Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1977. 2 Upp og niður með prestana ALLIR sem búa í fjölbýlis■ húsum kannast við þetta VANDAMÁL. •■■■ Emil K. Thorarensen og Guðni Þór Elísson Eskifirði skrifa: Þaö er kunnara en frá þurfi að segja að hinn geigvænlegi fjöldi presta og allt sem þeim tilheyrir er mikill útgjaldaliður fyrir þjóðt'élagið. Hvernig væri að draga úr ásókninni á ríkis: spenann með því að höggva m.vndarlegt skarð í prestastétt- ina og stöðva frekari kirkju- byggingar? Það eru þegar allt of margar kirkjur á Islandi og sætanýting léleg, nema á einstaka stórhátíðisdegi (jól, páskar og fermingar). Að okkar áliti er nægilegt að hafa ca 12 presta starfandi á landinu fyrir utan biskup. Nú kann kannski einhver að spyrja: Hvernig er þetta fram- kvæmanlegt? T.d. svona: í Reykjavik þvrfti um 3 presta til V—_ að jarða. Myndu þeir starfa 8-10 stundir á dag eftir þörfum (það er ekkert. meira þótt þeir vinni allan daginn fremur en hinn almenni borgari). 1 sæi um fermingar. Annár héldi messur á helgidögum úti i guðsgrænni náttúrunni (t.d. Laugardal) eða minni í hentugu húsnæði (t.a.m. Laugardalshöll eða Hall- grímskirkju). Gæti sá hinn santi haft með höndum giftingar og skírnir á virkum dögum. Ca 1 prestur veitti sálu- hjálp. 1 landshlutunum yrði skiptingin annars þessi: Suður- land hefði 2 presta, Austurland 1, Norðurland 2 og Vesturland 1. Allir hefóu þeir góðar og litlar þyrlur til afnota. Fyrir hina trúuðu yrði þessi komu- máti guðsmannanna til hinna mörgu staða hinn táknrænasti í alla staði. Og að sjálfsögðú A vígðust engir til prests nema hafa þyrlupróf. Starf biskups yrði aðallega fóigið í að veita forstöðu sér- stakri stjórnstöð (sbr. Pétur Sigurðsson hjá Landhelgisgæsl- unni), þar tæki starfsfólk við pöntunum um öll prestsverk. Væri æskilegt að fólk pantaði tíma með hæfilegum fyrirvara. Pantanirnar yrðu svo settar í tölvu sem skipulegði starf hvers prests. Stjórnstöð biskups útvarpaði messum og ritningarorðum. Þeir sem hafa áhuga á að hlusta en eiga þess ekki kost geta keypt kassettur og plötur með fjölbreytilegu ef'ni. Biskup ætti líka að brýna rækilega fyrir kand theolum að gleyma ekki að fara með faðir vorið við guðsþjónustur eins og átti sér stað hér nýlega., Um stöðuveitingar skyldi sá háttur hafður á að biskup’ skipaði i samráði við kirkju- málaráðherra í þessi eftir- sóknarverðu embætti. Féllu því prestskosningar niður (flestum til góðs). Allir vita hve slíkar kosningar valda oft á tíðum miklu fjaðrafoki og koma á kreik alls kyns kjaftasögum um umsækjendur og stuðnings- menn þeirra, sbr. nýafstaðnar prestskosningar í Eskifjarðar- prestakalli. Tilgangurinn með þessari stuttu grein er ekki sá að vega persónulega að þeim mörgum mætum mönnum, sem prests- embætti gogna, heldur vekja Bréfritarar teija nóg að 3 prestar séu i Reykjavík. Það skal tekið fram, til að forðast misskilning, að sá á myndinni er ekki prestur heldur er hann hér í gervi sálusorgara. fólk til umhugsunar um hið orðin í okkar þjóðfélagi mikla bákn sem kirkjan er Slagorðið er „Báknið burt“. Margir hugsa stíft um Kröflu þessa dagana og reynir það að sjálfsögðu mjög á „toppstykkið". DB-mynd R.Th. Vandinn erleysturmeð sjálfvirkrisorptunnufærslu! STÁLTÆKIsf. sími27510 „MEÐ NJALGIRASSINUM” Kristján Hreinsmögur skáld skrifar: Kæri góðborgari, háttvirtur alþingismaður og nefndarfor- niaður, Jón G. Sólnes. Með stuðningi við svívirðingar i þinn garð, sem ég efast ekki um að eigi við rök aðBtyðjast og þó svo að þú getir svarað fyrir þig með skítkasti, reynandi að slá öllum þínum vandamálum upp 1 kæruleysi, bið ég þig um skýringu á hegðun þinni i grein er birtist í Dagblaðinu miðviku- daginn áttunda júní sl. þar sem þú heimtar rökstuðning á „róg- burði“, sem þú með því að láta slíkt frá penna þínum fara vilt meina að hægt sé að rökstyðja. Þvílíkt og annað eins fimbul- famb og óhóflega fáráðlegt drullusokksháttalag átti ég ekki von á að sjá á prenti, hvorki frá alþingismanni, sem gegnir svokallaðri ábyrgðar- stöðu.eða öðrum af dónalegustu drullusokkum mannlífs. Það eru allar skammir skemmdar þó skrambi sé ég stríðinn. þvi aðalkappi Kröflunefndar kastar skít í lýðinn. Með blíðan tón í broddi fylk- ingar orða minna krefst ég fyrir mína hönd og annarra ungmenna, sem að þinu mati eru með „njálg í rassinum”, svara við eftirfarandi fyrir- spurnum: 1. Er það háttsettum mönnum sæmandi að staðfesta orð fjöldans (Vilmundar) og heimta svo nokkru siðar rök- stuðning á þeim orðum, láta siðan fylgja i kjölfar heimtu- frekjunnar órökstuddar yfir- lýsingar í söguformi urn það að Vilmundur sé óvær, hvump- inn fýlupoki með njálg í rass- inum? 2. Er það að þínu mati rétt að sóa fjármagni í leigu á bílum þegar ríkið gæti þess í stað hagnast á því að kaupa bíla undir rassgötin á þessum eftir- litsverkfræðingum, sem þó hefði að öllum líkindum einnig mátt sleppa? 3. Þvilík og önnur eins Della á ekki heima í þjóðfélagi verka- mannsins sem kýs að láta auðvaldið stjórna, eða hvað finnst þér? 4. Er það nokkuð annað en eiginhagsmunahyggja hjá þér að biðja um sterkan bjór í landið? 5. Eða átti það að verða greiði til kjósenda, eftir hrapalleg mistök Kröflunefndar (Dellu- nefndar)? Sem þjáður og fýlupokalegur rökstuðningsbeiðandi bið ég þig í góðvild að svara þessum fimm spurningum. Vertu óhræddur að níða mig, ef þér segir svo hugur að þess þurfi. Og ef þú, háttvirtur alþingis- maður, svarar EKKI með bestu samvisku og meðfylgjandi rök- stuðningi yrði það óforbetran- lega hjákátlegt af þinni hálfu. Það eru allar skammir skemmdar þó skrambi sé ég striðinn, því aðalkappi Kröflunefndar kastar skit í lýðinn. Þvi á grófan hátt ég geri skil í gamansömum kafla að ekki er til neitt apaspil eins ofboðslegt og Krafla.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.