Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. NÖVEMBER 1977. I Útvarp Sjónvarp Sjónvarpannað kvöld kl. 20,35: Sinfóníetta SVEINBJÖRG GERIR ÞAÐ GOTT í ÚTLANDINU Þau Sveinbjörg Alexanders og Wolfgang Kegler dansa annað kvöld þrjá þætti úr ballettinum Sinfóníetta eftir Johen Ulrich við tónlist eftir Kazimierz Serocli. Þau Sveinbjörg og Kegler dansa annars bæði með dansflokknum Tanz-Forum við óperuna í Köln. Sá dansflokkur er að þvl leyti sérstakur að allir dansarar eru jafnir og engin prímadonna er fyrir hendi. Dansflokkur þessi dansar bæði sígildan ballett og svokallaðan nútímaballett sem aðallega er látbragðsleikur við töluð orð og söngva. Þrátt fyrir að allir fái jafnt kaup og séu að flestu öðru leyti jafnir mun Sveinbjörg hafa dansað öll stærstu hlutverkin f ballettum þeim sem færðir hafa verið upp. Hún hefur enda verið með flokknum frá byrjun. Sveinbjörg er dóttir Kristþórs heitins Alexanderssonar kaup- manns og Olafar Jónsdóttur rit- höfundar. Hún hóf nám við ballettskóla Þjóðleikhússins strax sem lítil telpa en fór síðar í Royal Ballet School í London. Eftir það fór hún til Stuttgart. og dansaði með ballettinum þar á meöan hann var upp á sitt bezta. I Köln hefur hún hins vegar verið í nokkur ár og ferðast þaðan út um allan heim með ballettflokknum og þykir hún standa sig með hinni mestu prýði. DS D Sveinbjörg Alexanders og Wolfgang Kegler. Útvarp á morgun kl. 15,00: Landið mitt FERÐAFÉLAGIÐ FIMMTUGT „Þetta er dagskrá gerð í sam- vinnu við Ferðafélag Islands vegna þess að það á fimmtíu ára afmæli á morgun,“ sagði Haraldur Sigurðsson bókavörður á Landsbókasafni íslands. Til umræðu var dagskrárliður í út- varpinu á morgun undir nafninu Landið mitt. Það eru þeir Haraldur og Tómas Einarsson kennari við Hlíðaskólann sem sjá um þáttinn. Lesið verður upp úr verkum allmargra manna og nefndi Haraldur þar sérstaklega Svein Pálsson sem skrifaði um Veiðivötn, Þorvald Thoroddsen sem skrifaði um Herðubreiðar- lindir, Helga Pjeturss sem skrifaði um öræfin, Harald Matthiasson sem skrifaði um út- sýnið frá Hornbjargi og Gest Guð- finnsson sem skrifaði Dag í Þórs- mörk. Einnig verður lesið nokkuð af ljóðum, til dæmis Fjallgangan eftir Tómas Guðmundsson, Afangar eftir Jón Helgason og eitthvert ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum. Pétur Pétursson útvarpsþulur ræðir við Jjrjá)>ekkta fjallagarjja þá Gísla Eiríksson, Hallgrím Jónasson og Jóhannes Kolbeins- son. Forseti Ferðafélagsins, Davíð Ölafsson, flytur ávarp. Þá verður flutt f jölbreytt tónlist. Lesarar sögukafla og ljóða eru þau Hjörtur Pálsson, Jón Helga- son, Kristbjörg Kjeld og Öskar Halldórsson. Dagskráin er klukkutími og stundarfjórðungur. -DS. Sjdnvarp ámorgun kl. 16,00: ASTARSAGAIM0LL Hiísbænduroghjú Ast í meinum nefnist þátturinn um húsbændur og hjú á morgun. Hver það er sem er skotinn í hverjum skal ósagt látið en í síðasta þætti var greint frá ástum Rósu á Astralíumanninum Wil- mount. Hann kom aftur til Englands eftir tveggja ára fjar- Rósa og Daisy vinna saman við lín. Ölíkar eru þær á svipinn þó báðar séu ástfangnar. veru og hugðist endurnýja kunningsskapinn við Rósu án þess þó að endurnýja bónorðið við hana. Rósa misskildi hins vegar tilgang hans og var eins og upp- þornað blóm sem loksins fær vökva og blómstrar fegurra en nokkru sinni fyrr. Ástralinn ætlaði, þegar hann uppgötvaði þetta, að stinga af frá öllu saman en hætti við og bað Rósu sem auðvitað sagði já. Nafn myndar- innar í dag bendir þó til þess að eitthvað geti farið úrskeiðis en kannski það sé á öðrum sviðum. DS Sjónvarp íkvöld kl. 20,30: gestaleikur Að þekkja rétta manninn Eftir að framhaldsmynda- flokknum Undir sama þaki lauk um síðustu helgi óttuðusl margir að islenzkt efni mundi minnka um einn dagskrárlið. Nú er hins vegar komið í ljós að 'sá ótti er ástæðulaus. I kvöld hefst nýr íslenzkur spurninga- þáttur sem bæði