Dagblaðið - 26.09.1977, Síða 4

Dagblaðið - 26.09.1977, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977. DC 8 þota nauölenti íKeflavík Hjólbaröar þotunnar sprungu bæði í flugtaki og lendingu Bandarísk DC 8 þota frá leiguflugfélaginu Capitol varð að nauðlenda á Keflavíkurflug- velli sl. laugardag þar sem tveir hjólbarðar sprungu í flugtaki og eyðilögðu jafnframt vökva- kerfið í hjólastellinu vinstra megin. Flugmenn Loftleiða- þotu sem lenti skömmu eftir flugtak bandarísku þotunnar sáu gúmmítætlur á flugbraut- inni og var þá haft samband við bandaríska flugstjórann sem ákvað þegar að snúa við en áður varð að létta vélina sem var fullhlaðin eldsneyti og því var flogið 100 mílur á haf út þar sem vélin losaði sig við elds- neyti. Vélin var fullsetin far-1 þegum sem voru 251 og 10 manna áhöfn. Þegar að lendingu kom voru hjólin handundin niður þar sem vökvakerfið var óvirkt og á vellinum var sjúkra- og slökkvi- lið til reiðu eins og alltaf í til- fellum sem slíkum. Þegar flug- stjórinn lenti beitti hann vél- inni meira hægra megin og auk þess læstust þau hjól í bremsu þannig að tveir hjólbarðar sprungu einnig hægra megin. Vélin var enda nokkuð þung þar sem enn voru 35 þús. pund af eldsneyti um borð sem flug- stjórinn vildi hafa til taks ef ólendandi reyndist í Keflavík. Þrátt fyrir það að fjórir hjól- barðarspryngju gekk lendingin vel og flugstjórinn stöðvaði vél- ina með hreyflunum. Þar sem barðarnir fóru algerlega a! felgunum var vélinni rennt út af flugbrautinni og út á ak- braut, svo felgurnar skemmdu ekki brautina. Ekki kom upp hræðsla meðal farþeganna sem lofuðu áhöfn- ina fyrir góða frammistöðu. Skemmdir urðu töluverðar á hjólabúnaði þotunnar og unnu flugvirkjar Flugleiða að við- gerð á honum en önnur Capitol þota kom með ný dekk í gær. Gert var ráð fyrir að vélin færi héðan seint í gærkvöldi eða í morgun. Farþegarnir dvöldust í góðu yfirlæti á Hótel Loftleið- um í gær. -JH. Farþegarnir héldu ró sinni um borð —spjallaðviðflugstjóra þotu Dagblaðið hitti Hennessey flugstjóra DC 8 þotunnar sem þurfti að nauðlenda á Keflavík- urflugvelli á laugardag að máli á Hótel Loftleiðum í gær. Hann sagði að flugtakið hefði verið alveg eðlilegt nema hvað tveir hjólbarðar sprungu en það gæti gerzt hvenær sem væri á flug- vél eins og á bíl. Ástæðu þess að barðarnir sprungu taldi hann galla í þeim. Hins vegar hefði það verið alvarlegra að vökva- kerfið fór úr sambandi og því hefði verið ákveðið að snúa strax við. í lendingu læstust hjólin hægra megin og þá sprungu tveir barðar. Þegar slíkt gerist springa venjulega allir fjórir barðarnir. „En við ætluðum að stoppa og það var einmitt það sem við gerðurn," sagði flugstjórinn. „Ég vona að viðgerð ljúki nú í kvöld (sunnu- dag) svo við komust af stað um kl. 10.