Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 26.09.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MANUDACUR 26. SEPTEMBER 1977. vera yfirmaður biskupa, þó hann sé áttræður, en þeir ekki taldir færir um að vera undir- menn hans ef þeir eru jafn- gamlir honum. Hver er Pétur, og hver er páfinn? Páll, eftirmaður Péturs postula, gat ekki með nokkru mðti svarað þessum spurning- um. Pétur postuli og þar með eftirmenn hans eru meiri en mannlegur máttur getur skilið. Mannlegur máttur getur aldrei skilið hið guðdðmlega fullkom- lega, sagði Páll páfi. Hann sagði að hlutverk páfans væri m.a. að minna menn á að eftir þessa ömurlegu tilveru hér á jörðu biði þeirra önnur og betri. En Páll páfi er sér lika meðvitandi um það að sömu örlög bfða einnig eftirmanna Péturs post- ula. „Ég finn að lffi mfnu lýkur brátt,“ sagði hann nýlega, þegar hann var spurður hve- nær hann ætlaði að segja af sér. Vinnur 12 tíma á dag, m.a. við að taka á móti þjóðarleiðtogum Þrátt fyrir áldurinn er Páll páfi ekki á því að minnka neitt við sig þau störf sem hann hefur haft á hendi undanfarin ár. Hann vinnur 12 tfma á sólar- hring. Mikill tími páfa fer f að taka á möti ýmsum þjóðarleið- togum. Nýlega komu og heim- sóttu hann í Vatíkanið spánski forsætisráðherrann, Adolfo Suarez, brezki forsætisráðherr- ann, James Callaghan, og for- seti Ungverjalands, Janos Kadar. Þjóðhöfðingjar streyma til páfagarðs til að fá áheyrn páfans. Ymist frægt fólk sækist eftir því að fá viðtal hjá páfanum og verður hann að sætta sig við að taka I höndina á alls konar flottræflum frá hin- um ýmsu löndum heims. Páll páfi verður áttræður I dag en hann er ekki aldeilis á þvf að láta af embætti. Hann hefur þó sett lög i stjórnartfð sinni á þá leið að biskupar verði að hætta störfum þegar þeir eru orðnir 75 ára. Kardfnálar mega heldur ekki kjósa páfa eftir að þeir hafa náð sama aldri og Páll páfi. Þessar reglur ná samt ekki til páfans. Hann telur sig enn fullfæran um að Páll páfi vinnur enn 12 stunda vinnudag þrátt fyrir 80 árin. Alcopley vlð eitt verka sinna að Kjarvalsstöðum. eiginlegt. Báðir hefja þeir list- feril sinn sem fullorðnir menn um þrítugt, báðir eru þeir sjálf- menntaðir f listinni og örlög beggja urðu þau að þeir þurftu að flýja yfirgang nasista, Kandinsky settist að f Frakk- landi, en Alcopley fór vestur um haf til Bandarfkjanna. Ég spyr hann hvort það hafi verið eftir fundinn með Kandinsky sem hann fór að hugsa alvarlega um myndlist. Alcopley: Nei, það var löngu áðúr, ég get sagt þér alveg nákvæmlega hvar og hvenær áhugi minn á myndlist vaknaði fyrst. Einu sinni sem oftar var ég á leið heim úr skóla, f þetta skipti ásamt skólabróður mfnum. Við bjuggum langt frá skólanum og urðum að taka sporvagninn þangað. Við gengum fram á sýningarsal þar sem sýnd voru málverk af hestum, sem reyndar er ekki í frásögur færandi, ef hestarnir hefðu ekki verið málaðir f öll- um regnbogans litum. Sfðar komst ég að þvl að þarna var um að ræða hinar frægu hesta- myndir þýska expressionistans Franz Marc. Ég var forvitinn f þá tíð og er reyndar enn, þess vegna fórum við inn f sýningarsalinn, tókum af okkur skólatöskurnar sem við bárum á bakinu og skoðuðum myndirnar. Vinur minn var ekki lengi að kveða upp dóminn og sagði: Þetta er hlægilegt, það eru ekki til neinir