsað mér að verða trésmiður. Ég er í Iðnskóianum á Akranesi. Lóa Hjaltested afgreiðslu$túika: Ég vildi helzt afgreiða í snyrti- vöruverzlun, annars er ég ánægð með það sem ég geri núna, að afgreiða I bókabúð. Randver Jónsson rótari: Auðvitað ráðherra, þeir hafa það langbezt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.