“ Allir rólegir þrótt fyrir ótta Ray Dorschner var farar- stjóri hópsins og sagði hann að engin ofsahræðsla hefði gripið um sig meðal farþeganna. Allir hefðu verið rólegir þrátt fyrir eðlilegan ótta í slíkum tilfell- um. „Flugstjórinn lenti vélinni mjög vel. Við vorum að koma frá Austurríki á leið okkar til Bandaríkjanna. Það hefur ver- ið tekið mjög vel á móti okkur hér og hreinlega farið með okk- ur sem kóngafólk. Til dægrar- styttingar farþegunum hafa verið farnar skoðunarferðir um Reykjavík og nágrenni,“ sagði Dorschner fararstjóri. -JH. Hluti af áhöfn þotunnar. Henn- essey flugstjóri er lengst til hægri. — Að ofan er Dorschner fararstjóri ferðahópsins. DB-myndir Bjarnleifur. r Eiginkonur! Takið eiginmenn með í fyrsta danssporið ígóðum félagsskap XUNS KENNDIR VERÐA Bamadansar Táningadansar Jassdans Stepp Samkvæmisdansar Gömlu dansamir Jitterbu-Rokk Síðasti innritunardagur ' Nýjustu táningadanarnir eru Plantation Hasa, bulbogfl. Danskennarasamband íslands KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Safnadarheimili Langholts Skúlagötu 32 Ingólfskaffi Seljabraut 54 Hafnarfjörður Iðnaðarmannahúsinu Hellubíó Akranes Rein Borgames Samkomuhúsinu Upplýsingarog innritun ísímum 52996 frákl. 1-6 76228 frákl. 1-6 84750 frákl. 10-12 ogl-7 Brennuvargurinn f 2ja mánaða gæzluvarðhald —og gert að sæta geðrannsókn Tuttugu og fjögurra ára gamall maður úr Garðabæ sem játaði að hafa kveikt f húsi Raunvlsinda- stofnunar Háskóla Islands aðfara- nótt föstudags var á laugardags- morgun úrskurðaður í allt að 60 daga gæzluvarðhald. Var honum jafnframt gert að sæta geðrann- sókn. Tjónið af völdum íkveikjunnar nemur tugum milljóna, eins og fram hefur komið. Hefur maður- inn. einnig játað að hafa gert til- raun til að kveikja í söluturni á horni Þrastargötu og Suðurgötu. Tjón þar varð óverulegt. Þá leik- ur og grunur á að hann hafi gert tilraun til að kveikja í litlu húsi þar skammt hjá en eftir því kveðst hann ekkert muna enda var hann verulega ölvaður þessa nótt, að sögn rannsóknarlögregl- unnar. Það var laust fyrir hádegi á föstudagsmorgun að lögreglunni var tilkynnt um mjög drukkinn mann sem hafði valdið ónæði á afgreiðslu Flugfélags Islands á Reykjavíkurflugvelli. Var hann handtekinn og vöknuðu fljótlega grunsemdir um að hann kynni að hafa komið nærri brunanum í húsi Raunvísindastofnunar. Þá bar vitni að það hefði séð mann — sem það þekkti siðan af mvndum fyrir þann sem handtekinn var — á ferli á GrimsstaðahoUi skömniu eftir að eldurinn komIipp. Játaði maðurinn skömmu síðar að hafa verið valdur að brunanum. Samkvæmt framburði manns- ins brauzt hann inn í húsið að norðanverðu og fór síðan inn eftir ganginum. I suðurenda gangsins safnaði hann saman götunar- spjöldum sem þar voru í miklu magni og bar eld að. Síðan gerði hann tilraun til að kveikja í sölu- turninum á horni Þrastargötu og Suðurgötu en þar logaði illa. Á föstudagsmorgun varð kona nokkur sem býr [ húsi þar skammt frá vör við að kviknað hafði í gardínum og borði undir glugga í geymsluherbergi í hús- inu. Virðist hafa verið kveikt í gardínunum í gegnum rifu á glugga, þær síðan fallið niður á borð og kveikt í blaðarusli sem þar var. Borðið brann en aðrar skemmdir urðu ekki á húsinu. Maðurinn kveðst ekki muna eftir að hafa reynt að kveikja þarna í. Má telja mestu mildi að ekki varð manntjón af brennuæði unga mannsins. Hann hefur ekki getað gert grein fyrir ástæðunni fyrir íkveikjum sinum og ber við ölvun og minnisleysi. Maður þessi hefur áður marg- sinnis komið við sögu lögreglunn- ar í Hafnarfirði, mest fyrir inn- brot og smáþjófnaði, en einnig fvrir íkveikju fyrir nokkrum ár-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.