Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 13.06.1977, Blaðsíða 10
10 Útgofandi Dagblaðið hf. Framkvnmdastjóri: Svainn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristiánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Raykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Atli Stainarsson. Safn: Jón Saavar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Biaðamenn: Anna Bjarnason, Asgair Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stafónsdóttir, Gissui Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrin Pólsdóttir, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir: Bjamlaifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjólmsson, Svainn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þróinn Þorieifsson. Draifingarstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgraiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þvaifiolti 11. Aðalsimi blaðsins 27022 (10 Ifnur). Áskrift 1300 kr. ó mónuði innanlands. i lausasölu 70 kr. aintakið. I Satning og umbrot: Dagblaðið og Staindórsprant hf. Ármúla 5. Mynda og plötugerö: Hilmirhf. Sfðumúla 12. Prantun: Árvakur hf. Skaifunni 19. Gróðinn Ársuppgjör ýmissa fyrirtækja, /Jj sem hafa verið birt síðustu vikur, sýna að mikill gróði hefur safnazt. Þetta er frábrugðið því sem var árin á undan, þegar víða var tap. Nú er talsverður hagnaður til staðar, sem þær kauphækkanir, sem nú er að stefnt í kjarasamningunum og verða sennilega innan við tuttugu þúsund krónur í hækkun þegar í stað, ættu ekki að eyða. Rekstrarhagnaður Flugleiða varð til dæmis um 462 milljónir, eftir að fullt tillit hafði verið tekið til afskrifta og fjármagnskostnaðar. Nokkrum dögum seinna var upplýst á aðal- fundi Eimskipafélagsins, að hagnaður þess hefði orðið rúmlega 63 milljónir en árið áður nam tapið 17 milljónum. Afskriftir af eignum Eimskipafélagsins, sem búið var að taka tillit til, námu á síðasta ári 704 milljónum. Saman- lagður hagnaður þessara tveggja lykilfyrir- tækja nam því 525 milljónum. Nú skipti sköpum hjá álfélaginu. Hagnaður af rekstri álversins varð 9,4 milljónir, eftir að rúmlega 271 milljónhafði verið greidd í fram- leiðslugjald. Árið áður hafði verið 984 milljóna halli á rekstrinum. Athyglisverð breyting á stöðunni varð hjá einu stórfyrirtækinu enn, Álafossi. Fjárhagslega varð þetta bezta ár hjá því fyrirtæki, síðan skipulagsbreytingar voru gerðar árið 1968. Hreinn hagnaður varð 54 milljónir, eftir að reiknað hafði verið með afskriftum. Hagnaðurinn meira en tvöfaldaðist frá árinu áður. Bankarnir hafa að undanförnu birt ársupp- gjör sín, sem sýna mörg hundruð milljóna hagnað. Veltan hjá KRON varð 1,3 milljarðar og jókst um þrjátíu af hundraði. Hagnaðurinn varð tæpar sex milljónir að loknum afskriftum. Sam- vinnutryggingar skiluðu um 82 milljónum í hagnað. Stjórnendur Slippstöðvarinnar á Akur- eyri komust að þeirri niðurstöðu, að reksturinn hefði borið sig svo miklu betur en árið áður, að þar munaði 64 milljónum. Hreinn hagnaður Slippstöðvarinnar nam 7,8 milljónum. Þannig mætti lengi rekja dæmi, sem sýna miklu betri afkomu fyrirtækja á síðasta ári en árið á undan. í þeim fáu fyrirtækjum, sem hér hafa verið nefnd, hefur hagnaðurinn verið langt yfir milljarð. Jafnframt berast fréttir um stórhækkað verð á útflutningsvörum okkar á Bandaríkjamark- aði. Menn óttast hins vegar, að verðbólga í kjöl- far kjarasamninga kunni að breyta afkomu fyrirtækja að nýju til hins verra. Það er hagur jafnt launþega sem atvinnurekenda, að fyrir- tækin í landinu beri sig þokkalega. En þær háu tölur, sem hér hafa verið nefndar, sýna, hversu fáránlegt og háskalegt það væri, ef samningamennirnir á Hótel Loft- leiðum keyrðu kjaradeiluna út í langvarandi verkföll út af einhverjum þúsundkalli eða svo í kauphækkunum. Þessi þúsundkall skiptir ekki sköpum hvorki fyrir afkomu verkafólks né fyrirtækin. