Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER 1977.
Myndum bara spila í Reykja-
vík vegna anægjunnar
segja meðlimir hljómsveitarinnar París íBorgarnesi
París. Þegar maður heyrir
nafnið koma Eiffelturninn,
Sigurboginn og Signa fyrst upp
í hugann. En það er fleira
matur en feitt kjöt og fleiri
Parísar til en Parísarborg. Til
að mynda eiga Borgfirðingar
eitt eintak.
„Við stofnuðum París í mai 1
vor. Tveir okkar komu úr
Nafninu, hinir úr bílskúrs-
böndum og skólahljómsveit-
um,“ sögðu nokkrir meðlimir
hljómsveitarinnar París, er
þeir voru á ferð í Reykjavík i
vikunni. Þeim þótti tilvalið að-
líta inn á ritstjórnarskrifstofu
Dagblaðsins og láta vita af til-
vist sinni. Þeir voru á ferð í
Reykjavík til að kynna sér tón-
listarlífið þar, — og þótti lítið
til koma.
„Við höfum aðallega haldið
okkur við samkomuhúsin í
Borgarfirði og á Snæfellsnesi
hingað til,“ sögðu þeir og
kváðust hafa nóg aðgeraá þeim
markaði. — En hvað með sam-
keppnina?
„Samkeppni," sögðu þeir og
brostu, „við verðum ekki varir
við hana fyrr en við nálgumst
Akranes.“ Umboðsmaður
Parísar, Kári Waage, sá sig til-
neyddan að skjóta inn orði.
„Jú. við fáum dálitla sam-
keppni frá Reykjavíkurtríóum,
sem koma vestur. Yfirleitt eru
það bændur sem sjá um rekstur
félagsheimilanna og þeir
gleypa við allri tríómúsík."
Ekki voru undirmenn Kára
alveg sáttir við þau orð að
Reykjavíkurtríóin veittu
einhverja samkeppni. „Við
erum miklu betri, svo að um
samkeppni er ekki að ræða,“
sögðu þeir og hlógu digurbarka-
lega.
Strákarnir sögðust verða að
flytja allrahanda danstónlist,
þar eð þeir þurfa að vera
tilbúnir að leika fyrir dansi hjá
öllum aldurshópum fólks. Þeir
kváðust hafa orðið að æfa fyrir
veturinn nokkuð léttari tónlist
en þeir fluttu síðastliðið sumar.
Meðlimir Parísar voru
spurðir að því, hvenær þeir
ætluðu að leyfa fleiri lands-
mönnum en Borgfirðingum og
Snæfellingum að heyra í sér, —
til að mynda Reykvíkingum.
„Blessaður vertu, það er
ekkert upp úr því að hafa að
spila í Reykjavík," sögðu þeir.
„Þó hefur það komið til tals, að
við leikum í Sigtúni eftir
áramót, en það er allt mjög
laust í reipunum ennþá. Við
myndum þá bara gera þetta
fyrir ánægjuna." Og fram-,
tiðardraumarnir. Alla hljóð-
færaleikara 1 dreymir villta
framtíðardrauma.
„Okkur dreymir enga
drauma eins og er,“ segja þeir.
„Við laumum nú einu og einu
frumsömdu lagi inn á milli
hinna," segir Kári umboðs-
maður. „Reyndar hefur okkur
alltaf langað til Færeyja, þó að
það blási reyndar ekki byrlega
þangað þessa dagana. En fram-
tíðardraumar; nei okkur
dreymir aldrei neitt.“
at
OKKUR DREYMIR ENGA FRAMTIÐARDRAUMA ENNÞA - Hljómsveitina París sklpa. talið frá vinstri, Vignir" Sigurþórsson,
gítarleikari, Ævar Rafnsson bassaleikari, Oiafur Ingi Óiafsson, sem Teikur á hljómborð, £veinn Agúst Guðmundsson ber bumbur og
loks Pétur Sveinsson gítarleikari.'
Snyrtiborö á lager
• sérsmíðum:
Konungleg
hjóharúrn
óil húsgögn,
klæð iskápa
og baðskápa.
Sérhúsgögn
IngaogPéturs
Brautarholti 26 —
Sími 28230.
Skcinin t i legai
krossgátur
°g
b i a n (I a r a r
Nýjar
krossgátur
nr. 12 komnar út.
\).\\\\ mm
nm
&ATUH
NR.
12
Fæst iöllum helztu
s öluturnum og
kvöldsölustöium
ÍReykjavik
og út um landii.
•
Einnig íöllum
meiriháttar
hókaverzlunum
um landii allt
Verzlunin ÆSA auglýsir:
Setjuin guiieyrnalokka i i
með nyrri ta-kui.
Notum dauðhreinsaðar gullkúlu
Vinsamlega pantið í sima 221)22
Munið að úrvalið af tizkuskart-
ipun um er i /L.sL.
A
Sjálfvirk hurðaropnun
Með eðaán
radiofjarstýringar
Fyrir:
Bílgeymslur
Einstaklinga
Fyrirtæki
Stofnanir
Stáltæki — Bankastræti 8 — sími27510
Hollenska FAM
ryksugan, endingargóð, öflug
og ödýr, hefur allar klær úti við
hreingerninguna.
lerð aðeins 43.100,-
meðaii hirgðir.endast.
St^ðgreiðsluafsláttur.
HAUKUR & ÓLAFUR
Armúla 32
Sími 37700.
Framleiðum eftirtaldar
gerðir:
Hringstiga, teppa-
stiga, tréþrep, rifla-
jórn, útistigo úr óli
og pallstiga.
Margar gerðir af
inni- og útihand-
riðum.
VÉLSMIÐJAN
JÁRNVERK
ARMULA 32 — SlMI 8-
46-06.
Kynniðyðurokkarhagstæða verð
Skrifstofu
SKRIFBORÐ
VönduÓ sterk
skrifstofu ;krrf-
borð i þrem
stærðum.
Á.GUÐMUNDSS0N
Húsgagnaverksmiója,
Auðbrekku 57, Kópavogi. Simi 43144
Þungavinnuvélar
Vllar gerðir og sta>rðir vinnuvéla og vörubila á söluskrá.
Útvegum úrvals vinnuvélar og bíia, erlendis frá.
Markaðstorgið. Kinholti 8. simi 28390
\