Dagblaðið - 12.04.1977, Page 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1977.
4
Þeir rölluöu
blautviðri
i roki og
Nrtján keppenduraf
23komuímark
pDB-myndir:-|
Sveinn
Þormóðsson
Jóhannes
Reykdal
Blaðaljósmyndarar verða oft að
leggja mikið á sig við að ná sem
beztum myndum. Sveinn Þor-
móðsson var sér þess vel með-
vitandi, þegar hann skaut á
þessa Cortinu um leið og hún
renndi í drullupoll. Auðvitað
fékk Sveinn síðan gusuna yfir
sig, en myndin var ekki síðri
fyrir það.
inn í keppninni. Þar brotnaði
dempari og var ökumaðurinn,
Finnbogi Ásgeirsson, þar með
úr leik.
Hinn bíllinn, sem bilaði, var
Simca 1100 TI. Sá bíll var
einnig með í Rallýkeppninni í
fyrra, en varð þá að hætta, þar
eð dekk sprungu tvisvar og öku-
maðurinn hafði ekki nógu mörg
varadekk. Að þessu sinni hafði
ökumaðurinn, Þorkell Guðna-
son, vaðið fyrir neðan sig og
enda þótt tvíspryngi að þessu
sinni eins og í fyrra, gat hann
ekið áfram. Á Isólfsskálavegin-
um varð hann hins vegar að
hætta keppni, þar eð hann
missti allt vatn af bílnum eftir
að hafa ekið nokkruð áður upp í
drulluhvarf á veginum.
Eftir að ísólfsskálaveginum
sleppti áttu ökumenn auðvelt
með að halda bílum sínum á
veginum. Ekið var fram hjá
Kleifarvatni og sem leið lá upp
á Keflavíkurveg. Þaðan var
farið yfir Kaldárdalsveg,
Flóttamannaleiðina og kráku-
stígar þræddir alla leið fram
hjá Hafravatni og upp að
Úlfarsfeili. Þaðan var síðan
ekið í átt til Reykjavíkur og
loks upp úr fjögur um daginn
tóku bílar keppenda að tínast
einn af öðrum að Loftleiða-
hótelinu. Alls voru það nítján
bílar, sem komust á leiðarenda.
Ómar Ragnarsson frétta-
maður sjónvarpsins og Jón
bróðir hans sigruðu í Páska-
rallýi Bifreiðaíþróttaklúbbs
Reykjavíkur, sem haldið var á
laugardaginn. Jafnir sigurveg-
urunum að stigum urðu þeir
Vilmar Þór Kristinsson og leið-
sögumaður hans, Sigurður I.
Ólafsson, — hlutu sex minusa
hvorir. Dómurum keppninnar
þótti þó Ómar og Jón standa
sig betur, því að þeir komu inn
á allar tímastöðvar keppninnar
á nákvæmlega réttum tíma, en
hlutu minusana sex fyrir of
hraðan akstur á einum vegar-
kafla þar sem lögreglan lá í
leyni með radar.
I þriðja sæti í keppninni
urðu hjónin Jón R. Sigmunds-
son og Dröfn Björnsdóttir. Jón
hafði hlotið viðurnefnið Jón
fjórði meðal félaga sinna, þar
eð hann þótti eiga öðrum mönn-
um auðveldara með að hafna í
fjórða sæti í rallýakstri. Sæti
Jóns hlaut að þessu sinni Hall-
dór .Jónsson ásamt leiðsögu-
manni sínum, Ulfari Hauks-
syni. Halldór sigraði í fyrstu
rallýkeppninni, sem haldin var
hér á landi árið 1975.
Rallýið haldið með
velþóknun lögreglunnar
Páskarallýið hófst stundvís
lega klukkan tíu á laugardags-
morguninn við Hóteí Loftleiðir.
Alls höfðu 24 ökumenn látið
skrá sig til keppninnar, en einn
þeirra mætti ekki. Það voru því
23 bíiar, sem voru ræstir af stað
að þessu sinni.
Sem vott um velvild lögreglu-
yfirvalda gagnvart rallýkeppn-
inni hafði Sigurjón Sigurðsson
lögreglustóri í Reykjavík fallizt
á að ræsa fyrsta keppandann.
— Þeir lögðu síðan af stað hver
á eftir öðrum með mínútu milli-
bili og stefndu í vesturátt.
Veðrið var einstaklega heppi-
legt til rallýkeppni. Um morg-
uninn, þegar beðið var eftir því
að keppnin hæfist, skein sólin
glatt. Um það leyti, sem lög-
reglustjóri afhenti fyrsta
keppandanum tímakort sitt,
gerði heljarmikla haglskúr og
það sem eftir var dagsins
skiptist á sólskin, rigning, snjó-
koma og hagiél.
Fyrstu bílar taka
að bila
Eftir um þriggja klukku-
stunda akstur komu keppendur
að Fitjanesti, — á gatnamótum
Keflavíkurvegar og Hafnaveg-
ar. Þar var áð í tuttugu mínút-
ur, bensin sett á bilana og
Tvær Trabantbifreiðar tóku þátt í Páskarallýinu. Þær luku báðar keppni.
fyrir Reykjanesið og til Grinda-
víkur. Á þeirri leið þurftu öku-
menn að gæta sérstakrar var-
úðar, því að vegurinn var ákaf-
lega mjór og hlykkjóttur. I
öryggisskyni var þessari leið
lokað fyrir almennri umferð,
enda er varla viðlit fyrir bíla að
mætast þar.
Þeir keppendur, sem hvað
mest höfðu æft sig undir
rallýið, nutu nú góðs af að
þekkja leiðina fyrirfram, því að
hún var ákaflega vandfarin
nema að hægt væri ekið. Þar
lenti einn bíll út af veginum, en
komst af stað aftur og lauk
keppni öllum að óvörum.
„Alversta forarvíti,
sem hugsazt getur“
Ekki tók betra við, er komið
var út fyrir Grindavík og á
Isólfsskálaveg. Vegurinn þar
var, eins og einn keppandinn
komst að orði: „það alversta
forarvíti, sem hugsazt gat.“ Þar
festust nokkrir bilar, en gátu
fengið sig dregna upp gegn því
að fá 30 refsímínusa. Þó
nokkrir þáðu að láta draga sig,
— aðrir létu sig hafa það að
vaða út og ýta.
Á ísólfsskálaveginum urðu
tveir bílar að hætta keppni.
Annar þeirra var af Ford Capri
gerð og jafnframt stærsti bíll-
dyttað að því, sem betur mátti
fara. Þar kom í ljós, að tveir
bílar höfðu helzt úr lestinni.
Annar var Volvo „kryppa“ 544.
Hann fór verst af öllum bílun-
um i keppninni, því að þar
brotnaði spyrna og bíllinn skðf
upp götuna, er hann féll niður.
Hinn bíllinn var af gerðinni
Sunbeam Alpine. Á honum
kom gat á vatnskassann og auk
þess festist bensíngjöfin í gólfi
og sitthvað fleira smávegis kom
fyrir. Báðir þessir bílar biluðu
á veginum skam'mt frá Her-
dísarvík. Þar var vegurinn
ákaflega harður og stórgrýttur,
— sennilega hvað verstur fyrir
bilana á allri leiðinni.
Erfiðustu kaflarnir
Frá Fitjanesti var stefnt á
Hafnir. Þaðan var siðan ekið
Lögreglustjórinn í Reykjavik, Sigurjón Sigurðsson, ræsir fyrsta
bílinn.
V