áhorfendui heima fyrir og gestir I sjónvarpssal geta tekið þátt í. Stjórnandi þáltanna er Ölafur Stephensen fram- kvæmdastjóri. Sagði hanri að fastir þátttakendur í öllum þáttunum væru fimm. Það eru þau Guðmundur Guðmundar- son, Armann Eiríksson, Friðrik Theódórsson, Guðjón Guðjóns- son og Soffia Karlsdóttir. Auk þeirra er svo fullur salur þáttJ takenda sem skipt er um I hvert sinn. I fyrsta þættinum eru það Valsmenn og stuðningsfólk þeirra sem skipar þann hóp í áberandi meirihluta. Áhorfendum heima fyrir verður svo gefinn kostur á þvl að taka þátt í sérstakri getraun. Leikurinn sem gestirnir taka þátt í felst í því sem kallað er að þekkja rétta manninn. Þrír menn koma og segjast allir vera hinn sami. Gestirnir eiga siðan Ólafur Stephensen fram- kvæmdastjóri er stjórnandi hinna nýju spurningaþátta. að þekkja hver þeirra segir satt Verða verðlaun veitt fyrir að geta rétt og eins verður dreginn verðlaunaseðill frá sjónvarps- áhorfendum. Guðmundur Guðmundarson, Soffía Karlsdóttir, Friðrik Theódórs- son og Armann Eiríksson. Laugardagur 26. nóvember. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 8.50. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00: Rögnvaldur Finn- bogason les „Ævintýri frá Narníu" eftir C.S. Lewis (12). Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristín Sveinbjörns- dóttir kynnir. Barnatími kl. 11.10: Svipast um. Stjórnandi: Sigrún Björnsdóttir. Þátturinn fjallar um Bandaríkin. Sigurður Einarsson talar um Indíána í suðvesturfylkjunum. Arnar Jónsson les úr „Sögunni af Tuma litla“ eftir Mark Twain, og leik- in verður bandarísk tónlist. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Vikan framundan. Sigmar B. Hauks- son sér um dagskrárkynningarþátt. 15.00 MiAdegistónleikar. a. Forleikur að óratórfunni „Jósef“ og „Pensieri notturni di filli“ eftir Hándel. Collegium Aurorum hljómsveitin leikur. Elly Ameling syngur. b. Trompetkonsert í D-dúr eftir Michael Haydn. Maurice André og Kammer- sveitin í MOnchen leika; Hans Stadl- mair stj. c. Sinfónía 1 D-dúr eftir Giu- seppe Tartini. Hátíðarhljómsveitin í Lucerne leikur; Rudolf Baumgartner stj. 15.40 islenzkt mál. Dr. Jakob Benedikts- son flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsaalustu popplögin. Vignir Sveinsson kynnir. 17.00 Enskukennsla (On We Go); — sjötti þáttur. Leiðbeinandi: Bjarni Gunnars- son. 17.30 Framhaldsleikrit barna og ung- linga: „MilljónasnáAinn", gert eftir sögu Walters Christmas (hljóðritun frá 1960). Þýðandi: Aðalsteinn Sigmunds-. son. Jónas Jónasson bjó til útvarps- flutnings og er leikstjóri. Fyrsti þáttur af þrem. Persónur og leikend- ur: Þulur/Ævar R. Kvaran, Klemen- sína frænka/Emelía Jónasdóttir, Jón/Jón Einarsson, Emil/Bjarni Steingrfmsson, Pétur milljóna- snáði/Steindór Hjörleifsson, Slim/Guðmundur Pálsson, Muckel- meier/Sigurður Grétar Guðmundsson og Dick Robinson/Sævar Helgason. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Af lífahlaupi listamanna. Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Eyjólf Ey- fells málara; fyrsti þáttur. 20.00 Á óperukvöldi: „TviburabrœAurnir" eftir Franz Schubert. Guðmundur Jóns- son kynnir óperuna. Flytjendur: Helen Donath, Nicolai Gedda, Diet- rich Fischer-Dieskau, Kurt Moll, Hans-Joachim Galius, kór og hljóm- sveit Ríkisóperunnar f Bayern; Wolf- gang Sawallisch stjórnar. 20.50 Úr vísnasafni ÚtvarpstíAinda. Jön úr Vör flytur annan þátt. 21.00 Frá haustdögum. Jónas Guðmunds- son rithöfundur segir frekara frá ferð sinni til meginlandsins. 21.40 Sænskir þjóAdansar. Hljómsveit Gunnars Hahns leikur. 22.10 Úr dagbók Högna Jónmundar. Knútur R. Magnússon les úr bókinni „Holdið er veikt" eftir Harald A. Sigurðsson. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 27. nóvember 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15. Veðurfregnir. Útdráttur úr forustugr. dagbl. 