Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 1
Irjálst, úháð daghlað 3. ARG. — LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1977 — 264. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMtJLA 12. AUGLVSINGAR ÞyERHOLTl 11. AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2. — AÐALSÍMI 27022z 4 4 4 4 4 4 4 4 5 4 4 4 4 4 4 4 . ■ ■. „Byggingarvísitala á íslandi er kolvitlaus” „Byggingarvísitalan, sem út er gefin hér á landi, er kolvit- laus. Hún styðst ekki við, raunverulegan kostnað í dag,“ segir Tryggvi Pálsson frarn- kvæmdastjóri byggingarfyrir- tækisins Smára á Akureyri. Smári var á dögunum að skila íbúðarblokk á Akureyri til bæjarfélagsins. I húsinu er 21 íbúð og kostnaðarverð hússins er 35-40% undir því bygging- arverði sem svokölluð bygging- arvísitaia á Islandi segir til um. Þetta afrek Smára á Akureyri er án efa Islandsmet í byggingarframkvæmdum á íslandi í dag. Frá þessu afreki segir í viðtali við Tryggva Páls- son á blaðsíðu 4 í blaðinu í dag I þessu viðtali segir Tryggvi Pálsson að á íslandi séu nú byggðar um 2000 íbúðir á ári. „Með því að láta þá verktaka byggja þessar íbúðir sem sannanlega geta og vilja byggja þær fyrir raunveruleg- an kostnað er hægt að spara þjóðinni 5-6 milljarða á ári og það er ekki lítii upphæð til að draga úr verðbólgu.“ Sjá bls. 4. ogsparamá þjóðinni 5-6milljarða áárief þeir einireru látnir byggja sem byggja á raunveru- legu kostn- aðarverði Ráðherrar fá viðvörun f rá sjómönnum: NÚSKAL BAKA TIL JÓLANNA A þessum tíma árs, þegar jólin nálgast óðfluga, er jólabaksturinn ofarlega í huguni fólks. í spurningu dagsins á bis. 3 voru nokkrar húsmæður spurðar um hvort þær væru byrjaðar að hugsa til hans. Það voru þær og ein meira að segja búin að baka níu sortir! VILJA EKKI FÆREYINGA Á ÍSLENZK FISKIMIÐ —Telja íslenzka sjóménn einfæra um að veiða það af lamagn sem veiða má Við höf um gef ið varnarliðinu 4 milljarða ítollum og söluskatti af bensfni ogbifreiðum — Sjá kjallaragrein á bls. 10-11 Forvali Alþýðubandalagsins lýkur um helgina: Þjóðvil jinn úthýsir greinargerð f rá tveim þátttakenda Sjá bls 6 HUSBYGGINGIN Að eiga séT þak yfir höfuðið er hverjum manni lífsnauðsvn. Margur maðurinn hefur með bloði. svita og tárum orðið sér úti um sitt eigið „hreiður". En er þetta ekki oft nokkuð dýru verði keypt? — Mvnd úr Minolta-samkeppninni — ívar Brynjólfsson. „Vegna vaxandi orðróms um meinta samninga við Færeyiiiga varðandi veiðar á umtalsverðu magni af loðnu á miðum hér við land þykir 28. þingi Farmanna- og fiskimannasambands íslands ástæða til að vara eindregið við öllum fiskveiðisamningum við aðrar þjóðir, Færeyingar þar ekki undanskildir." Þannig segir í upphafi ályktun- ar sem þing fai - og fiskimanna samþykkti í gær. í ályktuninni segir ennfremur: „Þar sem engin vissa er til staðar um það magn loðnu, sem óhætt muni að taka árlega af mið- unum hér, án þess að stofninum stafi hætta af, varar þingið við hinum meintu samningum við Færeyinga og bendir á að afkoma færeyskra skipa og fyrirtækja í fiskvinnslu sé með þeim hætti að nauðsynjalaust sé að þrengja okkar eigin kosti þeirra vegna í þessum efnum. Þingið minnir á þá örtröð sem ríkir á miðunum við SA- og S- ströndina á hefðbundinni loðnu- vertíð, bæði vegna fjölda og stærðar skipa. Hvað varðar síldar- stofninn, sem verið er að tryggja til framtíðar, veróur að fylgjast þar sérstaklega með og viðhafa einstaka varúð og tillitssemí. Það er álit sjómanna og fjöl- margra annarra að loðnustofninn eigi að vera og sé nokkurs konar baktrygging okkar ef aðrir veiga- miklir fiskistofnar bregðast af einhverjum orsökum." Itrekuð er afstaða sambandsins varðandi umsókn um heimild til handa ms. ísafold (skip sem ísl. aðilar eiga í erlendis) ítrekuð, en sambandið hefur áður lagzt gegn undanþáguheimildinni. I niðurlagi segir: „Við teljum íslenzka sjómenn færa um að veiða það magn sem talið er eðli- legt að taka af miðunum hér við land. Því undirstrikum við það álit að öllum fiskveiðisamningum við erlendar þjóðir beri að hafna.“ ASt. i \ J !

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.