Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 15
ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1977.
f
Cops and Robbers:
15
LOGREGLAN SNYR SER
AÐ AFBROTUM
Kvik
myndir
Tom og Joe glíma hér við þann vanda að kjafta sig inn fyrir öryggisdyr kauphallarinnar. Vegna trausts
manna á lögreglubúningnum tekst þeim ætlunarverkið og allir eru þess fullvissir að þar séu dulbúnir
bófar á ferð.
Tónabíó: Cops And Robbers (Lögreglumenn
á glapstigum)
Framleiðandi: Elliott Kastner
Leikstjóri: Arman Avakian
Afialhlutverk: Cliff Gorman, Joseph Bol-
ogna.
Lögreglumennirnir Tom
(Cliff Gorman) og Joe (Joe
Bologna) eru orðnir nokkuð
gamlir í starfi og þjálfaðir eftir
því. Þeim er ljós sú staðreynd
að vegna starfs síns hafa þeir
allra manna bezta aðstöðu til að
fremja auðgunarbrot og þeir
grípa tækifærið.
Þeir velja sér verkefni sem
er ekki af verri endanum; þeir
hyggjast ræna handhafaskulda-
bréfum úr kauphallarbygging-
unni í New York, að verðmæti
tíu milljóna dollara. Til að
koma ránsfengnum í verö hafa
þeir samband við kunnan
mafíuleiðtoga. Hann lofar að
greiða þeim tvær milljónir
fyrir viðvikið og þó að hann
hafi peningana ekki handbæra,
er hann þess fullviss að hann
þurfi aldrei að greiða
ræningjunum þessa upphæð.
Ránið tekst eftir margs konar
erfiðleika sem lýst er í mynd-
inni á langdreginn og þreytandi
hátt. Fregnir um það berast
mafíósanum í fjölmiðlum og
steinhissa á ráðsnilld lögreglu-
mannanna fer hann að safna fé
handa þeim.
Eftirleikurinn — afhending
skuldabréfanna — er álíka
langdreginn og fyrri hlutinn en
ASGEiR
TÓMASSON
þó með dálítilli spennu. Ahorf-
endum sem ekki vita með
hvorum aðilanum þeir eiga að
hafa samúð, er haldið í óvissu
um hvorir muni sigra að lokum,
lögreglumennirnir tveir eða
mafían. Lögregian sjálf spilar
þarna enga rullu.
Ég minnist þess ekki að hafa
áður séð neina kvikmynd þar
sem lögreglan og glæpa-
menmrnir eru sömu per-
sónurnar. Vegna óvana veit
enginn með hverjum hann á að
halda og ég hygg að öllum bíó-
gestum hafi verið líkt farið og
mér, að þeir hafi beðið eftir því
með óþreyju fram á síðustu
stundu að lögreglan kæmist á
spor skuldabréfaþjófanna.
Kvikmyndin Cops and Robb-
ers er kveljandi langdregin en
að henni lokinni vildi maður þó
ekki hafa látið hana óséða.
Þrátt fyrir galla sína hvetur
hún til umhugsunar um að-
stöðumun lögreglumanna og
hins almenna borgara. Þar ættu
lögreglumenn að hafa undir-
tökin.
-AT-
ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA - MALNING - ÚTSALA - MÁLNING
1200 krónur
Þetta er verð á galloni af hvítri plastmálningu nú næstu daga.
Stórlækkað verð til hagræðis öllum þeim sem eru að
BYGGJA
BREYTA
eða BÆTA
Lftið við í Litaveri
— það borgar sig
Hreyfiishúsinu, Grensásvegi 18
ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA - MÁLNING
ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA - MÁLNING - ÚTSALA