Dagblaðið - 06.06.1977, Síða 14

Dagblaðið - 06.06.1977, Síða 14
PAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. JONt 1977. íþróftir Iþróttir Iþróttir íþróttir ELIAS HJO NÆRRIMETISTEFANS — Hlaut 7440 stig ítugþrautarkeppni Reykjarvíkurmótsins. íslandsmet Ingunnar Elias Sveinsson, KR, hjó nærri íslandsmeti Stefán Hall- grímssonar, KR, í tugþraut Reykjavíkurmótsins á fimmtu- dag og föstudag. Elías hlaut 7440 stig, þrátt fyrir leiðinda- veður síðari daginn. Það er annar bezti árangur ísiendings í tugþraut og gefur vísbend- ingu um, að Elías nái mjög góðum árangri í sumar. Íslandsmet Stefáns er 7589 stig. Ölafur Unnsteinsson, þjálfari, sem var með Elíasi allan tim- ann i keppninni, sagði eftir hana, að miðað við aðstæður væri afrek Elíasar mjög gott, það svo, að fólk gerði sér raun- verulega ekki grein fyrir því. Rigning í lok keppninnar dró mjög úr árangri. Elías þurfti að hiaupa 1500 m — síðustu greinina — á 4:33.1 mín. til að ná meti Stefáns og eftir góða tilraun varð hann að gefa eftir í rigningunni og slabbinu. Hljóp á 4:58.0 mín. Elías byrjaði vel. Sigraði í 100 m hlaupinu á 11.1 sek. Björn Blöndal, KR, fékk sama tíma og Jón Sævar Þórðarson, iR. hljóp á 11.2 sek. t langstökk- inu bætti Elías sinn bezta árangur um 15 sm. Stökk 6.71 m., en átti bezt áður 6.56 m. Kúlunni varpaði hann 14.55 m eða 70 sm betur en áður í þraut. Þá stökk hann 1.95 m í hástökki, sem er jafnt bezta árangri hér á Landi í ár, og hljóp 400 m á 52.6 sek. kl. 10.30 á fimmtudagskvöld. Sá tími er frægur í þeirri grein, íslands- met Sveins Ingvarssonar, KR, var lengi 52.6 sek. Jón Sævar sigraði á 51.7 sek. og Björn Blöndal hljóp á 52.8 sek. Síðari keppnisdagurinn hófst með 110 m grindahlaupi, þar sem vindur var á hlið á dró úr árangri allra. Elías sigraði á 15.8 sek., en Jón Sævar og Björn fengu sama tíma. Það segir talsvert um árangur Elíasar, því hinir tveir hafa hlaupið áð undanförnu niður undir 15 sek. Kringlukast Elías- ar var mjög gott 48.70 m og í stangarstökki fór hann hátt yfir 4.15 m — en réð ekki við næstu hæð. Þegar að spjótkastskeppn- inni kom var kuldi og rigning i bak. Elías kastaði 59.20 m., en aðrir voru langt frá sínu bezta. 1500 m. hljóp hann svo á 4.58.0 mín. Samtals gaf þetta 7440 stig. Jón Sævar var annar með 6358 stig og bætti árangur sinn um 167 stig. Það er 13. bezta afrek Islendings í tugþraut og Jón Sævar er í mikilli framför. Seria hans var: — 11.2 — 6.44 — 11.47 — 1.86 — 51.7 — 15.8 — 29.74 — 3.35 — 43.26 og 4:51.2 mín. Þriðji í tugþrautinni varð Þráinn Hafsteinsson, HSK, með 5997 stig eða nokkru frá sínu bezta. í Kaupmannahöfn í fyrra náði hann 6332 stigum. Björn Blöndal bætti árangur sinn mjög. Fékk 5876 stig — árangur, sem hann gæti bætt verulega með því að leggja ein- hverja stund á sínar lökustu greinar. Þá hlaut 18 ara piltur, Óskar Thorarensen, tR, 5580 stig og bætti sinn fyrri árangur um 640 stig. Tveir hættu keppni, þeir Þorvaldur Þórsson og Vésteinn Hafsteinsson. Þá var keppt í fimmtarþraut kvenna á Reykjavíkurmotinu og nú með 800 m hlaupi í lokin í stað 200 m áður — en fimmtarþrautin hefur verið færð i það horf. Ingunn Einars- dóttir, IR, sigraði og setti íslandsmet með 3036 stig, þö hún lyki ekki keppni í 800 m. Fór þar of hratt af stað. Árangur hennar var 14.5 sek. í 100 m grindahlaupi, 9.96 m í kúluvarpi, 5.61 m í langstökki og 1.55 m í