Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1977. REUTER v HELGI PETURSSON Góður vetur í Alaska: Skógarbimir erukomnir iírhíðunum Veðrið í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur sín áhrif á fleira en mannfólkið eitt. Nú eru það skógar- birnir sem eiga í erfiðleik- um. Innanrikisráðuneyti Bandaríkjanna segir að í Alaska, þar sem veturinn hefur verið ákaflega góður, séu skógarbirnirnir komnir úr vetrarhíðum sínum mörg- um mánuðum fyrr en venju- lega. Þeir ráfa nú um glor- hungraðir og leita sér að æti. Hins vegar er lítið um bjarnakrásir á þessum árs- tíma og óttast líffræðingar að birnirnir muni brátt ráðast á þorp til að afla mat- fanga. 2milljaröar sjáMoskvu- Ólympíuleik- anaáskjánum Sovétmenn gera ráð fyrir því að alls muni tveir milljaróar jarðarbúa fvlgjast með Olvmpíuleikunum 1980 í sjónvarpi. Sjónvarpað verður frá leikunum í lit á 18 rásum í einu. Bandaríska sjónvarps- fyrirtækið NBC hefur ke.vpt réttinn til að dreifa efni frá Olympíuleikunum á Vestur- löndum. Til samanburðar.má geta þess að talið er að um 1.5 milljaróar manna hafi fylgzt nieð Montreal-Olympíuleikunum í gegnum sjónvarp. Bandaríkin: HVELFING YFIR AKRÓPÓLISHÆÐ? Það er álit eins fyrrum borg- arstjóra í Aþenu að réttast væri að reisa eina gríðarmikla hvelfingu yfir hin 2400 ára gömlu hof á Akrópolishæð í borginni til þess að varna þvi að þau verði mengunarskemmd- um að bráð. George Plytas, sem nú er for- maður Hinnar nýju hreyfingar Aþeninga. sagði við fréttamenn fyrir skömmu að hópur sviss- neskra vísindamanna hefði kannað verksummerki og möguleikana á því að varna frekari skemmdum á hofunum og að það væri tillaga þeirra að reisa gfíðarstóra hvelfingu úr gleri, yfir alla Akrópólishæð- ina. „Það myndi ekki myndast gufa inni í hvelfingunni og eng- in efni myndu festast við hana svo hún yrði ekki skítug,“ sagði Playtas. Hann sagði ennfremur að hvelfingin myndi kosta um 40 milljónir Bandaríkjadala. Kuldakastið í Bandaríkjun- um hefur leitt af sér margs konar hörmungar. Vegna gas- skorts hefur orðið að lækka húshitann niður í tíu gráður á celsíus sums staðar. Fólk verður að vera sérstaklega hlýlega búið og hér sjáum við Karen Klafke gangbrautavörð í Milwaukee í Visconsin. Til að verjast nístandi kuldanum býr hún sig vel og líkist einna helzt palestínskum skæruliða. Fornir fjendur leita friðaríns saman Forsetar Sýrlands og Líbanons þinguðu Í5 klukkustundir ígær Ráðamenn í Sýrlandi og Libanon hafa sætzt á að leita nú sameiginlega el'tir því að halda friðinn í suðurhluta Líbanon. Þessi árangur náðist eftir fimm klukkustunda langan fund for- seta landanna, þeirra Hafez al- Assad og Elias Sarkis. Sýrlenzkt herlið fór inn í borgina Nabatiyeh í síðustu viku. Borgin er aðeins um 11 kílómetra frá landamærum ríkjanna. — ísraelsmann hafa nú farið fram á að heriið þetta hypji sig í burtu hið bráðasta. ÞJOÐVERJAR SELJA TYRKJUM 0G INDÓNESUM VOPN Vestur-þýzka stjórnin hefur til- kynnt að hún muni selja Tyrkjum skriðdreka, sprengjuvörpur og fleiri vígvélar fyrir 1.2 billjónir þýzkra marka sem er nálægt 99 milljörðum íslenzkra króna að verðmæti. Þá hefur verið samið um sölu á tveimur kafbátum til Indónesíu. Þessir vopnasölusamningar fela í sér að ef kaupendurnir standa ekki við greiðslur sínar er v-þýzka stjórnin skuldbundin -til að greiða framleiðendunum 90% af söluverðinu. Stefna stjórnarinnar er sú að selja ekki vopn til landa þar sem styrjaldarhætta ríkir. Vopnasalan til Tyrklands er hins vegar rétt- lætt með því að landið sé mjög mikilvægt fyrir varnir á Vestur- löndum. Nú er heimilt að veita Heath spáir breyingum í bandarískum stjómmálum —forsetinn verður sifellt „Við eigum ekki eftir að njóta þess munaðar að sjá Bandaríkjamenn beita valdi sínu á óeirðasvæðum og af því leiðir að við eigum ekki eftir að njóta þess munaðar að kenna þeim um allt sem aflaga fer á þeim stöðum," sagði Edward Heath fyrrum forsætisráð- herra Bretlands í ræðu í gær- kvöld. Ræðu þessa hélt Heath á æskulýðsráðstefnu í London. Hann spáði því að miklar breyt- ingar ættu sér nú stað á stjórn- málasviðinu. Hann taldi að völd forsetaembættisins færu nú minnkandi en þingið sækti sí- fellt í sig veðrið. Helztu breytimgar vegna þessa sagði Heath verða þær að nú gætu forsetarnir ekki tekið þátt í vonlausu valdatafli hér og þar í heiminum, eins og gerðist í Kóreu og Indókína á sínum tíma. „Þingið mun ekki leyfa forsetunum slíkt,“ sagði hann. Edward Heath, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands, er nú óbreyttur þingmaður flokks síns, íhaldsfiokksins. VERÐUR gasi milli ríkjanna Carter Bandaríkjaforseti undirritaði í nótt ný lög vegna neyðarástands i nokkrum ríkj- um Bandaríkjanna. Þau heimila að gas til upphitunar verði leitt frá ríkjum, sem nóg gas hafa. til þeirra þar sem skortur ríkir. Skömmu eftir undirritunina bárust tvö tilboð um eas — BYGGÐ annað frá Jose Lopez Portillo forseta Mexikó og hitt frá ríkis- stjóra Kaliforníu, Edmund Brown. Öheimilt hefði verið að leiða gas frá Kaliforníu út fyrir ríkismörkin, hefðu lögin ekki verið undirrituð fyrst. Þessi nýju neyðarlög fóru í gegnum Bandaríkjaþing á einni viku. Jimmy Carter átti samtal við þingmennina, sem áttu frumkvæðið að þessu frum- varpi, og sagði við það tækifæri að Bandaríkjamenn horfðust nú í augu við orkukreppu. Hún væri þó ekki til komin vegna orkuskorts heldur vegna þess hve erfitt væri að dreifa orkunni til neyðarsvæða. valdaminni Erlendar fréttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.