Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JUNÍ 1977. Útvarp Sjónvarp )] Sjónvarp íkvöld kl. 21,15: Sannleikurinn kemur öllum á óvart Rithöfundarnir þrír eru býsna íhugulir á svipinn þar sem þeir velta nýkomnum gestum knæpunnar fyrir sér. „Siegfried Lenz er einn vinsæl- asti og bezti rithöfundur eftir- stríðsáranna í Vestur-Þýzkalandi. Ekki er mér kunnugt um hvort eitthvað af verkum hans hefur verið þýtt á islenzku," sagði Guðbrandur Gíslason sem þýðir þýzkt sjðnvarpsleikrit sem byggt er á sögu eftir Siegfried Lenz. Leikritið nefnist Ævintýrið og er á dagskránni í kvöld kl. 21.15. Höfundur handrits og leikstjóri er Gerd Kairat og aðalhlutverkin leika Gerd Baltus, Hubert Suschka og Christoph Banzer. „1 myndinni segir frá því að þrír rithöfundar sitja inni á bjór- krá og spjalla saman. Þá taka þeir eftir manni og konu sem koma þangað inn. Hver um sig býr til sögu um þetta fólk og hvernig stendur á því að það kemur á knæpuna. Þeir velta einnig fyrir sér hvernig sambandi þessa fólks' er varið, hvort það sé gift eða hver sé skyldleiki þess. Rithöfundarnir segja hver öðrum frá hugmyndum sínum og er þremur þáttunum skotið inn í myndina. í lok myndarinnar ákveða rit- höfundarnir að komast að því sanna um fólkið og hvað hafi orðið til þess að það kom saman á knæpuna. Þá kemur sannleikur- inn í ljós og er hann nokkur óvæntur. Það er svolítið heimspekilegt ívaf hjá rithöfundunum þar sem þeir eru að reyna að gera sér grein fyrir hvernig hægt sé að endurspegla raunveruleikann og hvort sannleikanum sé betur þjónað með því að nota ímyndunaraflið eða styðjast eingöngu við staðreyndir. Myndin fer dálitið þunglama-, lega af stað, rithöfundarnir ræða fagmál sfn í milli, en síðar verður myndin bara spennandi. Áhorf- andinn bíður eftir að komast að hinu sanna og hvað gerðist raun- verulega í lífi þessa fólks og hvert samband þess sé,“ sagði Guð- brandur Gíslason. Sýningartími myndarinnar er fimmtíu og fimm mínútur. A.Bj. 17.30 Sagan: „ Þegar Coriander strandaAi" eftir Eilis Dillon. Ragnar Þorsteinsson þýddi. Baldvin Halldórsson leikari les (13). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaaukar. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mél. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Jóhann Þórir Jónsson ritstjóri talar. 20.00 Ménudagslögin. 20.30 „Á ég aA gseta bróAur mínsl" Björn Þ. Guðmundsson borgardómari og Ingi Karl Jóhannesson kynna starfs- aðferðir samtakanna Amnesty Inter- national. 21.00 Ryszard Bakst leikur é píanó póló- nesur eftir Chopin (frá útvarpinu I Varsjá). 21.30 Útvarpssagan: „Undir Ijásins egg" eftir GuAmund Halldórsson. Halla Guðmundsdóttir leikkona byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðarþáttur: Við- gerö og nýsmíöi á búvólaverkstœöi. Gísli Kristjánsson talar við starfs- menn verkstæðis Kaupfélags Arnes- inga á Selfossi. 22.35 Fré útvarpinu í Berlin: Lokatónleikar verölaunahafa í Karajan-keppninni 1976. Unglingahljómsveit Fíl- harmoníusveitarinnar f Berlin leikur Sinfóníu nr. 1 í D-dúr eftir Gustav Mahler; Ghristof Prick stjórnar. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur . jum 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbasn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00: Ingibjörg Þorgeirs- dóttir les fyrri hluta frásögu sinnar um kúasmalann. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Morgunpooo kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Leonid Kogan og Elisabeth Gilels leika Sónötu nr. 1 I C-dúr op. 3 nr. 1 fyrir tvær fiðlur eftir Leclair / Kammerhljómsveitin I Moskvu leikur Konsert 1 d-moll fyrir strengjasveit eftir Vivaldi Rudolf Barchai stjórnar/ Johannes-Ernst Köhler og Gewand- haus hljómsveitin í Leipzig leika Konsert I g-moll op. 4 nr. 1 fyrir orgel og hljómsveit eftir Hándel; Kurt Thomas stjórnar / Hátíðarhljómsveit- in í Bath leikur Illjómsveitarsvltu nr. 2 i h-moll eftir Bach; Yuhudi Menuhin stjórh :. 