hástökki. Þórdís Gísladóttir, ÍR, varð önnur með um 2900 stig. í 4x800 m boð- hlaupi varð sveit Ármanns Reykjavíkurmeistari og Rúnar Gunnarsson, KR í 10 km hlaupi á 39:15.6 mín. Aukakeppni var í kringlu- kasti. Erlendur Valdimarsson, KR kastaði 58.26 m og hefur greinilega náð sér að fullu eftir meiðsli, sem háð hafa honum í vor. Var mjög öruggur í köstum sínum. Öskar Jakobsson, ÍR, gerði öll sín köst ógild — en hann og Erlendur áttu báðir ógild köst um fimmtíu og níu og hálfan metra. hsím. ENN TVÖ STIG TIL KEFLVIKINGA —en Vestmannaeyingar hafa ekki skorað frá fyrsta leik sínum f 1. deildinni Keflavíkurvöllur, 1. deild, ÍBK- ÍBV 1:0 (1:0). Það var sólskin og norðan- strekkingur i Keflavík þegar leik- ur heimamanna og Eyjarskeggja hófst á grasvellinum á laugar- daginn. í upphafi var augljóst að Keflvikingar ætluðu sér ekkert annað en sigur i leiknum við ÍBV. Þeir byrjuðu af mikium krafti og það voru ekki liðnar nema tvær mínútur, þegar hinn eldfljóti Ómar Ingvarsson, sendi knöttinn í mark ÍBV, eftir baráttu við Friðfinn Finnbogason, 1:0. Vestmannaeyingar virkuðu heldur áhugalausir á fyrstu min- útum leiksins, því Keflvíkingar sóttu nær stanzlaust og hefðu átt að geta skorað fleiri mörk. Á 7. mínútu skapaðist mikil hætta fyrir framan mark Eyjarskeggja, Tjöldin og tjaldhimnarnir frá Seglagerðinni vekja alls staðar athygli 5-6 manna tjöld: 25.270,- 3 manna tjöld: 19.432,- 4-5 manna tjöld og himinn: 37.600,- Erum flutt í glœsileg húsakynni að Eyjagötu 7 Örfirisey. Komið og sjóið tjöldin uppsett. Póstsendum um allt land. 6$\ag er(fj Eyjagötu 7, Örfirisey Sími 13320 og 14093 sem endar með því að Sigurður Björgvinsson, sendir knöttinn i netið, en markið var dæmt af, öllum til mikillar furðu. Þegar lengra leið á hálfleikinn vöknuðu Eyjamenn aðeins til lífs- ins og leikurinn jafnaðist nokkuð. Snorri Rútsson komst í dauðafæri en skaut yfir, — þar máttu heima- menn prísa sig sæla að ekki varð mark. Svipað gerðist svo við mark ÍBV, á 38. mín, þegar Þórður Karlsson, fær góða sendingu frá Hilmari Hjálmarssyni, en skot hans geigaði illilega. A marka- mínútunni miklu skall hurð nærri hælum hjá tBK. Hörkuskot Val- þórs Sigþórssonar small í þver- slánni og niður í þvöguna fyrir framan markið en Keflvíkingum tókst að bægja hættunni frá. Vestmannaeyingar mættu mjög ákveðnir til seinni hálfleiks og voru heldur meira með knöttinn, en það vantaði allan brodd í sókn- ina, en aftur á móti var framlína tBK, mun beittari og það skapaðist ávallt hætta í sóknarlot- um þeirra. Bezta tækifærið í seinni hálfleik áttu þó Eyjamenn, á 41. mín. þegar Karl Sveinsson skaut hátt yfir í opnu færi. Leikn- um lauk því með verðskulduðum sigri ÍBK, 1:0. Beztu menn ÍBK voru þeir Gísli Torfason, klettur í vörninni, — Óskar Færseth og Hilmar' Hjálmarsson. Einnig átti Ómar Ingvarsson góða spretti, en kannski fulleigingjarn með knött- inn. Ekki má gleyma því að Ólafur Júlíusson lék ekki með ÍBK, — var að afplána brott- rekstrarrefsinguna frá Fram- leiknum. Munaði mikið um að hafa hann ekki i liðinu. Hjá tBV, bar mest á þeim Karli Sveinssyni og Magnúsi Þorsteins- syni, og einnig átti Valþór Sig- þórsson, góðan leik. Dómari leiksins var Guðmund- ur Haraldsson og reyndist heldur slakur. Einu sinni þurfti hann að lyfta gula spjaldinu í leiknum,' þegar Magnús Þorsteinsson, ÍBV, braut gróflega á Þórði Karlssyni. Einnig