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JUNl 1977. Sömuleiðis er hægt að færa fólki góðar fréttir, sé HDL-magnið nóg. Athæfi fjöldamorðingja kannað helmingi meira en í fólki yfir- leiu. Svipaðar mðurstöður hafa fengizt hjá vísindamönnum sem fylgdust með völdum hópi fólks í Svíþjóð og á Hawaiieyj- um. Hœgt er að gefa fólki róðleggingar fyrr en óður Af þessu leiðir að fólki með mikla blóðfitu þarf ekki endi- lega að vera hætt við hjarta- slagi — ef fitan inniheldur nægilega mikið af HDL. Þessi vitneskja þykir bændum ef- laust góð því að mjólk og smjör eru þá ekki lengur á bannlist- anum sem hjartasjúklingar verða að forðast er þeir velja sér fæðutegundir. Vísindamenn eru enn að vinna úr vitneskjunni sem fékkst í Framingham. Þeir leggja áherzlu á að nú sé þó hægt að vara sjúklinga við í tima sé mikið af LDL f blóðfitu þeirra. Einnig sé hægt að flytja góðar fréttir sé nóg af HDL f fitunni. Margn spurningunni er þó enn ósvarað og leyni- lögregluliðið, sem minnzt var á í upphafi, á miklu verki enn ólokið í Framingham. Röngu matarœði er oft um að kenna Mikilvægt efni, sem veitir fólki mótstöðuafl gegn hjarta- áfalli, er það sem læknar kalla HDL og er ákaflega þétt fitu- tegund í blóðinu. Það sem meira er — allir hafa mikið magn af HDL er þeir fæðast. Talið er fullsannað að um helm- ingur blóðfitu nýfæddra barna sé HDL, þannig að móðir nátt- úra gerir sitt bezta til að vernda fólk gegn hjartaslagi. Því miður fer þetta efni ört minnk- andi eftir því sem við eldumst, aðallega vegna rangs matar- æðis. En fita kemur í fitu stað. I stað þéttu HDL-fitunnar kemur önnur lausari í sér. Á lækna- máli nefnist hún LDL og hún er sökudólgurinn. „I átta ár gerðum við rann- sóknir á hópi karla og kvenna,“ segir dr. William P. Castelli, yfirmaður rannsóknarstofunn- ar i Framingham. ,,t upphafi Hjartaaðgerð í Framingham. Þetta er siðasta úrræðið þegar matar- kúrar duga ekki. Siðastliðin átta ár hefur óvenjulegt lið leynilögreglu- manna verið að störfum í smá- bænum Framingham í Banda- ríkjunum. Þeir eru að rekja slóð morðingja sem velur sér helzt ekki yngri fórnarlömb en fertug. Morðingi þessi hefur á samvizkunni að stytta um það bil einni milljón manna aldur árlega, — í Bandaríkjunum einum. Morðinginn heitir ... hjartaslag. Framingham-liðið kannar hvernig morðingi þessi velur sér fórnarlömb. Sumum virðist hjartaslagið ekki líta við en aðrir eru í stöðugri hættu. Þessu vilja læknar fá afdráttar- laus svör við. voru allir alheilbrigði>' en í lokin fengum við 142 hjartatu- felli. Við könnuðum blóðfituna og fengum þá niðurstöðu að sjö- tíu af sjötíu og níu körlum með hjartaslag og tveir þriðju þeirra 63ja kvenna, sem kenndu sér meins, höfðu lítið magn af HDL í sér.“ Til samanburðar fylgdust vís- indamenn með nokkrum fjöl- skyldum 1 Cincinnatti í Banda- ríkjunum. Þær voru valdar með hliðsjón af þvi að hjartaáfall var óþekkt fyrirbæri meðal þeirra. Sú könnun sýndi að í blóðfitunni var óvenjumikið magn af HDI, — um það bil Tilraunadýrin eru fólk Tilraunadýrin við þessa rannsókn eru sjálfir íbúar Framingham — bæði konur og karlar. Vísindamenn fylgjast með mataræði þeirra, lífshátt- um og af hvaða kvillum þeir veikjast. Síðan eru niðurstöð- urnar bornar saman við sam- bærilega rannsóknahópa i Evrópu og Asíu. Fljótlega eftir að Framing- ham-rannsóknirnar hófust tóku böndin að berast að fitumagni blóðsins sem hugsanlegri orsök hjartaáfalls. Sönnunargögnin bentu hins vegar til hins gagn- stæða. Nú er það almennt viðurkennt að margt fleira en blóðfita komi til þegar maður fær hjartaslag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.