Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1977. 6 f IRA er byrjað að myrða ar nilSzan Inilf — Þekktur iðjuhöldur vai lljjau ICfA skotinn ígærkvöld Þekktur norður-írskur iðjöfur, Jeffrey Agata, var skot- inn til bana í Londonderry í gærkvöldi — tæpum sólarhring eftir að írski lýðveldisherinn IRA hótaði að auka enn á of- beldisaðgerðir sínar. Þá særðust fjórir í skotbardögum í gærkvöld og nótt. Iðnjöfurinn, Jeffrey Agata, var 58 ára gamall og helzti umboðsmaður Du Pont fyrir- tækisins bandaríska. Hann var myrtur er hann kom heim frá vinnu sinni. Tveir menn sátu fyrir honum. Hann fékk skot í brjóstkassa og höfuð og lézt þegar í stað — Enginn getur séð neina ástæðu fyrir því hvers vegna Agata varð fyrir valinu sem fórnarlamb. Fjórir menn umkringdu hús í bænum Castlederg, skammt frá landamærum Norður-Irlands og Irska lýðveldisins, og hófu að skjóta á það. Fjórir særðust og þar á meðal fjögurra ára gamalt barn. Húsið er sagt vera í eigu andstæðinga IRA. Hárprýði sérverslun með hárkollur 10% afsláttur þessa viku á leðurhönskum, vínilhönskum, prjóna- vettlingum, prjóna- húfum, prjónasjölum, prjónatreflum og slæðum. 20% afsláttur af hár- V SérV6rSlUn kHllum- V Glæsibæ Allt ný vara. Reykjavík Sími 32347 Afgreiðslustúlka Afgreiðslustúlka óskast í undirfata- verzlun. Þarf að hafa stjórn í búðinni. Umsækjendur greini aldur og fyrri störf. Tilboð sendist Dagblaðinu merkt „Miðborg“ fyrir 6. febrúar. Blaðberar óskasttilað bera út í Barmahlíð og Melunum mSBIAÐW BIAÐIÐ Nýir umboðsmenn Grundarfjörður Orri Árnason, Eyrarvegi 24. Sfmi 93-8630. Hellissandur Halldór Sveinbjörnsson, Stóru Hellu. Sími 93- 6749. Tólknafjörður Björgvin Sigurjónsson. Sími 94-2515 Seyðisfjörður Kristbjörg Kristjónsdóttir, Múlavegi 7. Sími 92-2428. Siokkseyri Ásrún Ásgeirsdóttir, Eyjaseli 11. Sími 99- 3340. Víharfundimir hefjast i dag —ekki erbúizt við miklum árangri Fyrstu viðræður fulltrúa Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsríkjanna um minnkun herafla í Evrópu síðan Jimmy Carter tók við embætti forseta hefjast í Vínar- borg í dag. Viðræður þessar hafa lítinn árangur borið til þessa en þær hófust fyrst fyrir rúmlega þremur árum. Ekki er talið að viðræðurnar leiði af sér neinar merkar niðurstöður fyrst í stað, eða þar til Carter hefur átt viðræður við Brezhnev, aðalritara sovézka kommúnistaflokksins. Carter hefur nú lýst yfir áhuga sínum á að hitta Breznev í vor. Þá fer Cyrus Vance utan- ríkisráðherra í heimsókn til Sovétríkjanna 28. marz næstk. Allt ístrand hjá Berlingi Dönsku dagblöðin Berlingske Tidcnde og BT hafa ekki komið út siðan á sunnudag vegna deilu milli biaðstjórnar blaðanna og prentara. Alls vinna um 1000 manns í prentsmiðju fyrirtækisins og þeir hafa allir verið sendir heim. Öðru starfsfólki hefur verið bent á að reyna að fá sér vinnu annars staðar. Ágreiningsefnið er það að prentarar neituðu að samþykkja nýja vinnutilhögun í prentarasölum og jafnframt að bryddað yrði upp á nýjungum í tæknivinnu. — Prentararnir efast um, að blaðstjórnin hafi völd til að ráðskast með vinnutilhögun þeirra. A meðfylgjandi mynd sést Louis Andersen formaður blaðstjórnarinnar (ljóshærður á miðri mynd) tilkynna prenturunum að þeirra sé ekki lengur þörf hjá fyrirtækinu. Nýjustu fréttir frá þessari deilu herma að hún verði tekin fyrir hjá danska vinnumáladómstólnum i dag. Það er danska vinnuveitendasambandið sem fer fram á rannsóknina. Augnsjúklingar bíða eftir morðum Færri morð í borginni Balti- more i Maryland í Bandaríkjun- um geta orðið til þess að augn- sjúklingar í öðrum ríkjum landsins og erlendis verði að bíða mun lengur eftir því að fá ígræddar nýjar hornhimnur, sagði forstöðumaður Augn- banka Marylands við frétta- menn í síðustu viku. ,.Það er hr.vllilegt að þurfa að segja þetta,“ sagði Frederick Griffith. „En er morðum fækkar í Baltimore fækkar einnig möguleikunum á að ná í nýjar hornhimnur.“Augn- bankinn í Maryland safnar fleiri hornhimnum en nokkur annar slíkur og er einstæður í sinni röð, þar eð hann flytur himnur út til annarra ríkja og til útlanda. Samkvæmt því sem Griffith segir hefur bankinn tvo möguleika á að verða sér úti um augnhimnur. I fyrsta lagi er um að ræða ættingja látinna, sem leyfa að augu látinna ættingja þeirra verði fjarlægð, og síðan er um að ræða réttarkrufning- ar, er myrtir eru krufnir, eða aðrir þeir, sem látizt hafa við dularfullar kringumstæður. 330 morð voru framin í Baiti- more 1972. I fyrra voru „aðeins“ framin þar um 200 morð. Er haft eftir sumum frétta- mönnum, er viðstaddir voru fund þennan, að slíku köldu raunsæi hefðu þeir ekki kynnzt fyrr.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.