gaf hann Hólmbert Friðjónssyni þjálfara tiltal, fyrir að hrópa til leikmanna sinna. gme. Óli Júll. ekki marka- laus þann daginn! Þótt Ólafur Júlíusson hafi ekki leikið með ÍBK gegn Eyja- mönnum vegna leikbanns var hann samt ekki alveg marka- laus þann daginn, — kona hans ól honum 16 marka son, sem vafalaust fetar i fótspor föðurins, — verður marka- skorari mikill. -emm. Þriðji sigur KA a utivelli KA vann sinn þriðja sigur á útivelli er það sigraði Selfoss 2-1 á Selfossi. Staðan KA er sannar- lega góð — liðið hefur leikið alla fjóra leiki sina á útivöllum og hlolið 7 stig. En hamingjudís- irnar hafa sannarlega brosað við KA i leikjum þess það sem af er og svo var einnig á Selfossi. KA lék undan norð-austan strekkingskalda í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það átti lið Selfoss sizt minna í samleik en hins vegar vantaði illilega sóknar- brodd, KA náði forustu á 10. mínúlu. Armann Sverrisson skoraði upp úr þvögu af stuttu færi. Selfoss fékk tvö mjög góð tækifa'ri á sömu mínútunni. A 30. mínútu var Kjartan Jónsson i góðu færi en Guðbergur Ellerts- son varði vel í horn. Þegar á eftir stóð Stefán Larsen einn fyrir opnu marki á markteig en skot hans geigaði — hann hitti ekki. Síðan náði KA að auka forustu sina á 36.. mínútu. KA tók langt innkast að marki Selfoss. Eyjólfur Agústsson skoraði af stuttu fa*ri eftir siæm mistök í vörn Selfoss. KA byrjaði síðari hálfleik af krafti en Selfoss náði síðan lök- um á leiknum og sótti stíft. Guðjón Arngrímsson náði að minnka muninn á 20. mínútu er hann skoraði af stuttu færi. Þrátt fyrir þunga sókn var lítið um opin tækifæri. Þó komst Guðjón Arngrímsson einn innfyrir vörn og eins sleppti slakur dómari leiksins, Einar Hjartarson aug- ljósri vítaspyrnu á KA. En stigin voru KA — og geta þeir þakkað markverði sinum, Guðbergi Ellertssyni þau en hann varði af stakri snilld. Hjá Selfoss bar mest á Kjartani Jónssyni, Trvggva Gunnarssyni og Stefáni Larsen. BG Þróttur nær sér ekki á strik Þrótti úr Reykjavík hefur ekki vegnað vel í 2. deild eftir veru í 1. deild á siðastliðnu sumri. A laug- ardag lék Þróttur við Reyni frá Arskógsströnd. Leikurinn fór fram á Arskógsströnd og lyktaði með jafntefli, 1-1. Þar með hlaut Reynir sitt fyrsta sig i 2. deild í sumar eftir þrjá tapleiki. Þrótlur hefur hins vegar lapað þremur stigum i 2. deild — beið ósigur f.vrir Haukum. Reynir lék undan norðan slrekkingskalda i fyrri hálfleik og sólti mun meira. Þó var fátt um marktækifæri og samspil hjá báðum liðum í lágmarki. Um miðjan fyrri hálfleik náði Reynir forustu er Björgvin Gunnlaugs- son skoraði fyrir heimamenn. Þróttur sótti stíft í síðari hálf- leik — án þess þó að skapa sér góð marktækifæri. Þróttarar reyndu mjög að skj’óta af löngu færi — en litil hætta skapaðist. Páli Ólafssyni tókst að jafna og Þrótt- ur tók stig með sér suður. Greini- legt er að vilji Þróttur endur- heimta sæti sitt i 1. deild. verður liðið að leika betur en á laugardag en Þróttur olli talsverðum von- brigðunt þó auðvitað heimamenn væru ánægðir með stigið. -St.A. • Heimsmeistarar V-Þýzkalands sigruðu Argentinu i landsleik í knattspyrnu i Buenos Aires i gær- kvöld 3-1. Fischer skoraði tvö af mörkurn Þjóðverja á 7. og 60. mín. og Holzenbein það 3ja á 69. mín. Passarella skoraði eina mark Argentinu á 73. mín.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.