bláir, grænir eða guiir hestar. Ég andmælti þvf kröftuglega og sagði að þeir væru vfst til. Svona þrefuðum við lengi og það lá við að okkur lenti saman. Vinur minn hafði aldrei séð svona fagurlita hesta og þess vegna gátu þeir ekki verið til, en ég hrópaði og hef Ifkast til verið f töluverðri geðshræringu: Opnaðu augun, sérðu ekki að það eru til svona litir hestar, lfttu f kringum þig, þeir eru hér inni. Þetta var lfklega I fyrsta skipti sem ég gerði mér grein fyrir þvf að raunveruleikinn þarf ekki endilega að vera það sem við sjáum f kringum okkur, heldur verður sköpun lista- mannsins að nýjum raunveru- ieika, Franz Marc málaði sína hesta eins og hann sá þá, fyrir honum voru þeir raunverulegir. En auðvitað var ég örvaður af þessu klassfska, ffna umhverfi Dresdenborgar sem ég ólst upp f. Söfnin þar geymdu list á heimsmælikvarða, en Drésden fór mjög illa í stríðinu og margt lenti í glatkistunni. Ég kynntist gömlu meisturunum á söfnun- um, þegar teiknikennarar mfnir fóru með bekkinn þangað. Kennararnir voru allir menntaðir í listaháskólanum, en höfðu valið kennslu fram yfir frjálsa myndlist. Nýlistinni kynntist ég síðan í - sýningar- sölum borgarinnar, það var sér- staklega einn salur, er ég man vel eftir, Neue Kunst Fides, sem var forgöngumaður nýlist- ar á þessum árum, þeir voru fyrstir til að sýna Klee og Kandisnky og þar sá ég lika Picasso og Braque. Dresden var sannkölluð listamiðstöð i þá daga. Ég hef orð á þvf við Alcopley hve gott minni hann hafi. Fyrirhafnarlftið rifjar hann upp nöfn skólabræðra sinna og kennara þó hálf öld sé liðin frá því hann var skólastrákur f Dresden. Já, segir hann og hlær, ég hef fílsminni, sem stundum getur verið óþægilegt þvf það er margt sem ég ekki kæri mig um að muna. Égdrakk I mig allt sem skrifað var um myndlist á þessum árum og hljóp á allar sýningar. Þegar ég fór að bera það sem ég sá f Myndlist HrafnhildurSchram sýningarsölunum saman við það sem vinir mfnir, lista- mennirnir, voru að gera, hugsaði ég með mér, nei, ég vil ekki verða einn af þessum miðlungsgóðu málurum, sem heimurinn er fullur af, bctra að gleyma því alveg að hugsa um að gerast málari. Ég þóttist fullviss um að ég hefði ekki þá hæfileika sem ég þyrfti til að standa þeim á sporði. Var það þá sem þú ákvaðst að snúa þér að raunvísindum? Nei, það var þá sem ég ákvað að helga mig leikhúsinu og gerðist leikari. Leikari?? Nú þarf ég aftur að fara til baka til skólaáranna til þess að þú skiljir hvernig ég fékk leikhúsdelluna. Ég hafði tvo kennara í þýsk- um bókmenntum. Annar hét Richard Fisher og hann var Ijóðskáld, ekki sérlega stórt skáld en gott skáld. Hann var kallaður rauði Fisher vegna þess að hann var eldheitur sósfalisti. Fisher lét mig alltaf lesa upp á skólaskemmtunum sögur og ljóð og ég varð brátt frægur innan skólans. Mér fannst það óþægilegt og gat alls ekki notið þess að vera smá- stirni skólans. Ekki vegna þess að ég væri feiminn, langt frá því, heldur vegna þess að mér fannst þetta ekkert til að gera veður út af. Hinn bókmennta- kennari minn var sonur for- stjóra rfkisleikhússins í Dresden og hafði brennandi áhuga á leikstarfsemi og stjórnaði nemendaleikhúsi skólans. Þar fengu þeir nemendur sem sýnt höfðu leik- listarhæfileika tækifæri til að spreyta sig á fjölunum. Þessi kennari var