Dagblaðið - 26.09.1977, Síða 16

Dagblaðið - 26.09.1977, Síða 16
I DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 26. SEPTEMBER 1977. Iþróttir Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir Júgóslavar meistarar Júgóslavía hlaut sinn þriðja Evrópumeistaratitil körfuknattleik, þegar liðið sigraði Sovétríkin í úrslitum í Liege í Belgiu á laugardag með 74-61. Aður hefur Júgóslavía sigrað á EM 1973 í Barcelona og 1975 í Belgrad. Röðin á mótinu Liege varð þessi. 1. Júgóslavía 2. Sovétríkin 3. Tékkóslóvakía 4. Ítalía 5. Ísrael 6. Búlgaría 7. Holland 8. Belgía. 9. Spánn 10. Finn- land 11. Frakkland og 12. Austurríki. Tékkar unnu Ítali 91-81, Ísrael vann Búlgaríu 88-78 og Holland vann Belgiu 104- 89. Finnland vann Frakkland 73-72. Vasily Alexeev, Sovét- ríkjunum, varð heimsmeist- ari í yfirþungavigt í áttunda sinn í röð, þegar hann lyfti 430 kg samtats í Stuttgart gær. Það var í yfirþunga- vigtinni — síðustu grein mótsins. Alexeev, sem er 35 ára, hefur haft mikla yfir- burði frá því hann sigraði fyrst á HM 1970. Hann var þó óvenju óöruggur framan af í gær. Mistókst fyrst að snara 185 kg en náði þeirri þyngd í næstu tilraun, þó svo margir meðal áhorfenda teldu tilraun hans ógilda. Dómararnir þrír voru hins vegar á öðru máli. Það nægði til sigurs í snöruninni — og Alexeev jafnhattaði síðan 245 kg og hafði yfir- burði. STANDARDí ÞRIÐJA SÆTI — en Union gengur afar illa Standard Liege missti stig á heimavelli í gær í 1. deildinni belgísku. Gerði þá jafntefii við Beerschot. Þeir Nieckel og Gores skoruðu mörk Standard — og As- geir Sigurvinsson lék stórt hlut- verk í leiknum. Hins vegar gengur Royale Union ekki vel. Enn tap á laugardag — á útivelli gegn Tongeren 2-0. Union hefur byrjað mjög illa. Aðeins hlotið tvö stig í fjórum leikjum. Marteinn Geirsson lék allan leikinn en Stefán Halldórsson í síðari hálfieik. Urslit í 1. deild í Belgíu urðu þessi: La Louviere-CS Brugge 2-0 Lokeren-Anderlecht 0-1 Courtrai-FC Liege 2-1 Antwerpen-Boom 4-1 Lierse-Winterslag 1-1 Standard-Beerschot 2-2 Molenbeek-Waregem 1-1 FC Brugge-Beveren 2-1 Beringen-Charleroi 0-2 FC Brugge er efst með 13 stig eftir 8 umferðir. Winterslag hefur 11 stig, Standard og Ander- lecht 10, Beveren, Lierse, Courtrai og La Louviere 9, Molen- beek og Beerschot 8, Lokeren, Beringen, Waregem, Charleroi og Antwerpen 7, CS Brugge 6, FC Liege 4 og Boom 3 stig. PSV íefsta sæti- tlrslit í 1. deildinni í Hollandi í gær urðu þessi: Haag-AZ’67 1-0 NEC-Sparta l-l Venlo-PSV 0-4 Amsterdam-Twente 1-3 Volendam-Haarlem 1-1 Telstar-Ajax 0-3 Go Ahead-Utrecht 2-1 Roda-Arnheim 0-0 Feyenoord-NAC 1-1 Eftir níu umferðir er PSV Eindhoven efst með 17 stig, NEC hefur 15, Ajax 14, Sparta 13 og AZ ’67 12 stig. Handprjónarar um allt land. Óskum eftir fólki til að stofna klúbba í hverju byggðarlagi fyrir sig. Verið með í samtökum Lopabandsins frá byrjun. Nánari uppl. i símum 99-1967 Hulda, 52323 Erna, 84241 Elín. Hringið fyrir 15. okt. LEIKFIMI - FIMLEIKAR STUTTERMBOLIR, SVARTIR, BLAIR, KVARTERMABOLIR, SVARTIR, BLAIR, VERÐ KR. 1440,- — 1680,- VERÐ KR. 1600.- — 1975,- BUXUR, SVARTAR BLAAR. VERÐ KR. 1280.