Dagblaðið - 26.11.1977, Síða 15

Dagblaðið - 26.11.1977, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUH 26. NOVEMBER 1977. 15 Fyrstu lögin með Poker tekin upp —ætlunin erað nota þau á tveggja laga hljómplötur íEnglandi Hljómsveitin Poker hefur ■lokið við að hljóðrita þrjú lög, öll eftir Jóhann Helgason. Ætlunin er að gefa þau út á tveggja laga plötum í Englandi fyrr en síðar. Útgefandi hefur enn ekki verið valinn, en verið er að athuga tilboð þriggja fyrirtækja. Lögin sem hljóðrituð voru nefnast Drivin’ In The City, Get On To A Shore Thing og Take Me To The Sun. Upptökustjóri var Geoffrey Calver, sá sami og tók upp Vísnabókarplötuna Ot um græna grundu. Geoffrey fór utan á fimmtu- dagsmorguninn með upptökurnar. Þær verða síðan hljóðblandaðar í Marquee stúdíóinu í London og bætt við strengjaleik og blásturs- hljóðfærum þar sem við á. Upptakan fór fram í Hljóðrita á tuttugu tímum. Auk laganna þriggja voru gerðar prufuupp- tökur að þremur lögum eftir Björgvin Gíslason og Kristján Guðmundsson. Eins og skýrt var frá í Dag- blaðinu á sínum tíma hugðist hljómsveitin Poker. fara til Færeyja og vera þar í tíu daga. I sex daga i röð var ferðinni frestað vegna veðurs, og loks þraut biðlundina. Að sögn Péturs Kristjánssonar söngvara Poker er ætlunin að fara þang- að 4. næsta mánaðar og vera til fimmtánda, — ef veður leyfir. Þangað til leikur Poker á dansleikjum hér á landi eins og ekkert hafi í skorizt. -AT- POKER A PLÖTU — Hljóm- sveitin tók upp þrjú lög og gerði auk þess þrjár prufuupp- tökur á tuttugu tímum i Hljóðrita. Síðan verður upptakan hljóðblönduð í London og bætt þar á strengja- leik og blásturshljóðfærum eftir þörfum. DB-mynd: Arni Páll. Bp 1 wtí& i m H 1 BRAÐSNJALL JORUNDUR OG Eini gallinn við gamanefnið er sá að það er helzt til tíma- bundið. Til dæmis var farið að slá lítillega í sum atriðin er platan kom út í haust. En hvað um það. Jörundur Guðmundsson og Spói eiga heiður skilinn fyrir meinskemmtilega plötu. -AT- JÖRUNDUR — Þótt hann hermi eftir útnýttum persónum, svo sem Heiga Sa'm og Sigurði Sigurðssyni, bætir hann það upp með nýjum röddum. JÓRUNDUR SLÆR I GEGN — Jörundur Guömundsson. Útgefandi: SG-hljómplötur (SG-106) Upptökumenn: Siguröur Ámason og Þórir Steingrímsson. Útsetningar og hljómsveitarstjóm: Ólafur Gaukur. Upptakan fór fram í Tóntœkni og i útvarps- sal. A umslagi plötunnar Jörundur slær í gegn, segir útgefandinn, Svavar Gests: „SG-hljómplötur hafa gefið út nokkrar hljómplötur sem flokka má undir gaman- og skemmtiefni og leyfir undir- ritaður sér að fullyrða að þessi plata Jörundar er þeirra allra bezt.“ Fyllsta ástæða er til að taka undir þessi orð. Jörundur slær svo sannarlega í gegn. Hann hefur aldrei verið sérstaklega áberandi í skemmtanalífinu, fyrir utan nokkrar sumar- ferðir um iandið með hljóm- sveit Olafs Gauks. Nú kemur hann hins vegar I dagsljósið í sumar, fyrst með bráðsmellinn útvarpsþátt og um það leyti sem hann er tekinn af dagskrá, enn skemmtilegri plötu. Jörundur leitar fanga eins og flestar aðrar eftirhermur hjá listamönnum og pólitíkusum. Reyndar er ég orðinn andskoti