Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 13
DACJBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDACiUR 12. APRÍL 1977. 13 ES5 Kyrrlátur og hlýrri en í meðalári Marzmánaöur var óvanalega hlýr fyrstu þrjár vikurnar. Hitinn i Reykjavík var fyrstu þrjár vikur mánaöarins um 3 stigum yfir meðallagi, en síðan kólnaði tölu- vert og í heild er hitinn í mán- uðinum 1,6 stigum yfir meðallagi, en meðalhitinn í Reykjavík var 3,1 stig, samkvæmt upplýsingum Öddu Báru Sigfúsdóttur veður- fræðings. Einnig var töluvert hlýtt á Höfn í Hornafirði. Þar var hitinn um 1 stigi yfir meðallagi. Á Hveravöllum var einnig tiltölu- lega mjög hlýtt. Þar var þó til jafnaðar þriggja stiga frost, en þetta var næsthlýjasti marz- mánuðurinn frá upphafi mælinga á Hveravöllum árið 1966. Aðeins einu sinni hefur verið hlýrra í marzmánuði en það var árið 1974, þá mældist meðalhitinn -el,5 stig. Talsvert var kaldara í Sand- búðum. Þar var að meðaltali 5 stiga fröst. Á Akureyri var hiti 0,5 stigum meiri en í meðalári, en hiti var þar til jafnaðar 0,1 stig. Á Akureyri var alhvít jörð í 19 daga en í Reykjavík sást varla snjór. Þó varð vart við slyddu í fjóra daga. Heildarúrkoman í Reykjavík var 41 mm sem er tæplega % af meðalúrkomu. Á Akureyri mældist 46 mm úrkoma, sem er heldur meira en í meðal- ári. Lítið eitt fleiri sólskinsstundir en í meðalári mældust bæði í Reykjavík og á Akureyri. 1 Reykjavík urðu sólskinsstund- irnar 115 og 83 á Akureyri. Lengst af var mjög kyrrlátt veður í Reykjavík í marzmánuði og varð aldrei hvassara en 7 vind- stig. Á sl. tuttugu árum hefur vindhraði verið 8 vindstig eða meira sex daga í marz, en að þessu sinni náði vindur aldrei 8 vind- stigum. A.Bj. Sýning Guðrúnar Svövu: Fjölskyldan í myndum Það er jafnan nokkur við- burður þegar listamaður opnar sína fyrstu einkasýningu, en í páskavikunni var um þrjár slíkar sýningar að ræða í borg- inni. 1 Gallerí SÚM við Vatnsstíg er það Guðrún Svava Svavars- dóttir sem sýnir 15 olíumálverk ásamt fáeinum grafíkmyndum og pennnateikningum fram til 12. apríl. Guðrún Svava er borgarbú- um vel kunnug fyrir framlag sitt til leikmynda og leikbrúðu- gerðar og fyrr í vetur teiknaði hún leikbúninga fyrir sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Makbeð. Hún hóf nám í höggmynda- deild Myndlistarskólans við Freyjugötu 1963- 64, stundaði síðan myndlistarnám í Moskvu veturlangt, en milli 1968 og 1972 helgaði hún sig algjör- lega fjölskyldunni og ungum börnum en tekur síðan aftur til við teikningu og listmálun í Myndlistarskólanum undir handleiðslu Hrings Jóhannes- sonar. Áhrifin frá lærimeistar- anum leyna sér ekki og hefur Guðrún Svava tileinkað sér vinnubrögð og tækni Hrings og annarra ný-realista, en fer þó aðrar leiðir en Hringur hvað myndefnisval snertir og er uppistaða sýningarinnar mest- megnis mannamyndir. Flesta fyrirsáta sína hefur Guðrún Svava sótt í fjölskyldu- myndasafnið og er því mynd- efnisvalið mjög persónulegt og „intímt". Helst gæti ég trúað að maður þyrfti að þekkja til fjöl- skyldumeðlimanna til þess að geta notið myndanna til fulls. Ljósmyndin er greinilega mikill áhrifavaldur í myndum Guðrúnar Svövu. Samt hefur hún ekki