Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1977. R'rtarióskast Utanríkisráðuneytið óskar að ráða strax ritara til starfa í utanríkisþjón- ustunni. Umsækjendur verða að hafa góða kunnáttu og þ'jálfun í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli. Fullkomin vélritunarkunnátta áskilin. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneyt- inu má gera ráð fyrir, að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis, þegar störf losna þar. Eiginhandarumsóknir með upp- lýsingum um aldur menntun og fyrri störf verða að hafa borist utanríkis- ráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykja- vík, fyrir 10. febrúar 1977. Utanríkisráðuneytið Útsala — Útsala Mikil verðlækkuná kvenskóm, karlmannaskóm og barnaskóm Skóbúðin Snorrabraut 38 Sími 14190 MMBIAÐin Útsölustaðir Dagblaðsins á Neskaupstað: Bókaverzlun Höskuldar Stefánssonar Söluskáli Olís (BP) Umboðsmaður Kolbrún Skarp- héðinsdóttir, Miðstrœti 8. Sími 97-7496. Togveiðiskipstjórí sem var við suðurströndina á mánudagsnótt Smáfiskurinn frekar vandamál línubátanna „Það var ekkert athugavert við aflasamsetninguna hjá mér á mánudagsnóttina og mér vit- andi hafði ekki nema einn bát- ur fengið óeðlilega smátt, en það var ekki nema innan við tonn,“ sagði skipstjórinn á reykvískum togbát sem var fyrrnefnda nótt að togveiðum á svonefndum Mel, í línu milli Vestmannaeyja og Stokkseyrar. Hafði hann samband vegna fréttar blaðsins í gær, þess efn- is að nokkrir bátar hafi þar innbyrt mikið af smáfiski, en hent jafnvel yfir helmingi afl- ans útbyrðis aftur, vegna þess að þar var um undirmálsfisk að ræða. Kannaðist hann við nöfn bát- anna sem honum voru nefndir að verið hefðu á þessum slóðum um nóttina, en sagði að hver yrði að svara fyrir sig. Honum væri ekki kunnugt um að nokk- ur hefði farið innfyrir leyfileg mörk, en að vísu hafi hann haldið af þessum slóðum á und- an hinum bátunum, enda búinn að fá góðan afla. Svæðið sem nefnt var í frétt- inni að ætti að opna 15. febrúar, nær alveg að landi og er nú opið línubátum. Að sögn skipstjórans er smæsti fiskurinn yfirleitt nær landi, svo þessi vandi væri ef til vill frekar hjá þeim. Væri reynslan sú, það sem af er ver- tíðar, að línufiskur báta á SV- horninu væru óvenju smár, þótt aflamagnið væri hinsvegar talsvert. •G.S. „Myndirnar eru teiknaðar á tímabilinu páskar 1975—jól 1976. Þær eru gerðar með jákvæðu hugarfari. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem óafvitandi hafa horft í augun á mér.... enda er sýningin tileinkuð þeim.“ Þannig talað Egill Eðvarðsson um myndir sinar. Hann er fyrir miðju á myndinni. „SPOn-PRÍS” MYNDIRNAR KOSTA 60 ÞÓS. KALL sem sýnir íSólon Islandus — segir Egill Edvardsson „Þetta er ákveðin sería teikni- mynda um svipað erótískt tema, og ég fjalla um persónulega hluti. Eins konar lítil dagbók. Já, ég teikna í stað þess að skrifa,“ sagði Egill Eðvarðsson dagskrárgerðar- maður hjá Sjónvarpinu, sem opn- aði i gær sýningu í Galleri Sólon íslandus í Aðalstræti 8. Egill bjóst alls ekki við að selja eina einustu mynd en verðið á þeim er 60 þús. kr. „Ef mig vant- aði peninga myndi mér sízt af öllu detta í hug að selja myndir. Það fer í taugarnar á mér að tala um listamenn, spurningin er um handverk, er það vel — eða illa — gert?“ Agli finnst að sýningar séu oft ekki rétt settar upp. Oft sýni þær myndirnar ekki á réttan hátt. „Þess vegna langaði mig til þess að ramma myndirnar mínar inn og sjá þær saman, þegar ég sá svo þetta litla lokal í Aðalstrætinu, varð það úr að ég hengdi þar upp myndirnar." Sýningin verður opin 2-6 nema á sunnudögum 2-10. Henni lýkur 13. febrúar. EVI ÍSAKSTURSKEPPNI Á MELAVELLINUM —nagladekk verða bönnuð Bilaíþróttaklúbburinn innan FÍB, h.vggst efna til ísaksturs- keppni á Melavellinum þann 24. feb. n.k. og hafa tilskilin leyfi fengist til þess. Keppnin verður með þeim hætti að raðað verður upp keilum sem bílarnir eiga að aka á milli og felli þeir keilu. verða bílstjórarnj ir annað hvort að stanza og rétta þær við, eða ákveðinn sekúndu- fjöldi verður dreginn af þeim fyr- ir. Ekki er ákveðið hvort verður. Þá verða þeir látnir aka inn í reiti. bæði afturábak og áfram og sigrar sá sem kemst skakkafalla- minnst á skemmsta tímanum i gegnum allar þroutirnar. Ekki verður þarna um kapp- akstur að ræða, því þrautirnar verða með það skömmu millibili. Auk þess er bannað að keppa á negldum dekkjum, svo þetta verð- ur hin mesta hæfnisprófun. Selt verður inn á völlinn fyrir áhorfendur, en komi einhverjir peningar þannig inn, verður það fyrsti vísir að sjóði klúbbsins, sem vinnur nú margþáttuð undirbún- ingsstörf fyrir sumarið. -G.S. Bridgefélag stofnað í Breiðholti Bridgéfélag Breiðholts hefur nú verið stofnað. Gerðist það á fundi sem haldinn var að loknum spilum, þriðjudaginn 25. janúar. Var þar vel mætt og fimmtíu manns skráðu sig sem stofnfé- laga. Lög félagsins voru samþykkt og stjórn kosin. Formaður er Sigurjón Tryggvason en aðrir í stjórn Leifur Karlsson, Ölafur Tryggvason, Gunnar Mosty, Sig- ríður Blöndal og Guðbjörg Jóns- dóttir. Bridgefélag Breiðholts mun í vetur hafa spilakvöld á þriðju- dagskvöldum í húsi Kjöts og Fisks i Seljahverfi. Fyrsta keppni fé- lagsins verður „Febrúartvímenn- ;ngur“, þ.e. fjórir eins kvölda ,tvímenningar“ í febrúarmánuði. \llir eru velkomnir. Keppnis- stjóri félagsins er Sigurjón Tryggvason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.