þreyttur á að heyra eftir- hermur stæla Helga Sæmundsson og Sigurð Sigurðsson, en Jörundur bætir þetta allt upp með Geir Hallgrímssyni, Halldóri Sigurðssyni og Óla Jó. Kórónan ofan á allt saman kemur svo þegar Jörundur tekur lagið með röddum þeirra. Allt talað efni á plötu Jörundar er eftir Spóa. Hann hefur greinilega kímnigáfuna í lagi og er alveg ófeiminn við að vera dálítið groddalegur á köflum, þó meirihluti Islendinga þyki ekkert fyndið nema það sé launfyndni. DADDY COOL ER AFTUR KOMIÐ Á VINSÆLDALISTA —en að þessu sinni með Darts Það fer lítið fyrir nýjum lögum á vinsældalistum Eng- lands og Bandaríkjanna þessa vikuna. Aðeins eitt nýtt lag er á enska listanum, og þó ekki nýtt. Það- heitir Daddy Cool og er flutt af hljómsveitinni Darts. Nafn lagsins lætur óneitan- lega kunnuglega í eyrum. Um- síðustu áramó.t naut þetta lag geysilegra vinsælda hér á landi bæði í diskótekum og í útvarpi. Þá var það flutt af hljómsveit- inni Boney M. Síðar eða í febrúar á þessu ári komst lagið í fimmta sæti enska listans. Fróðlegt verður að sjá hvernig Daddy Cool vegnar með nýju flytjendunum. Hávaðasamasta hljómsveit í heimi, Status Quo, er í fyrsta sæti í Englandi með lagið Rockin’ Ali Over The World. Þar með er búið að ýta ABBA af toppnum. Sú hljómsveit er nú í öðru sæti með lagið Name Of The Game. 1 Bandaríkjunum er Debby Patsdóttir Boone enn í fyrsta sæti. Svipuð deyfð er yfir list- anum þar og í Englandi. Tvær söngkonur komá úr ellefta sæti/ Rita Coolidge fer í áttunda sæti með lagið We’re All Alone og ein alvinsælasta söngkona Bandaríkjanna, Linda Ron- stadt, er í tíunda sæti með lag, sem nefnist Blue Bayou. Baccara er enn I fyrsta sæti í Vestur-Þýzkalandi. Lag hljóm- sveitarinnar, Sorry, I’m A Lady, er búið að vera á topp tíu síðan í sumar. Het Smurfenlied með Vader Abraham er enn í efsta sæti í Hollandi og Steve Miller Band situr.sem fastast í Hong Kong með Jungle Love. - AT- ENGLAND — Melody Maker 1. (2) ROCKIN’ ALL OVER THE WORLD............STATUS QUO 2. ( 1 ) NAME OF THE GAME ........................ABBA 3. ( 5 ) WE ARE THE CHAMPIONS....................QUEEN 4. ( 4 ) 2-4-6-8 MOTORWAY.................TOM ROBINSON 5. ( 9 ) DANCING PARTY..................SHOWADDYWADDY 6. (10) LIVE IN TROUBLE .................BARRON KNIGHTS 7. ( 7 ) HOW DEEP IS YOUR LOVE.................BEE GEES 8. (17) DADDYCOOL................................DARTS 9. ( 6 ) YES SIR. I CAN BOOGIE.................BACCARA 10. ( 3 ) YOU’RE IN MY HEART .............. ROD STEWART BANDARÍKIN — Car.h Bix 1. ( 1 ) YOU LIGHT UP MY LIFE DEBBY BOONE 2. ( 3 ) DON'T MAKE MY BROWN EYES BLUE CRYSTAL GAYLE 3. ( 6 ) HOWDEEP IS YOUR LOVE..................BEEGEES 4. ( 2 ) BOOGIE NIGHTS.............. HEATWAVE 5. (4 ) NOBODY DOES IT BETTER........... CARLY SIMON 6. ( 8 ) HEAVEN ON THE SEVENTH FLOOR pAUL NICHOLAS 7. (9) BABY. WHAT A BIG SURPRISE CHICAGO 8. (11) WE’RE ALL ALONE ............:......RITA COOLIDGE 9. (10) JUST REMEMBER I LOVE YOU...............FIREFALL 10. (11) BLUE BAYOU LINDA RONSTADT MEINFYNDINN SPOI

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.