bundið sig við hana um of, en fær að láni frá henni þá myndefnisþætti sem henni finnast áhugáverðir og sam- einar stundum í einni mynd myndefni úr fleiri ljósmyndum sem hún eykur við með frjáls- legri litameðferð þannig að mannamyndirnar verða aldrei of hefðbundnar. Al.dursforsetar sýningarinn- ar eru afi og antma í báðar ættir. Afi og amma I (nr. 4) er byggð upp i brúnunt litatónum sem einkenna gamlar ljós- myndir og má segja að þarna sé um handmálaða ljósmynd að ræða. Myndrúminu hefur Guðrún Svava lokað með bleiku flatarskrauti á gamaldags vegg- fóðri, sem að visu myndar skemmtilega andstæðu við sett- Iega uppstillingu parsins og lág- stemmda litatóna, en að mínum dómi er bakgrunnurinn of ríkjandi þannig að myndefnið sjálft líður fyrir og verður ekki eins sannfærandi og ella. Afi og amma II er glettin og skemmti- leg mynd máluð í sterkri dags- birtu á hlutlausan bakgrunn og þar hefur Guðrún Svava náð fram hnitmiðuðum áhrifum á persónuleika og sterkri kímni í fari hjónanna sem sátu fyrir ljóSmyndavélinni með sólbirtu í augum. 1 Sjálfsmynd (nr. 9) og Við pabbi (nr. 15) einkennist liturinn af samspili grárra tóna, nema hvað hendur eru málaðar í heitum rauðgulum lit sem gefa myndunum sterkt sál- fræðilegt inntak, sérstaklega í myndinni ,,Við pabbi“ þar sem hún er með þessari litameðferð leggur áherslu á snertingu handa manns og barns. Áhrifin frá Hringi eru hvað greinilegust í myndinni „Egill og Þorsteinn á Hornbjargi“ (nr. 13) vegna hins sérstæða sjónarhorns og hvernig hún sker niður myndefnið. Myndin af Þorsteini (nr. 8) sem sýnir, skáldið úti í gróandanum eins og nútímalegan norrænan skógarguð, að mér finnst, máluð í safaríkum og grósku- miklum grænum iitum, er Ijóð- ræn og sérstæð persónutúlk- un. Myndefnisval GuðrUnar Svövu er kannski nokkuð þröngt og ívið of persónulegt til að utanaðkomandi geti notið myndanna sem skyldi. Hún hefur kosið að lýsa þeim sem standa henni næst og þeim sem hún þekkir best og það hefur henni tekist með innileik og hreinskilni sem kemur skemmtilega á óvart og óhætt er að segja að listamaðurinn megi vel við una og að með þessari fyrstu einkasýningu hafi Guðrún Svava áunnið sér hugi margra sem koma til að fylgjast með eftirvæntingu með þróun listferils hennar á kom- andi árum og er undirrituð í hópi þeirra. Hrafnhildur Sehram. Osta nýjung: o Þessi ostur er óvenjuprótínríkur eins og sjá má á meðfylgjandi næringartöflu. Næringargildi (meðaltal fyrir 100 g): I Dagsþörf fullorðinna: Prótín 32g Kalcium 1,0 g Prótín 45-65 g Fita 11 g Hitaeiningar 240 I Kalcium 0,8-1,4 g Nýtt happdrættísár IVö einbýlishús S Furulundur 9, Garðabæ útdregið í júlí að verðmæti 25 millj. og aðalvinningur ársins Hæðabyggð 28, Garðabæ útdregið í apríl að verðmæti 30 milljónir. 300 utanferðir á 100, 200 og 300 þúsund krónur hver. 100 bílavinningar á hálfa og eina milljón - þar af eru þrír valdir bílar: Mazda í Maí Simca í Ágúst Capri í Október. 10 íbúðarvinningar á 3 og 5 milljónir. Ótal húsbúnaðarvinningar á 10, 25 og 50 þúsund hver. Sala á lausum miðum er hafin og einnig endurnýjun flokksmiða og ársmiða. Búum ævikvöld Happdrætti DAS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.