Dagblaðið - 12.04.1977, Síða 9

Dagblaðið - 12.04.1977, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 12. APRlL 1977. i Erlendar fréttir ASGEiR TÖMASSON REUTER t — —- * Róstusamtí suðurhluta Eþíópíu: Rændu lækni og flugmanni Uppreisnarmenn i Eþíópíu hafa látið kanadisk- an þyrluflugmann og eþíóp- iskan lækni lausa eftir að hafa haldið þeim í gíslingu, samkvæmt tilkynningu kanadíska utanríkisráðu- neytisins í Ottawa. Mönnunum var rænt sl. fimmtudag og voru þeir báð- ir ómeiddir, er þeir voru látnir lausir. Segir í tilkynn- ingu utanríkisráðuneytisins, að flugmaðurinn, William Waugh , 43 ára, hafi aðeins týnt seðlaveskinu sínu. Ekki var gefið til kynna, hverjir hér hefðu verið að verki, en róstusamt hefur verið í suðurhluta landsins að ' undanförnu, þar sem mennirnir tveir voru í læknisleiðangri vegna bólu- sóttar, sem þar hefur komið upp. Ekki var heldur sagt, hvernig þeir hefðu verið teknir til fanga, né hvers vegna þeir voru látnir laus- ir. — París: Dönskstúlka segirfransk- anlögreglu- mannhafa nauðgaðsér Parísarlögreglunni hefur verið falið að rannsaka full- yrðingar átján ára gamallar danskrar stúlku, að franskur lögreglumaður hafi nauðgað henni. Að sögn talsmanns danska sendiráósins í París tilkynnti stúlkan nauðgun- ina í aðalstöðvum lögregl- unnar á laugardag. Þar fullyrti hún að lög- regluþjónar hefðu handtek- iö hana á járnbrautarstöð á föstudaginn. Hún hefði ver- ið flutt á lögreglustöð, þar sem einhver yfirmaður hefði nauðgað henni á með- an einn undirmanna hans horfði á. — Ófagurt ef satt er. Stúlkan, sem heitir Bitten Mortinsen, var að sögn sendiráðsins flult til Dan- merkur í gær. Eru Frakkar að steypa sér út ínýtt nýlendustríð? —Franskir kommúnistar fullyrða að svo sé Viðbrögð I Frakklandi voru á þá lund, að Frakkar væru að blanda sér í innanrikismál Zaire og franskir kommúnistar töku meira að segja svo djúpt 1. árihni að telja þetta vera upp- hafið að nýju nýlendustríði. Valery Giscard d’Estaing Frakklandsforseti kemur væntanlega fram í sjónvarpi í dag, þar sem hann útskýrir hvers vegna franskar flugvélar standa nú í stöðugum vopna- og hermannaflutningum frá Marokkó til Zaire. Mikil ólga er meðal vinstri manna, bæði i og utan Frakklands, vegna þessa máls. Bandaríkjamenn hafa óbeint lýst sig fylgjandi þeim að- gerðum franska forsetans að lána ellefu herflugvélar til her- gagnaflutninganna. Tekið var skýrt fram að Bandaríkin ættu á engan hátt neinn hlut að máli, þrátt fyrir stuðninginn. franskra her-tæknifræðinga komnir til Zaire, „en taka á engan hátt þátt i hernaðarað- gerðunum," eins og komizt var að orði. Þeir eiga fullan rétt á að vera í Zaire, þvi að árið' 1974 var gerður samningur milli landanna um, að franskir sérfræðingar skyldu sjá um þjálfun hermanna, sem ættu að nota frönsk vopn, hvort sem væri á láði eða i lofti. Leiðtogi kommúnista á franska þinginu hefur boðað til skyndifundar í dag til að ræða þessar aðgerðir forsetans. Mobutu Sese Seko forseti Zaire fullyrðir, að uppreisnar- menn í landinu séur studdir af Angóla, Kúbu og Sovétinönnum í nágrannaríkinu Angola. Bar- dagarnir fara fram í Shaba- héraði, sem eitt sinn nefndist Katanga. Að sögn franska utanríkis- ráðuneytisins eru nokkrir tugir Giscard d’Estaing forseti gerir grein fyrir ákvörðun sinni að senda flugvélar til Zaire i sjónvarpi f dag. Morðingja fyrrverandi forsætisráð- * herra Yemen leitað um allt Bretland —sjónarvottum tókstað takamyndafmorðingjanum Brezka lögreglan leitar nú sem ákafast morðingja Al- Hajari fyrrumforsætisráðherra Yemen, konu hans og yemensks stjórnarerindreka, sem einnig létust. Þau voru skotin fyrir framan hótel sitt i London á páskadag. Engin ástæða hefur verið gefin upp fyrir morðunum. Morðið átti sér stað um hábjartan dag. Tveir sjónar- vottar gáfu sig þegar i stað fram við lögregluna — og það sem meira var: þeir höfðu einnig tekið mynd af at- burðinum. Henni var dreift í morgun um allt Bretland. Vitnin eru nú bæði í strangri gæzlu lögreglunnar af ótta við að reynt verði að þagga niður í þeim. Llk forsætisráðherrans fyrr- verandi og hinna tveggja voru í gær flutt til Yemen. Hajari var forsætisráðherra landsins á árunum 1972-74. Hann lét handtaka þúsundir manna og taka af lífi fyrir meinta neðjan- jarðarstarfsemi. Aldrei meira iírval af loftljósum Landsins mesta lampaúrval Póstsendum UOS & ORKA ISuðurlcinclsbraut 12 simi 84488]

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.