8.35 Morguntónleikar. a. „Kreisleriana", lög og útsetningar Fritz Kreislers; Dalibor Brazda stjórnar hljómsveit- inni sem leikur. b. „Hjartað, þankar. hugur, sinni", kantata nr. 147 eftir Bach. Hertha Töpper, Ernst Háefliger og Kieth Engen syngja með Bachkórnum og — hljómsveitinni í MUnchen; Karl Richterstj. 9.30 Veiztu___avaríA? ; 10.10 Veðurfregnir. Fréttir. 10.30 Konaert fyrir sembal, tvö fagott og strengjasveit eftir Johann Gottfried Möthel. Eduard MUller, ffeinrich Göldner og Ottó Steinkopf leika með hljómsveit tónlistarskólans í Basel; August Wenzinger stj. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju Prestur: Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Organ- leikari: Páll Halldórsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.20 StaAa íslands í alþjóAaviAskiptum Guðmundur H. Garðarsson viðskipta- fræðingur flytur síðara hádegiserindi sitt: Forysta íslendinga í sölu hrað- frystra sjávarafurða. 14.00 MiAdegistónleikar: Frá tónleikum Pólýfónkórsins i Háskólabíói 17. júníi s.l.: — fyrri’ hluti. FTytjendúr: Pólyfónkórinn, Hannah Francis og Margrét Bóasdóttir sópransöngkonur, Rut L. Magnússon altsöngkona, Jón Þorsteinsson, tenórsöngvari, Hjálmar Kjartansson, bassasöngvari, kammer- sveit, Kristján Þ. Stephensen óbóleikari, Rut og Unnur Marla Ingólfsdætur fiðluleikarar, Ellen Bridger sellóleikari, Arni Arinbjarnarson orgelleikari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Konsert- meistari: Rut Ingólfsdóttir. Stjórn- andi: Ingólfur Guðbrandsson. a. Gloria í D-dúr eftir Antonio Vivaldi. b. Konsert í d-moll fyrir tvær einleiks- fiðlur, strengjasveit og sembal eftir Johann Sebastian Bach. 15.00 Landið mitt Samfelld dagskrá, gerð, í samvinnu við Ferðafélag Islands. Forseti félagsins, Davíð ólafsson, flytur ávarp, Pétur Pétursson ræðir við Glsla Eiríksson, Hallgrim Jónas- son og Jóhannes Kolbeinsson, Hjörtur Pálsson, Jón Helgason, Kristbjörg Kjeld og óskar Halldórsson lesa. Einnig verður flutt tónlist. Umsjónar- menn. Haraldur Sigurðsson og Tómasl Einarsson. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 A bókamarkaðinum Umsjónar- maður: Andrés Björnsson útvarps- stjóri. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 17.30 Otvarpssaga barnanna: „Útilagu- bömin í Fannadal" aftir GuAmund G. Hagalin Sigríður Hagalín leikkona les (10). 17.50 Harmonikulög örvar Kristjánsson leikur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Svipast um á SuAuriandi. Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri ræðir við Ólaf Sigurðsson hreppstjóra 1 Hábæ 1 Þykkvabæ; — fyrri hluti. 19.55 Frá tónleikum Pólyfónkórsins i Háskólabíói 17. júni s.l. — slðari hluti. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Með kórnum svngja: Hanna Francis. Margrét Bóasdóttir, Rut L. Magnús son, Jón Þorsteinsson og Hjálmar KjartapssQn. Einleikarar á orgel og, trompet: Arni Arinbjarnarson ogl Lárus Sveinsson. Kammersveit leikur. Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir. Flutt er tónverkið Magnificat I D-dúr eftir Johann Sebastian Bach. /20.30 Útvarpssagan: „Silas Mamer" eftir Georgs Elipt Þórunn Jónsdóttir fslenzkaði. Dagný Kristjánsdóttir les (6): 21.00 islanzk ainsöngslög: Svala Nieisen syngur lög eftir Olaf Þorgrímsson. Guðrún A. Kristinsdóttir leikur á píanó. 21.20 Um hella og huldufólkftrú undir Eyjafjöllum Gisli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson tóku saman þáttinn. (Aður útv. 2. nóv. 1975). 22.10 iþróttir. Hermann Gunnarsson sér um þáttinn. 23.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Kvöldtónleikar. a. Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leikur ungverska> dansa eftir Brahms; Willi Boskovski stj. b. Giuseppe Di Stefano syngur* söngva frá Napoli. c. Strausshljóm- sveitin í Vin leikur „öldugang" eftir Johann Strauss; dr. Walter Goldsmith stj. 93 30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.