12.00 Dagskráin. Túnleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Voðurfregnir og fréttir. Tilkynn- íngar. Viðvinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Elenóra drottning" eftir Norah Lofts. Kolbrún Friðþjófs- dóttir byrjar að lesa þýðingu sína. 15.00 Miödegistónleikar. Nicola Moscona, Columbusar drengjakórinn, Robert Shaw kórinn og N.B.C. sinfóníu- hljómsveitin flytja upphafsþátt óper- unnar „Mefistófelesar" eftir Boito; Arturo Toscanini stjórnar. Hljóm- , sveit franska útvarpsins leikur Sinfóníu í Es-dúr op. 2 nr. 1 eftir Saint-Saens; Jean Martinon stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Sagan: „Þegar Coriander strandaöi" eftir Eilis Dillon. Baldvin Halldórsson leikari les (14). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Frottaauki. Tilkynningar. 19.35 Almenningur og tölván. Fjórða og siðasta erindi eftir Mogens Boman i þýðingu Hólmfríöar Arnadótlur. Haraldur Ólafsson lektor les. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverris- son kynnir. 21.00 íþróttir. Hermann Guunarsson sér um þáttinn. 21.15 Lífsgildi-; fyrsti þattur. Uin aðal- flokka gildismats og álirif |>ess á við- horf fólks og skyniun. Umsjún. Geir Vilh jálmsson válfrjcðingur 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Vor í verum" eftir Jón Rafnsson. Stefán ögmundsson les (23). 22.40 Harmonikulög. Jo Privat og félagar leika. 23.00 Á hljóAbergi. Undir gálganum, enskur skemmtiþáttur. Flytjendur: Roger McGough, John Gorman og Michel McGear. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. H ^ Sjónvarp í Mánudagur 13. júní 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskré. 20.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.15 ÆvintýriA. Þýskt sjónvarpsleikrit. byggt á sögu eftir Siegfried Lenz. Höf- undur handrits og leikstjóri Gerd Kairat. Aðalhlutverk Gerd Baltus. Hu- bert Suschka og Christoph Banzer. Þrír rithöfundar hittast á veitinga* húsi. Þar eru ekki aðrir gestir en inaður og kona. sem eiga litils háttar orðaskipti. Rithöfundarnir reyna að geta sér til. hvernig sambandi manns- ins og konunnar sé háttað. Þýðandi Guðbrandur Gíslason. 22.10 Þegar lífiö er háö vól. Diinsk fræðslum.vlid um daglegt lif fólks. sem verður að nota gervinýra. I Danmörku eru um 300 sjúklingar. sem nota gervi- nýru. og |>ar er alvanaLegt. að þeir liafi þessi t:eki heima hjá sér en þurfi ekki að dvelja langdvölum á sjúkrahúsum. Þýðjmdi Jón (). Kdwald. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 22.35 Dagskrarlok. Lausarstööur Tvær kennarastöður við Menntaskólann á lsafirði eru lausar til umsóknar. Um er að ræða stöðu íþróttakennara og stöðu dönskukennara. Gert er ráði fyrir að dönskukennarinn sinni að hluta bókasafnsstörfum við skólann Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 1. júlí n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 7. júní 1977. Lausstaða Staða bókavarðar I Háskólabókasafni er laus til umsóknar. Laun samkv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafá borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 7. júll nk. Menntamálaráðuneytið 7. júni 1977. Kynnizt eigin landi Við bjöðum upp á 13 daga sumarleyfisferðir um Öræfí—Kverkfjöll—Mývatn — Sprengisand— Landmannalaugar—Eldgjá Kunnugur bifreiðarstjóri og leiðsögumaður. Fæði framreitt úr eldhúsbfl. Þægileg og skemmtileg ferð. BR0TTFÖR: 26. júní, 10. júlí, 24. júli, 7. ágúst. Sérstakt kynningarverð: Kr. 65.000.- Fæði, tjaldgisting og leiðsögn innifalin. Allarnánari upplýsingar veitir Ferðaskrifstofa Guðmundar Jönassonar hf. Borgartúni 34, Reykjavík Símar 35215,31388,35870

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.