- — 1560,- BUXUR, HVITAR, ARTAR, VERÐ KR. 1505.-— 1740.- SIUNNLEIKFIMI skor, VERÐ KR. 1720,- MLEIKA SKOR KR. 1795. STUTTERMA BOMULLARPEVSUR Sportvöruverzlun M/RÖNIIUM LITIR: (iULT/BLATT, RAUTT/IIVÍTT, BLATT/HVÍTT, BLATT/GULT, Ingólfs Óskarssonar IIVÍTT/RAUTT. VKRI) FRA KR. 1590.- Klapparstíg 44. Sími 11783. Tveir helztu forustumenn alþjóðahandknattleikssam- bandsins komu hingað til lands á föstudag til skrafs og ráðagerða við forustumenn HSÍ. Þing alþjóðasambandsins verður háð hér á næsta ári — hefst 6. september 1978 — og voru þeir m.a. að kynna sér aðstæður hér til þinghaldsins. A myndinni að of: Sviss, sem er framl Rinkenburger, Ves og sá maðurinn, Sigurður Jónsson, f Vildi gjarnan br skipta um — segir Jóhannes Eðvaldsson. Janusi boði — Ég verð að segja eins og er, að ég vildi gjarnan breyta til. Komast til annars félags — helzt á meginland- inu, sagði Jóhannes Eðvaldsson, þegar blaðið ræddi við hann í gær- kvöld. Ég er orðinn hálfþreyttur á þessum þeytingi um allt liðið — fæ ekki að festast í neinni stöðu í Celtic- liðinu. Leik eina stöðu i dag — aðra á morgun. En það eru víst ekki miklar líkur á því að um félagaskipti verði i bráð. Þýzka félagið Hamburger SV vildi fá mig til sín í sumar — skömmu eftir að það keypti Kevin Keegan — En Celtic hækkaði þá verðið upp úr öllu valdi. Var komið langt yfir 100 þúsund sterlingspund- in, sem þýddi raunverulega, að ég var ekki til sölu, sagði Jóhannes enn- fremur. Celtic, sem er skozkur meistari, vann sinn fyrsta sigur á laugardag eftir mjög slæma byrjun. Þai var á heimavelli gegn neðsta liðinu 1 deild- inni, Clydebank. Lokatölur 1-0 en Celtic fékk tækifæri til að skora mun fleiri mörk. „Ég byrjaði sem senter — en var siðan færður í vörnina,” sagði Jóhannes. „Mér fannst ég ekki eiga góðan leik. Var þreyttur og sennilega spilaði landsleikurinn við Norður-íra sl. miðvikudag þar eitthvað inn í,“ sagði Jóhannes ennfremur. Celtic hefur keypt tvo leikmenn að undanförnu, Tom MacAdam frá Dundee fyrir 60 þúsund sterlings- pund, og John Dowie frá Fulham fyrir 20 þúsund pund. Þeir Pat Stanton og Alfie Conn hafa ekki leikið með Celtic. Báðir fóru á skurðarborðið vegna brjóskloss — Conn verður frá enn í mánuð, Stanton 2—3 mánuði eða jafnvel meir. Lið Celtic á laugardag var þannig skipað: Latchford, McGrain, Lynch, MacDonald, Aitken, Glavin, Burns, Doyle, Wilson, Jóhannes og MacAdam. Þeir Janus Guðlaugsson og Viðar Halldórsson — ásamt Ólafi Danivals- syni, sem æfir með Rangers — stönz- uðu í Glasgow eftir landsleikinn við Norður-Ira. Þeir Janus og Viðar eru væntanlegir heim í dag en þess má geta, að Celtic bauð Janusi að æfa með félaginu um mánaðartíma. Janus hefur ekki enn ákveðið hvort hann tekur því boði — en mun svara Celtic Formannafundur Skíðasamhanda Norðurlanda var hald- inn á Loftleiðahólelinu um helgina. Þar voru um 18 fulltrúar — fjórir Finnar, fjórir Norðmenn, fjörir Sviar, tveir Danir og fjórir íslendingar. Þar var fjallað um mál sem efst eru á baug sem slíkur fundui Nánar verður sagt DB-mynd Bjarnieif

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.