Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 23
23 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1977. (* Utvarp Sjónvarp i lítvarp f kvöld kl. 19,40: Leikrit vikunnar: Bandarískt verðlaunaleikrit um uppgjör fjölskyldunnar Eitt af leikritunum eftir banda- riska höfunda, sem ráðEert er að flytja í útvarpinu á árinu, verður á dagskránni í kvöld kl. 19.40. Þetta er leikritið Engill horfðu heim, sem Ketty Frings samdi eftir samnefndri skáldsögu eftir Thomas Wolfe. Jónas Kristjáns- son gerði þýðinguna en leikstjóri er Baldvin Halldórsson. Kóbert Arnfinnsson Jón Sigurbjörnsson Gunnar Eyjólfsson mmuuim frjálst, úháð dagblað Róbert Arnfinnsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Jón Sigur- björnsson og Gunnar Eyjólfsson fara með aðalhlutverkin. Sögusviðið er í bænum Alta- mont i Norður Karolínu í Banda- ríkjunum haustið 1916. Segir frá Gant-fjöiskyldunni. Heimilis- faðirinn Oliver er drykkfelldur steinhöggvari og hálfgert svaka- menni. Hann er kvæntur Elisu sem er af skozkum uppruna og eiga þau þrjá syni og eina gifta dóttur. Þau hjónin reka gisti- heimili og leigjendur eru fólk af ýmsu tagi. Leikurinn er mjög áhrifamikill og lýsir uppgjöri fjöl- skyldunnar við sjálfa sig, lífið og umhverfið. Talið er að höfundur sögunnar, Thomas Wolfe. hafi í rauninni verið að lýsa kafla úr sinni eigin ævi. Wolfe fæddist árið 1900 en lézt ungur að aldri árið 1938. Hann var af mörgum talinn einhver bezti rithöfundur Bandaríkjanna. Fyrsta skáldsaga hans, sem var Engill horfðu heim, kom út árið 1929.Lvikrilið var samið tuttugu árum eftir lát höfundar af Ketty Frings. Hún starfaði í Hollywood og skrifaði kvikmyndahandrit þar, m.a. skrifaði hún handrit kvikmyndarinnar „Come back, little Sheba“ eftir William Inge. Sú kvikmynd var sýnd í íslenzka sjónvarpinu á síðasta ári og fóru þau Burt Lancaster og Sheila Booth með aðalhlutverkin. Keity Frings hefur einnig sjálf samið leikrit en fyrir Engill horfðu heim. fckk hún Pulitzer- verðlaunin. Leikrit þetta var sýnt í Þjóð- leikhúsinu veturinn 1960-61 við miklar vinsældir. Leikendur voru þeir sömu og i utvarpsleikritinu, sem áður var flutt f útvarpi árið 1961. Alls urðu þrjátiu ög tvær sýningar á verkinu í Þjóðleik- húsinu og leikhúsgestir urðu 11.053 talsins. Flutningstími leikritsins er tvær klukkustundir og tuttugu mínútur. -A.Bj. » Baldvin Halldórsson, leikstjóri. Veitum 10-20% afslátt oggóða greiðsluskilmála út þessa viku. Kanínupelsar Kiðlingapelsar Úlfapelsar (stuttir) Mokkakápur ST0RK0STLEGT TÆKIFÆRI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.