Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 2
2 /* DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER 1977. Ég skrapp um daginn til Reykjavíkur Sá maður sem er ánægður með kaupið sitt hlýtur að vera óánægður með skatt- ana sína. Sá maður sem er ánægður með skattana sína hlýtur að vera óánægður með kaupið sitt. Sá maður sem er ánægður með þetta hvort tveggja hlýtur að vera annaðhvort þjófur eða hálfviti. Ekki meira um það. Það er búið að tala bað mikið um verkfall opinberra startsmanna að ég get litlu þar við bætt, nema kannski því, að mér finnst afskaplega einkennilegt að Halldór E. Sigurðsson skyldi ekki hafa getað brúað það bil sem var á tilboðun- um hjá BSRB og ríkinu. En nú eiga háskólamenntaðir menn eftir að semja. Þeirra deila fer víst fyrir kjaradóm, eða eins og segir í vlsunni. Embættismenn með æstum róm, ólmir á hækkun klifa. Nú komið er fyrir kjaradóm, hvort þeir fá að lifa. Það komu til min hjón frá Akureyri um daginn. Við buðum þeim að borða með okkur. Þau afþökkuðu boðið og sögðust hafa borðað alla leiðina að nórðan. Það fannst okkur mikið át og nú er eftir að vita hvað Vegagerðin gerir f málinu. Eg ek hér um vegi i vondri trú. Það veidur mér angri og sút, ég vissi það áður en veit ekki nú, hvernig veghefill lítur út. Það kom til mín rjúpnaveiðimaður ekki alls fyrir löngu. Þegar ég spurði hvað hann hefði haft margar rjúpur, sagðist hann enga hafa skotið, aftur á móti hefði hann hitt lækninn á Hvammstanga. Nú fara margir á suðræna sólarströnd. Um senjórítur og velgar ég læt mig dreyma. Svo fór ég um daginn í huganum iangt út í lönd, þótt líkami minn sé ennþá að væflast hér heima. Ég skrapp um daginn til Reykjavíkur með hjónum sem ég þekki. Veðrið var fremur slæmt þegar við lögðum af stað og þegar við komum undir Hafnarfjall var þar brjálað rok. Meðan við vorum að prísa okkur sæl fyrir að þurfa ekki að vera úti í slíku veðri, sprakk á bílnum. Það var ekki um annað að ræða en að skipta um dekk. Við snöruðum okkur því út úr bllnum, en vegna þess hve rokið var mikið réðum við okkur varla. Bílstjórinn sagðist þá skyldu sjá um að skipta um dekkið ef ég vildi halda við konuna hans á meðan. Aldrei fékk ég betri bón, þótt bænir margar fengi. £g skal hér með herra Jón, halda við hana lengi. Þrátt fyrir það að prófkjör eru nú framin víða um land, hefur engum dottið í hug að bjóða mér að taka þátt I þeim. Sjálfstæðið elska ég siðast og fyrst, að sjálfsögðu er gaman i framsóknarvist. Ég tiiheyri eflaust aiþýðu hér, ýmsum finnst slæmt hve ég frjáislyndur er. Kunníngi minn einn kom til mln um daginn og sagði — Ég held að konan mín haldi að hún sé bóndi. Að minnsta kosti talar hún alltaf um mig sem fórnarlamb- ið sitt Óg úr þvi að ég er farinn að tala um bændur þá finnst mér dálítið ein- kennilegt að þeir skuli vera farnir að auglýsa að mjólkin innihaldi svo og svo mikið af vítamínum og góðan dag. Þeir ætla kannski að fara að keppa við Tropicana og auglýsa — Fékkstu þér góðan dag í morgun—. Og svo var það bóndinn sem tautaði fyrir munni sér, — ekki eru allar ferðir til fjár, — um leið og hann fór I fjósið. Nú er úti frost og f júk, það fennir yfir iandið. Af þessu gerist þjóðin sjúk, þetta