Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚNl 1977. ,4: Afgreiðsla 1-6 Hross i svelti Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Stmi 15105 I einu af rólegri hverfum höfuðborgarinnar, Einarsnesi i Skerjafirði, er ekki allt sem sýnist. Þarna voru fjögur hross f svelti þar til á fimmtudaginn. Þau höfðu verið sett I girtan reit á beit Bithaginn var með öllu búinn, svo að þar sást ekki stingandi strá. Utan girðingar lögðust hins vegar safarík grösin á svig og bylgj- uðust ljúflega í sðlbjartri norðan- golunni. Svo för að hrossin brut- ust úr sveltifangelsinu og lög- reglan tók þau og hafði upp á eigendum, sem voru fleiri en einn. Nú eru hrossin I húsi, fá nýslegið að gjöf og jafna sig. Um helgina verður þeim komið í góðan haga fjarri Einarsnesi. DB-mvnd Sveinn Þormóðsson. MIKIL GRÓSKA í BÍLASÖLU —jaf nt dýrum bflum sem ódýrum Stórglæsilegur sænskur 17 feta hradbátur, hvítur að lit raeð harðviðardekki. Öryggisgler í gluggum og bláar blæjur. í bátnum eru sæti fyrir 5-6 manns. Báturinn er með 80 hestafla utanborðsvél, JOHNSON SUPER SILENT með rafstarti. Bátnum fylgir original vagn með spili og fjöðrum. Nánari upplýsingar um verð og kjör í síma 98-1650 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Margir vilja byrja loðnuveiðar strax Blaðinu er kunnugt um að útgerðaraðilar allmargra loðnubáta hafa lýst þeim áhuga við sjávarútvegsráðuneytið að fá að hefja sumarloðnuveiðar strax eða undir lok þessa mánaðar. Núgildandi reglugerð um þessar veiðarsegir hins veg- ar að þær skuli ekki liefjast fyrr en 15. júli. Ekki er þó loku fyrir það skotið að þær hefjist fyrr, þvi loðnuleitarleiðangur verður farinn á Bjarna Sæmundssyni þann 23. n k. undir stjórn Hjálmars . Vilhjálmssonar. Verði útkoman úr honum jákvæð kann svo að fara að Hafrannsóknastofnunin leggi til við sjávarútvegsráðuneytið að veiðar verði heimilaðar f.vrr. I viðtali DB við Hjálmar í morgun sagði hann að 15. júli væri enginn ,,patent“byrjunar- dagur heldur væri hann valinn með hliðsjón gagna frá undan- förnum árum sem sýna að fyrir þann tíma er loðnan yfirleitt mögur og ekki góð til vinnslu. Undantekning hafi þó verið í fyrra þegar loðnan, sem veidd- ist snemma i júlí um 120 mílur NNV af Siglunesi, hafi verið vel feit, en hins vegar átufull ,og erfið til geymslu og vinnslu. Eins og DB hefur áður skýrt frá, telja fiskifræðingar óhætt að veiða allt að milljón tonnum af loðnu árlega hér næstu tvö árin, eða um helmingi meira en við höfum mest veitt. -G.S. Þessir bfða ð þaki vörugeymslunnar eftir að komast i hendur óþreyju- fullra kaupenda. (DB-mynd Ragnar). stopular. Til skamms tíma var orðið ódýrara að flytja ameríska bíla fyrst til Belgiu og sfðan þaðan til tslands heldur en beint frá Ameríku til tslands. Eimskip tók sig þá til og lækkaði flutnings- gjöldin svo að nú borgar sig frek-. ar að flytja bilana beint frá Ameríku til íslands. Jöfur h f. hóf fyrir stuttu innflutning nýrrar bifreiða- tegundar, Alfa Romeo frá Ítalíu. Hefur fjöldi manns sýnt áhuga á kaupum þeirra bifreiða sem kosta frá tæpum tveim til rúmra. þriggja milljóna. Jöfur hf. lánar 10 til 15% af kaupverði bílanna til 6 mánaða en þeir verða að öðru leyti að greiðast við afhendingu. Svo að þrátt fyrir yfirvinnu- bann og aðra óáran sem herjar á landsins lýð virðist það ekki draga úr sölu bifreiða, dýrra bif- reiða, bæði nýrra og notaðra. Bll. „Við'erum búnir að selja yfir 200 bíla á þessu ári en seldum 250 bíla allt árið í fyrra. Næstu daga eigum við svo von á 50 bflum og á næstu vikum öðrum 60 til landsins," var okkur tjáð í bif- reiðadeild SlS, söludeild nýrra bíla. Bifreiðarnar sem mest er selt af hjá SÍS, Chevrolet Nova, kosta um þrjár milljónir stykkið. Hjá bílasölunni Bílamarkaðn- um fengum við þær upplýsingar að þar hefði verið fremur jöfn sala það sem af er árinu, mikil gróska og ykist salan er kemur fram á vorið. Salan í amerískum bilum er mikil og einS japönskum, þó eru japönsku bílarnir ekki alveg jafnmiklir tizkubilar og þeir voru fyrir nokkrum árum. Vökull hf. flytur inn bíla frá Bandaríkjunum og Frakklandi, Dodge, Plymouth og Simca. Frá áramótum hafa þeir selt um 100 franska bíla og 50 ameríska. Verðið á amerísku bílunum er um þrjár milljónir og greiðist að mestu út í hönd. Það sem helzt háir Vökli er að fá flutta bíla til landsins, skipaferðir eru of Verzlunarstörf Starfsmaður óskast nú þegar í verzlun okkar að Háteigsvegi 7. Framtíðarstarf. Nánari uppl. á skrif- stofunni. H/F Ofnasmiðjan. Óskum að ráða sem fyrst starfskraft til afgreiðslustarfa í rafdeild. Vinnutími 1-6 daglega 5 daga vikunnar. Uppl. gefnar á skrifstofunni. J.L. húsið Jón Loftsson h/f. Tónlistarfólk Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu vantar 2 tónlistarkennara næstkom- andi haust. Nánari uppl. veita Jónas Tryggvason Blönduósi, sími 95-4180, pg Jón Sigurðsson, sími 41404. M. R. stúdentar ’57 munið fagnaðinn að Hótel Sögu í Átthagasal kl. 19. Aðgöngumiðar seldir á staðnum mánudag og þriðju- dag milli kl. 17 og 19. Nefndin. HRAÐBATUR TIL SÖLU!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.