Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977.
«503?
4Í-.04
Glæsileg matarsett frá Glit
með fjölbreyttum fylgihlutum -
taQQO
Búsáhöld & gjafavörur
Glæsibæ
Glæsileg bygging, sem
liggur undir skemmdum
Deilt um hlutverk skólans
og staðsetningu
Lofl og vosKÍr oru alþaklir rakablettum. DB-myndir Sv.Þ.
Glœsileg bygging —
en liggur undir
skemmdum —
Dagblaðið heimsótti Krísuvík
fyrir skemmstu og fékk leið-
sögn Hallgríms Jónssonar um
skólahúsið en hann er réðs-
maður á staðnum og hefur um-
sjón með skólanum. Öhætt er
að segja að skólabyggingin sé
mjög glæsileg að utan en þegar
inn kemur sést að raki og kuldi
hefur farið mjög illa með húsið.
Húsið er án hita því hitaveitan
fór úr sambandi fyrir þremur
vikum og hefur enn ekki verið
gert við hana. Hallgrímur sagði
að undanfarin haust hefði það
sama gerzt. Þé er bleyta mikil á
gólfum, sérstaklega á efri hæð
hússins, og rakablettir á lofti og
veggjum. A öllum svölum er
10-20 cm djúpt vatn og virðast
niðurföll stífluð eða alls ekki
fyrir hendi. Taldi Hallgrímur
að það tæki marga mánuði að
ná rakanum úr húsinu þegar
hitaveitan kæmist aftur í sam-
band en hún er fengin úr hver-
um fyrir ofan skólabygginguna.
„Ég verð að segja það að mér
finnst það dálítið ævintýri að
fara að byggja úti í þessari eyði-
mörk,“ sagði Hallgrímur.
„Þetta lokast allt á veturna.
Það væri fínt að fá þetta undir
svinabú,“ sagði hann og glotti.
„En þetta hefur greinilega ver-
ið vel byggt því það er mesta
furða hvað húsið er lítið
sprungið miðað við hvað það
hefur staðið lengi svona.
Endurskoðun
ú hlutverki skólans
Helgi Jónasson er formaður
skólanefndar Krísuvíkurskól-
ans og sagði hann að hlutverk
skólans hefði verið endurskoð-
að og væri hugmyndin sú að
hann yrði starfræktur sem
heimavistarskóli fyrir heimilis-
laus börn. Skólanefnd hefur
Hátt á annað ár hefur staðið
ófullgerð skólabygging í Krísu-
vík, skólabygging sem greini-
lega hefur verið mjög vandað
til í byggingu, en liggur nú und-
ir skemmdum af raka og kulda.
Upphaflega, þ.e. á árinu 1965,
var ákveðið að stofnaður skyldi
skóli fyrir börn með hegðunar-
vandkvæði i Reykjaneskjör-
dæmi og var honum ætlaður
staður í Krísuvík og skyldu not-
uð hús Hafnarfjarðarkaupstað-
ar í Krísuvík í tilraunaskyni.
Síðar var ákveðið að byggður
yrðí skóli í samvinnu við sum-
arbúðanefnd Þjóðkirkjunnar í
Kjalarnesprófastdæmi og Jón
Haraldsson arkitekt var feng-
inn til að teikna húsið. Skólinn
er byggður af Samtökum sveit-
arfélaga í Reykjaneskjördæmi
og Vestmannaeyjum að auki og
greiða þau syeitarfélög 25% af
kostnaðinum og ríkið greiðir
75%. Bygging skólans tafðist
mjög en á henni var byrjað
1973 og henni skilað snemma
árs 1976. Var skólahúsið þá frá-
gengið að utan og tilbúið undir
tréverk og málningu að innan.
Kostnaður var þá orðinn um 90
milljónir króna og ljóst var að
framlag á fjárlögum 1976 dygði
ekki til að ljúka húsinu.
Rakinn er viða mikill enda er enginn hiti á húsinu.
beitt sér gegn því að hann yrði
notaður fyrir börn með hegðun-,
arvandamál. Þetta ætti að vera
skóli þar sem ekki væri þörf á
sérkennurum heldur heima-
vistarskóli i háum gæðaflokki
þar sem yrði mikið starfslið. I
.umræðu manna á meðal hefði
skólanum oft verið ætluð ýmis
önnur hlutverk, svo sem
kennsla treggáfaðra barna en
það væri misskilningur. Skól-
inn er byggður fyrir 30-40 börn
og þar ætti að vera mjög góð
aðstaða. Hinu væri þó ekki að
leyna að menn greindi á um
hvaða hlutverk skóiinn skyldi
hafa og ljóst væri að hann yrði
dýr í rekstri. Þá eru menn ekki
á eitt sáttir um staðsetningu
hans. Þá er einnig hugsanlegt
að nota þessa byggingu undir
eitthvað allt annað og haf a ýms-
ir ágirnd á byggingunni. M.a.
hefur komið til tals að hafa þar
unglinga I sérfræðimeðferð
svipað og gerist á unglinga-
heimili ríkisins í Kópavogi. I
þvi sambandi er bent á að unnt
sé að skapa unglingunum vinnu
við ylrækt og stutt er til Grinda-
víkur í sambandi við sjósókn.
„Að mínum dómi,“ sagði Helgi,
„er ekkert annað að gera en að
klára húsið sem fyrst og koma
því í þá notkun sem æskilegust
er og menn verða sammála um.
A fjárlögum '77 var engin fjár-
veiting til skólans en það stend-
ur til að koma þeirri upphæð
sem þarf inn í fjárlög ’78 til að
Ijúka honum.“ Líklegt er að sá
áfangi sem eftir er við skólann
kosti um 50-70 milljónir.
-JH.
40Ö10
«
10220
JÓNAS
HARALDSSON