er nú ljóta standið. Sonur minn fjögurra ára hélt þvi fram í fullri alvöru um daginn, að sauðkindin lifði á vinarbrauðum. Svo eru menn að tala um það að áðurnefnd skepna eigi sök á uppblæstri lands. Þaö er anka heimskulegt að halda sliku fram og þvi, að rikisstjórnin eigi sök á verðbólgu. Auðvitað er verðbólgan okkur að kenna, sem erum alltaf að hækka launin okkar hér og svo útlendingunum semeru alltaf að hækka vörurnar sem þeir selja okkur. Það gera þeir i þeim eina tilgangi að auka verðbólguna hér. Það er heldui ekki rikisstjórnin sem hækkar sima- gjöld, rafmagn, hitaveitu, strætisvagna- fargjöld, útvarps- og sjónvarpsgjöld, bensin og olíu, sement og svo framvegis. Láttu ganga Ijóðaskrá En hvað gerir þá ríkisstjórnin eiginlega, gæti einhver spurt. Hún stendur í bíla- kaupum. Eg elska bílinn minn bláa, sá bill fær af kærleika nóg. Liturinn minnir á himininn háa, hitt allt á af lóga dróg. Þó vanti hann fjörið af vilja er nog, við það ég hugga mig þá, að það~er skb engfn aflóga dróg, jafn andskoti himinblá. A meðan Pólýfónkórinn situr á hakan um, að sögn Ingólfs í Utsýn og dr. Ingimar fylkir sér undir merki sósíalista, að sögn dr. tngimars, þa snjóar talsvert hér norðanlands, að sögn Veðurstofunnar. Allt er þetta kannski gott og blessað. En hvernig skyldi dr. Ingimar fara að þessu? Nú er þátturinn á enda. Þátturinn var endurvakinn hér vegna fjölda áskorana. Að belðni viðkomandi nefni ég engin nöfn. -Ben. Ax. s. Nú sést til að sprengja lýs Vísurog vísnaspjall Jón Gunnar Jónsson Hin er um alvarlegra efni. Þó pyngjan sé af fénu fuii þá feigðar stígum sporið, enginn héðan garpur gull getur með sér borið. ★ Lítili Bakki hét kot á Suðurlandi. Einhvern tíma bjuggu þar hjón, sem áttu fjölda barna og voru í miklu basli, ekki síst vegna þess að bóndi var laus við heimilið og drykkfelldur. Einhverju sinni sem oftar er bóndi kom heim, var kotið algjörlega matarlaust, en börnin grátandi af sulti, tók konan honum því með litlum blíðmælum. Varð honum þá þessi vísa á munni: Ef ég dauður félii frá, firrtur nauða svakki, mikili auður yrði þá á þér snauði Bakki. Konan svaraði: Vertu í tali viðfeldinn, víst það eyðir trega, böl þótt ali bágindin brúkaðu ei kala tiisvörin. ★ Aldrei frelsisskúma skraf skapar menning vígi meðan hugur heimskast af hatri og flokkalygi. Þessi vísa er eftir Jón S.Bergmann, getur oft átt við en er auðvitað ékkert því viðkomandi, sem næst er á dagskrá. Margir fyrrverandi Húnvetningar og Hvammstangamenn hafa hringt vegna vísu J.S.B. um líkkistusmiðinn og telja hana vera um líkkistusmið, sem var gamalgróinn á Hvammstanga um 1920, þegar vfsan á að hafa verið ort. Honum er svo lýst, að hann hafi verið nokkuð mislyndur. og einkum þolað illa, þegar lítið var að ger'aen smíðavinna var stopul á þessum árum. Þessvegna þóttust menn taka eftir því að aldrei væri glaðara yfir gamla manmnum en þegar til hans var leitað með smiði á Iíkkistu. Þá var hlakk hans eins og hræfuglshljóð. Þessir nýju heimildarmenn telja svarvísuna, sem ég birti, vera eftir þennan smið, sem ég vil ekki vera að nefna hér, en vissu þess þó ekki önnur dæmi að hann hefði kastað fram vísu, en hefði þó verið talinn greindarmaður. Einn