Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 13. JUNt 1977 15 1 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Island verðskuldaði sigur en við náðum okkur ekki á strik — sagði Danny Blanchf lower, f ramkvæmdast jóri írska landsliðsins I — ísland verðskuldaði sigur, um það var engum blöðum að fletta en við spiluðum ekki vel og því getum við engum nema sjálf- um okkur um kennt hvernig fór, sagði Danny Blanchflower, fram- kvæmdastjóri n-írska landsliðs- ins, eftir ósigur N-íra, 0-1, í Reykjavík. Ösigur sem þýðir í raun að N-írar eru nú í neðsta sæti 4. riðils með aðeins eitt stig. — Osigurinn í Reykjavík þýðir að draumurinn um farseðil til Argentínu er úr sögunni, já mikið áfall, hélt Blanchflower áfram. Við biðum ósigur vegna þess að við nýttum ekki þau tækifæri er buðust. Þetta hefur i raun verið mikið vandamál hjá okkur — einmitt að skora. Okkur vantar tilfinnanlega markaskorara — leikmenn sem skila knettinum í netið. Þið senduð knöttinn hins vegar í netið — og þar skildi á milli. Mér fannst islenzka liðið leika öðruvísi en í HM-leikjunum gegn Belgíu og Hollandi. Leikurinn gegn okkur þróaðist líka allt öðru- vísi. Þið fenguð á ykkur mark gegn Hollendingum og sóttuð stíft en tókst ekki að nýta tækifæri ykkar. Sama var uppi á teningn- um gegn Belgum og þeir sluppu með skrekkinn. Gegn okkur náðuð þið hins vegar að skora — okkar var síðan að sækja og jafna metin. Þið vörðust mjög vel — en því miður tókst okkur ekki að nýta þau tækifæri sem yfirburðir okkar úti á vellinum hefðu átt að færa okkur. Gengi okkar upp á síðkastið hefur ef til vill ekki verið sem skyldi. Við hlutum aðeins eitt stig í brezku meistarakeppninni. Vorum óheppnir að tapa fyrir Englendingum en vorum hins vegar sigraðir af Skotum og gerðum jafntefli gegn Wales, töpuðum stórt í V-Þýzkalandi, 0-5. Síðan voru það HM leikir okkar í Belgíu og Hollandi. Þar náðum við stigi meir en við áttum von á. Jafntefli gegn Hollendingum 2-2 en ósigur i Belgiu 0-2. En þessi ósigur okkar í Reykja- vík bindur i raun enda á vonir okkar. Okkur vantaði stjörnuleik- mann okkar — George Best. Ég veit hins vegar ekki hvort það hefði i raun skipt nokkru máli. Þegar Best var upp á sitt bezta þá var hann leikmaður í heimsklassa — en nú hefur aldurinn hins vegar færst yfir hann og hann er ekki eins fljótur. En það fer ekki á milli mála að Best hefði styrkt liðið. Okkur vantaði tilfinnanlega Þið áttuð sigurinn sannarlega skilið! — sagði Harry Cavan, varaforseti FIFA og formaður írska knattspyrnusamb. leikmann sem gat leikið á varnar- mann og síðan sent fyrir. Það hefði Best getað. Kantmenn okkar náðu sér aldrei á strik og Sammy Mellroy frá Manchester United var ólíkur sjálfum sér. En ég vil ekki taka neitt frá íslendingum og þjálfara íslenzka liðsins, Tony Knapp. Hann hefur enn sannað að hann er injög góður þjálfari og þessi sigur ykkar sannar að allt skipulag knattspyrnumála er í traustum höndum. Þið hafið átt velgengni að fagna og eigið nú sennilega bezta landslið ykkar frá upphafi. Við fengum að finna fyrir því, sagði Danny Blanchflower að íok- um. - h halls. Dann.v Blanchflower. ÞAÐ VAR YNDISLEGT AÐ SJA A EFTIR KNETTINUM í NETIÐ — sagði Ingi Bjöm Albertsson, sem skoraði eina mark leiksins — Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð íslenzkt landslið i knatt- spyrnu. Já, í raun fyrsta sinn sem ég hef komið tii íslands. Þið áttuð sigur sannarlega skilið og þrátt fyrir irskt blóð mitt vil ég óska ykkur til hamingju með sigurinn, sagði Harry Cavan, formaður n-írska knattspyrnusambandsins og varaforseti FIFA eftir sigur íslands gegn N-írum, 1-0 i Reykjavík á laugardag. — Möguleikar okkar nú eru nánast engir og sé litið raunhæf- um augum á stöðu okkar þá voru möguleikar okkar allan tímann óverulegir. Við erum lítið knatt- spyrnusamband rétt eins og þið — og févana. Okkur vantar til- finnanlega leikmenn og þá ekki síður skipulag allt frá leikmönn- um til formanns þó ég segi sjálfur frá. — Við spiluðum illa hér í Reykjavík og náðum aldrei saman sem liðsheild, rétt eins og liðið hefði ekkert plan til að byggja