Dagblaðið - 26.07.1977, Síða 10
1«
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. jULl 1977.
——————V
BIADIÐ
frýálst. úháð dagblað
Utgofandi Dagblaöiö hf.
Framkvaamdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fréttestiori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjornar:
Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfrottastjori: Atli Steinarsson. Safn: Jón
Ssavar Beidvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
Bleflemonn- Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur
Sigurflsaon, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín
Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár.
Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson.
Skrifmtofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M.
HaBdórsson.
Ritstjóm SíÖumula 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskríftir, auglysingar og skrifstofur Þverholti 11.
AAalsimi blaAsins 27022 (10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuAi innanlands. í lausasölu 70 kr.
eíntékifl.
Setmngog umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf. Ármúla 5.
Myndaog plötugerA: Hilmir hf. SíAumúla 12. Prqptun: Árvakur hf. Skeifunni 19.
Dráttardýrin okkar
Dráttardýr hvers þjóðfélags eru
mennirnir með snilligáfuna.
Hugsanir þeirra lyfta umhverfi
þeirra efnislega og andlega.
Sumir eru í listum og bókmennt-
um. Aðrir gera lífsbaráttuna auð-
veldari hjá heilum þjóðum eða
jafnvel mannkyninu öllu. Þeir finna nýja
tækni, nýjar vinnuaðferðir.
Hér er ekki átt við vísindamenn holt og bolt.
Flestir þeirra eru lítið annað en langskóla-
gengnir skriffinnar, sem hafa tileinkað sér
hefðbundnar vinnuaðferðir á flóknum sviðum.
Hér er hins vegar átt við uppfinningamennina,
sem hafna hefðbundnum hugsunarhætti og
ryðjast inn á áður ókunn svið.
Allt mannkyn lifði enn í frumstæðri eymd,
barnadauða og hungri, við þrotlaust strit og
litlar ævilíkur, ef ekki hefðu allar aldir verið til
menn með meiri eða minni snilligáfu. Öll efna-
hagsþróun hefur byggzt á snilligáfu uppfinn-
ingamanna í vísindum, tækni, samgöngum og
viðskiptum.
Karl Marx var úti að aka, þegar hann sagði,
að hendur almennings sköpuðu verðmætin.
Upprunalega er það snilligáfan, sem skapar
verðmætin. Stundum tekst uppfinningamönn-
unum að hafa hag af hugarleiftri sínu, unz
einkaleyfi þeirra renna út og verða eign
fjöldans. Á meðan eru þeir oft ranglega litnir
illu auga og kallaðir arðræningjar.
Hvar stæðum vid íslendingar með hendur
okkar, ef uppfinningamenn hefðu ekki fært
okkur fisksjár og önnur háþróuð tæki, víxla og
aðrar háþróaðar viðskiptaaðferðir, síma og
aðrar háþróaðar samgönguleiðir? Auðvitað
stæðum við með tvær hendur tómar, kannski
atvinnulausar.
Þannig hvílir hvert þjóðfélag á herðum
örfárra manna, sem hafa snilligáfu í meiri eða
minni mæli. Þessir menn eru örugglega innan
við 1% af mannfólkinu, en skipta þó meira máli
en hin 99%.
Sem betur fer þurfum við íslendingar ekki
að vera sjálfum okkur nógir í snilligáfu, sem
við kaupum í formi vöru og þjónustu. En
sumpart verðum við líka að lifa á innlendri
snilligáfu og hennar verdur of lítið vart.
Þjóðfélagi Islendinga er stjórnað af meðal-
mennum fyrir meðalmenn. I skólum landsins
er reynt að rækta skriffinna og sérfræðinga, er
geti síðar orðið opinberir starfsmenn. Þar er
áherzlan lögð á miðjuna, auk veikburða til-
rauna til að lyfta þeim upp, sem miður mega
sín. En ekkert er gert til að hlúa að fræjum
snilligáfu.
Sum börn koma inn í skólakerfið með gífur-
lega eðlisgreind í vegarnesti. Þar eru þau til að
byrja með látin sitja aðgerðarlaus 1 3—4 ár,
meðan hin læra að lesa, skrifa og reikna. Þau
dofna, færast nær miðjunni og missa fræ snilli-
gáfunnar. Þau falla inn í mót miðlungs íslend-
ingsins.
Samt þurfum við ekki fleiri miðlungsmenn,
heldur snillinga. Aðeins þeir réttlæta sjálf-
stæða tilvist íslendinga sem þjóðar. Án þeirra
er ísland aðeins óarðbær útkjálki fólks, sem
lifir á molum, er falla af nægtaborði umheims-
ins.
Úrhrök í jap-
önsku nútíma
þjóðfélagi
—sem hinn venjulegi borgari hef ur sem minnst
samskipti við vegna alda gamalla fordóma
Buraku-fólkið hefur ekki jafnt tækifæri og aðrir þjóðfélagsþegnar að fá vinnu. Þessi mynd er af
manneskju sem fékk sér blund á ráðningarskrifstofu meðan hún beið eftir einhverri iausn mála sinna.
Ung kona stóð fyrir nokkru
fyrir framan dómara i Kyoto í
Japan, ákærð fyrir morð. Hún
hafði myrt fyrrverandi unnusta
sinn, þegar hann sagði henni,
eftir sex ára vináttu, að hann
gæti ekki kvænzt henni. Fjöl-
skylda hans bannaði það.
Astæðan var fjölskylda hennar.