ákaflega kröfuharðurog vildireka fyrsta flokks leikhús. Hann réði þess vegna atvinnuleikara til að vinna með okkur. Þetta var drengjaskóli og því öll kven- hlutverk leikin af drengjum. A sumrin ferðaðist ég um með leikurunum og var farinn að fhuga að gerast leikritaskáld og skrifaði reyndar nokkur leikrit. Ég skrifaði eina bók, þar sem ég setti fram mjög ákveðnar hugmyndir um leik- húsið. Handritið af bókinni glataðist sfðar f stríðinu. Eg var mjög óánægður með nútíma- leikhúsið og var þeirrar skoðunar að það ætti að gegna sama þjóðfélagslega hlutverki og leikhúsið I Grikklandi til forna. Þar voru ýmsir lista- menn og margar listgreinar látnar spila saman, þetta var samvinna margra einstaklinga, en ekki einstaklingsdýrkun. Að loknu menntaskólanámi bauðst mér að gerast at- vinnul^ikari en hafnaði því vegn i þess að ég trúði ekki á framtfð lcikhússins eins og það var þá rekið, ég trúði ekki á stjörnudýrkunina. Ég vissi að það leikhús sem mig dreymdi um var langt undan, ég var óánægður með þau leikrit sem ég var að skrifa þvf þau samræmdust ekki þvf sem ég var að Jiugsa um þá. Nasisminn lá f loftinu, ég fann að hugmyndir mínar voru óframkvæmanlegar f þessu landi á þessum tíma. Mig lang- aði til að gera eitthvað gagnlegt með lff mitt. Þessi sumur sem ég ferðaðist með leikflokknum kom það oft fyrir að samleikarar mftiir, sem voru 10-15 árum eldri en ég, komu til mln og trúðu mér fyrir sfnum einkamálum, sögðu mér frá sfnum misheppnuðu hjóna- böndum og öðrum erfiðleikum. Ég var aðeins strákhvolpur og með ómettandi áhuga, f góðum skilningi þessa orðs, á öllu sem lifði og hrærðist f kringum mig. Mér þótti vænt um að vekja traust þessa óhamingjusama fólks og fór að hugsa um að reyna að hjálpa þvf á annan hátt en bara hlusta á það. Ég ákvað þess vegna að gerast geðlæknir, en fyrst þurfti ég auðvitað að lesa almenna læknisfræði svo ég settist I læknadeildina. Ætluðum við ekki annars að tala um málaralist? spyr Alcopley og hlær. Ég var alltaf ákaflega tor- trygginn gagnvart vísinda- mönnum, mig langaði f rauninni aldrei til að verða læknir eða vísindamaður, mín æðsta ósk var að gerast leikritaskáld. Það eru tilviljanir sem hafa ráðið lífi mínu. Þegar ég gerðist málari 29 ára gamall, bjó ég mér til annað nafn, Alcopley, þvf ég var dauðhræddur um að til mín væri vfsað sem vfsinda- mannsins sem væri að dútla við að mála. Ég vildi fyrir alla muni ekki verða sunnudags- málari, ekki af þvf að það sé niðurlægjandi að mála bara á sunnudögum. Rousseau byrjaði sem sunnudagsmálari og í mínum fyrstu myndum varð ég fyrir miklum áhrifum frá honum, það er sérstaklega hin ferska litameðferð hans sem ég dái. Þessar fyrstu myndir minar eru í nafvum stfl, barnslegar og einlægar. Það er helst að f þess- um fyrstu myndum komi fram að ég er að mestu leyti sjálf- lærður málari. Ég hef ekki saknað þess að hafa ekki hlotið hefðbundna listmenntun I skól- um, einmitt það hefur gefið mér visst frjálsræði f Iistsköpun minni, segir Alcopley sem eftir nokkra daga skiptir um hatt og gerist Dr. Alfred L. Copley á leið til Flórens á ttalfu til að stjórna vfsindaráðstefnu. ATH: Sýning Alcopleys stendur að Kjarvalsstöðum fram á næsta miðvikudag. Einnig opið mánudag. Hrafnhildur Schram. 11 N ✓ \

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.