á — enga taktík. Bezti leikmaður okkar, George Best, er nú i Ameríku og það bætti ekki fyrir okkur. Við sköpuðum okkur lítil tækifæri en þó fengum við tvö Góður tími JónsíáOO Jón Diðriksson, UMSB, náði sínum bezta tima í 800 m hlaupi á móti i Lindingö i Svíþjóó á föstu- dag. Hljóp á 1%52.5 min. Gunnar Páll Jóakimsson hljóp á 1:56.0 mín. í 800 m hlaupi kvenna hljóp Lilja Guðmundsdóttir á 2:09.2 mín. Hún var að hjálpa Helenu Helgesen, sem er í sama félagi að komast í sænska landsliðið og hélt uppi hraða í hlaupinu. Helena sigraði á 2:08.5 min. Beztu afrek íslendinga i 800 m hlaupi eru nú: 1:50.1 Þorsteinn Þorsteinsson, KR (1967). 1:50.5 Svavar Markússon, KR (1958). 1:50.9 Halldor Guðbjornsson, KR (1973). 1:52.0 Þorir Þorsteinsson, Á (1958). 1:52.0 Guöm. Þorsteinsson, ÍBA (1960). 1:52.5 Jón Diöriksson, UMSB (1977). 1:53.5 Águst Asgeirsson, ÍR (1975). 1:53.9 Gunnar P. Jóakimsson. ÍR (1977). 1:54.0 úskar Jonsson, ÍR (1948). góð tækifæri. Ef við teljum hins vegar í tækifærum þá áttuð þið mun fleiri. Já, islenzka liðið kom mér á óvart með leikgleði og bar- áttu. Á þessum þáttum báruð þið sigur, sagði Harry Cavan, for- maður knattspyrnusambands N- írlands og varaforseti FIFA, að lokum. - h halls. Það var ánægjuiegt að koma inn í landsliðið aftur. Ég hef ekki leikið með iandsliðinu frá '71 utan leiksins gegn Luxemburg í fyrra. Já, ánægjulegt var að koma aftur inn í landsliðið — og yndis- legt var að sjá á eftir knettinum í netið, já, hreint yndislegt, sagði Ingi Björn Albertsson, marka- kóngur Islandsmótsins í fyrra með Val. Ingi Björn skoraði eina mark íslands — sigurmark Ís- lands á laugardag. — Vörn N-lra var nokkuð óörugg í leiknum gegn okkur og það gerði hlutina auðveldari. í raun hefði ég átt að skora fleiri mörk. Þannig komst ég einn inn fyrir i lok fyrri hálfleiks en missti knöttinn of langt frá mér. Grasið var blautt og rennslið á knettin- Sveinn Sigurbergsson GK sigraði í Smirnoffkeppninni opnu sem fram fór í Leirunni um helg- ina. Sveinn lék á 151 höggi. Annar varð Þórhaliur Hólmgeirs- son GS á 154 höggum. Í þriðja sæti urðu þeir jafnir Óskar Sæmundsson GR og Þorbjörn Kjærbo á 155 höggum en Óskar vann bráðabana. Nánar verður sagt frá úrslitum mótsins á morgun rl. um meira, þess vegna hef ég sjálf- sagt misst knöttinn of langt frá mér. Það er ekkert spursmál, við erum með mjög gott lið nú og við áttum mun fleiri tækifæri en Irarnir. Ég er alveg viss um að við eigum góða möguleika í útileikj- um okkar — samheldni okkar er mesti styrkur liðsins. Það er allt annað að leika með landsliðinu en í 1. deild. Það er mun meiri yfirvegun með lands- liðinu. Já, það er ekkert spursmál að við erum með gott landslið. Aðeins spurning hvort við náum góðum leik hverju sinni, þá eigum við möguleika gegn sterk- um liðum. - h halls. N-IRAR EKKIMEÐ NEITT KLASSALIÐ — sagði Ásgeir Sigurvinsson eftir sigurinn geg N-írum Við sigruðuin tra án þess að sýna toppleik og það eitt út af fyrir sig er vissulega ánægjulegt, sagði Ásgeir Sigurvinsson eftir landsleikinn gegn N-írum. Hins vegar eru írar alls ekki með klassaliö. Ég hef séð þá leika gegn heimsmeisturum V- Þýzkaiands, Belgíu og Hollandi. Þeir voru mjög góðir gegn Hollandi og náðu þá jafntefli 2-2. Hins vegar voru þeir auðveldlega sigraðir af Belgum og V- Þjóðverjum. Það er ákaflega erfitt að koma’ svona heim í landsleiki með íslandi. Landsliðið leikur allt annan bolta en ég á að venjast í Belgíu með Standard Liege. En sigurinn var ánægjulegur og sannar að ísland getur skákað mjög góðum knattspyrnuþjóðum. Útileikir okkar verða áreiðan- lega mjög erfiðir en þessi fyrsti HM-sigur okkar gefur okkur byr undir báða vængi. - h halls. Nýjasta nýtt! og aðeins í J.L húsinu. Thorex - pakkaraöhúsgögn. Húsgögn, sem hver maður getur raðað aö eigin vild og flutt og breytt eftir þörfum. Thorex-pakkaraöhúsgögn, hönnuð af Sigurði Karlssyni. Sófi, stólar, hiliur, bord, bekkir, skrifborð, skápar, hjónarúm. Fást lökkuð eða ólituð, þér getið ráðið litnum sjálf. Ódýrt- einfalt- fyrir unglinga á öllum aldri. Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.