viðræðumaður minn sagði visuna vera eftir konu smiðsins. Sá er þetta ritar starfaði við TJtvarps- tíðindi á stríðsárunum. Þar kom þá Björn G. Björnsson, smiður á Hamms- tanga. Það var vegna vísu eftir hann, sem þá birtist í ritinu og hafði komið illa við suma sveitunga hans. Sýndum við honum bréf, þar sem vitnað var til gömlu visunnar eftir Jón S. Bergmann um líkkistusmiðinn og aðra nýja skammavísu um Björn. Sagði hann að þar væri vikið að viðkvæmum einka- málum sínum. Hefur hún hvergi birst. Þá sagði Björn mér nokkuð frá viðskipt- um sínum og J.S.B. Birtum við þá í Útvarpstíðindum vísu Jóns og svar Björns. Þetta var fyrir 35 árum og kom þá ehgin athugasemd frá Hvammstanga né annarsstaðar frá. ★ Oft eru kröggur í vetrarferðum og Holtavörðuheiðin hefur stundum verið erfið yfirferðar. — Einn þeirra, sem hringdi vegna visunnar um líkkistusmiðinn, gaukaði að mér því, sem hér stendur: Það var á stríðsárunum að Skúli Guð- mundsson alþingismaður og síðar ráð- herra lenti á því ásamt fleirum að bíll festist svo illilega á heiðinni að honum varð ekki mjakað. Loks bar þar að breskan herbíl. sem dró bíl alþingis- mannsins upp úr feninu. Stúlka var með í ferðinni og átti varla nógu sterk orð til að dásama hjálpina. Um það orti Skúli: Syfja tekur margan mann, mái er að fara í háttinn. Ragna blessar blessaðan Bretann fyrir dráttinn. ★ Ólafur Þ. Ingvarsson er. sunnlendingur á góðum aldri, sem öðru- hvoru hefur birt eftir sig kvæði i blöðum og tímaritum. Hér eru tvær stökur eftir hann. Margt er það sem mönnum sýnist í morgundögginni. En verst er þó ef vorið týnist f viskílögginni. Hann hugsar til heimahaganna og upp I Þórsmörk. Norðankuiið næðir strangt, nú eru þrestir hljóðir. Æði finnst mér orðið langt austur á Merkurslóðir. ★ Nú hef ég fengið upplýsingar um höfund vísunnar um ástandsstúlkuna sem var orðin bretabráð og birt var hér fyrir skömmu. Hún er eftir Sigurð Ola Sigurðsson frá Rúffeyjum. Hann er löngu dáinn, en visur og kvæði eftir hann munu vera til i fórum afkomenda hans. Dóttir hans er Ingibjörg Sigurðar- dóttir, sem samið hefur margar vinsælar skáldsögur I gömlum rómantískum stíl. Hér eru tvær vísur eftir Sigurð Óla, meira e.t.v. síðar: Helga fríða Eyri á eyðir stríðum trega. Eldavíðis ungri gná ann ég.gríðarlega. Nú er orðið næsta bjart, nú sést til að sprengja iýs. Þykir frostið þegnum hart, þegar hland í koppum frýs. Þessi gamla vísa er birt lítið eitt öðru- vísi í sagnaþáttum dr. Guðna Jónssonar. Höfundur er sagður Benedikt Diðriks- son, er lengi var ráðsmaður hjá séra Skúla Gislasyni á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð. Frostaveturinn mikla kom Bene- dikt eitt sinn inn í baðstofu snemma morguns. Var þá orðið lúsabjart, en svo var tekið til orða þegar menn sáu til að leita sér lúsa, hliðstætt því þegar sagt var að sauðljóst væri, þegar sást til að smala fé. Þetta er haft eftir Sigurði föðurbróður dr. Guðna. ★ Við fráfall Stalíns komst þessi vísa á kreik á hagyrðinganna landi, en höfundur ekki nefndijr. Loksins er Stalín farinn til sinna feðra um feigðarsjá. Ætli hann verði jafn ofstopamikili neðra og austurfrá? J.G.J. — S. 41046. ~

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.