Hún bjó í hverfi sem kallað er
Buraku og fólkið er stundum
kallað fólkið í þorpinu. Unga
konan var komin af fjölskyldu
sem bjó í þessum borgarhluta
Kyoto. Hún er ein af 25 þúsund-
um sem eru utangarðs í
japönsku þjóðfélagi og hafa
verið það f um 500 ár. Buraku-
fólkið er alveg ómögulegt að
þekkja í sundur frá öðrum
Japönum, það er ekki hægt að
segja um það nema að vita hvar
það á heima. En af hverju er
þetta fólk úrhrak sem hihn
venjulegi borgari getur ekki
haft samskipti við og vill ekki
t.d. að börn sín giftist. Hvers
vegna fær þetta fólk ekki eins
góða vinnu og venjulegur borg-
ari?
Sjö menn fyrir einn
A nítjándu öldinni kom fyrir
dómstólana morðmál og þar
hafði Japani drepið mann af
Buraku fólkinu, eins og það er
kallað í Japan. Dómarinn lét
hafa það eftir sér þá að til þess
að hægt væri að refsa morðingj-
anum, sem var eins og áður
segir ,,venjulegur“ Japani, þá
þyrfti hann að minnsta kosti að
drepa sex Buraku-menn til við-
bótar. „Líf sjö „Buraku“-
manna er á við eins venjulegs
Japana," sagði dómarinn.
Nú er öldin önnur og dómar-
inn sem stúlkan stóð fyrir
framan og fékk dóm fyrir að
myrða unnusta sinn, af því að
hann vildi ekki kvænast hénni,
dæmdi hana í tveggja ára skil-
orðsbundið fangelsi. Hann lét
þau orð falla að meinið lægi í
gerð þjóðfélagsins og þess
vegna væri ekki hægt að dæma
stúikuna til þyngri refsingar.
Þetta var hugarfarinu hjá
borgarbúum og allri þjóðinni
að kenna.
Urðu til vegna siða-
reglna í Shintosið
Shinto er nafnið á trúar-
brögðum þeim sem voru í
Japan. Einnig var þar útbreidd
búddatrú. Þessi trúarbrögð
sögðu svo fyrir að það væri ekki
guði þóknanlegt að drepa,
hvorki dýr né menn. Einnig var
það ekki guði þóknanlegt að
fást við óhrein störf. En þessi
störf þurfti að sjálfsögðu að
vinna og það þurftu að vera til
t.d. slátrarar. Það fólk sem tók
sér þessi störf á hendur var
útskúfað í þjóðfélaginu, það
var alla vega litið mikið niður á
það og það talið óhreint í trúar-
legum skilningi. Buraku-fólkið
einangraðist vegna þessa I sér
hverfum. Þar var áður mjög
lélegt húsnæði, nánast algjört
fátækrahverfi með öllu sem
því fylgir. Nú hafa þessi hverfi
breytzt mikið, en fólkið er býr
ar og fjölskyldur þess
verfa ekki til annarra hverfa i
borginni. I þeim er byggt upp
nýtt húsnæði smám saman.
Yfirvöld í Japan hafa veitt fjár-
munum í að byggja upp. Frá
1969 hafa um tvær billjónir
dollara verið veittar til upp-
byggingar í þessu hverfi af
opinberu fé.
Samtök íbúa
Buraku-hverfanna
I aldir hefur þetta fólk þjáðst
í hljóði og tekið því að vera sett
skör lægra en aðrir þjóðfélags-
þegnar. Þar þekktist líka úr í
þá daga, vann öll sóðalegustu
störfin og bjó þess vegna í
verstu borgarhverfunum.
Fólkið einangraðist og það var
ómögulegt fyrir það að flytjast
upp í aðrar stéttir. Enn þann
dag i dag eru dæmi um að fjöl-
skyldur banni börnum sfnum
að giftast fólki sem býr í
Buraku-hverfunum, eins og
dæmið sýnir um stúlkuna sem
myrti unnusta sinn vegna þess
að hann mátti ekki kvænast
henni.
Nú hafa tímarnir breytzt og
íbúar þessara hverfa víðs vegar
í borgum i Japan hafa myndað
með sér samtök. Þeir berjast
fyrir þeim sjálfsögðu mannrétt-
indum sem aðrir þjóðfélags-
þegnar fá. En hreyfingin á sér
erfitt uppdráttar, fólk vill
nefnilega ekki vera minnt á það
hvaðan það er upprunnið og því
síður að auglýsa það hvaðan
það er ættað. Það skammast sín
fyrir uppruna sinn og forfeður
sem unnu öll óhreinlegustu
störfin í þjóðfélaginu og brutu
einnig þau bönn sem trúar-
brögðin sögðu til um að haldin
skyldu.
Talið er að um þrjár millj-
ónir manna af þessum uppruna
búi víðs vegar um Japan. Þetta
fólk hefur orðið að líða mikið
fyrir uppruna sinn og meðal
annars hefur það ekki setið við
sama borð og aðrir þegnar hvað
varðar möguleika til að fá góða
vinnu. í borginni Kyoto hafa
verið sérstök hverfi þessa fólks
í um það bil 500 ár. Margar
fjölskyldur reyna að komast úr
þessu hverfi og flytja í önnur
hverfi. Þær hafa margar fengið
inni í öðrum fátækrahverfum
en þær velja það ef til vill
fremur þó aðstaða þar sé jafn-
vel siðri, allt er vinnandi til
þess að þurfa ekki að vera með
Buraku-stimpilinn á sér og fjöl
skyldu sinni.
'S2&X
w.