Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. NÖVEMBER 1977. 11 Slökkviliösmenn í London krefjast kjarabóta og standa með kröfu- spjöld sín á götunni; í baksýn er Big Ben og þinghúsið. leik meö þvi að ganga ekki til samnina viö slökkviliðsmenn. Viðbrögð stjórnvalda hafa hingað til ekki verið önnur en þau að setja fimmtán þúsund hermenn til slökkvistarfa. Ur- valssveitirnar eru úr flugher og flota og hafa þær allfullkomin tæki til að vinna með. En þær eru aðeins skipaðar nokkur hundruð mönnum. Meginhluti hermannanna hefur aðeins úr- eltar slökkvibifreiðir, meira en tuttugu ára gamlar. Hafa þær verið í geymslum og eru aðeins ætlaðar í sérstökum neyðartil- fellum. Hafa hermennirnir nú um eitt þúsund bifreiðir» sem eru raunverulega aðeins stórar flutningabifreiðir með vatns- tanki og stigum. Eins og í seinni heimsstyrjöldinni Margir eldri Bretar minnast baráttunnar við eldsvoða í seinni heimsstyrjöldinni, þegar loftárásir Þjóðverja voru sem mestar á borgir í Bretlandi. Þá voru hermenn fjölmennir við eldvarnastörf eins og nú gefur að sjá í sjónvarpinu daglega. Stjórn Callaghans virðist ákveðin í að láta ekki undan kröfum slökkviliðsmanna um launahækkun. Þeir krefjast 30% hækkunar en hefur verið boðið 10%. Markmið stjórnar- innar er að halda öllum launa- hækkunum innan þeirra marka. Öttast hún að ef látið verður undan slökkviliðsmönn- um muni aðrir hópar launþega koma á eftir. Merlyn Rees innanríkisráðherra hefur meira að segja lýst því yfir að honum hafi borizt yfirlýsingar frá forustumönnum annarra launþegahópa um, að þeir muni feta í fótspor slökkviliðsmanna. Ríkisstjórnin álítur að höfuð- nauðsyn sé að halda niðri verð- bólgunni, auka atvinnutæki- færi og stöðva alls kyns skæru- verkföll. Til að ná því marki, segja talsmenn hennar, verður að takmarka launahækkanir við 10%. Gefum okkur ekki, segja slökkviliðsmenn Slökkviliðsmenn eru einnig mjög ákveðnir og segjast undir engum kringumstæðum sætta sig við 10% tilboð stjórnarinn- ar. Brezka dagblaðið Daily Mail lét kanna hug almennings til deilunnar. Niðurstaða könn- unarinnar var sú að 63% Breta telja, að slökkviliðsmennirnir eigi að fá meiri launahækkun en sem nemur 10%, sem stjórn- in hefur boðið. Aftur á móti reyndust 48% telja verkfall þeirra réttlætanlegt en jafn- margir voru því andvígir. Mesti bruninn síðan verkfall- ið hófst fyrir níu dögum var þegar eldur komst í raforkuver nærri Londón. Voru her- mennirnir hátt á annan sólar- hring að berjast við eldinn. Slökkviliðsmenn, sem fylgdust með aðförunum sögðu að þjálfaðir menn með fullkomin tæki hefðu ráðið niðurlögum hans á um það bil klukkustund. Orkuverið framleiddi 2% af allri raforku á Bretlandseyjum. Mun það ekki komast aftur í gagnið fyrr en eftir nokkurra mánaða viðgerð. Logarnir léku um milljón lítra af eldfimum vökva Fullyrt er að ekki hafi munað nema hársbreidd að illa færi, þegar eldur varð laus í vöru- húsi í Stratford í austur London. Eldtungurnar léku á tímabili um tanka sem í eru ein milljón lítrar af mjög eldfimum vökva. Vildi svo vel til að vind- átt breyttist svo tönkunum varð bjargað. Hermennina skortir flest það, sem nú er talið nauðsyn- legt við eldvarnir. Hafa þeir aðeins úrelta stiga og engin kvoóutæki. Slys hafa verið tíð meðal her- mannanna, sem í eldvarnasveit- unum eru. Oftast hafa þeir fengið reykeitrun en beinbrot hafa einnig verið tíð. Spurningar um hvers vegna hermönnunum sé ekki heimilað að nota hin fullkomnu tæki slökkviliðsins, sem liggja ónotuð á slökkvistöðvum, eru orðnar mjög áleitnar. Ríkisstjórnin fullyrðir að þeir kunni ekki með þau að fara. Marga grunar þó að ástæð- an sé sú, að stjórnin vilji ekki taka þá áhættu að lenda í deil- um við slökkviliðsmenn ef tæk- in og slökkvistöðvar yrðu teknar í notkun. Léleg aðstaða hermatinanna Einnig þykir öll starfsaðstaða hermannanna lítt til fyrir- myndar. Verða þeir að sofa og búa í úr sér gengnum bröggum. Þreytu er einnig farið að gæta meðal þeirra. Slökkviliðsmennirnir eru ekki heldur taldir í öfunds- verðri aðstöðu. Samtök þeirra eru á engan hátt viðbúin löngu verkfalli, hafa til dæmis enga sjóði til að greiða félögum sín- um verkfallsstyrki. Laun í Bretlandi hafa lækkað um 6% að raungildi síðustu þrjú ár og opinberir starfs- menn eins og slökkviliðsmenn hafa orðið einna verst úti. Slökkviliðsmenn hjá einka- fyrirtækjum hafa mun hærri laun en félagar þeirra hjá hinu opinbera og munar þar allt að helmingi. Slökkviliðsmenn nó ekki meðallaunum Núverandi laun slökkviliðs- manna eru 65 pund á viku, sem er nokkru lægra heldur en meðallaun í Bretlandi. Ekki eru allir ánægðir með verkfallið og þess eru dæmi að neitað sé að afgreiða slökkvi- liðsmenn á ölkrám og einnig fréttist af tannlækni einum, sem strikaði fjölskyldu slökkvi- liðsmanna af skránni yfir sjúkl- inga sína. Slökkviliðsmenn hafa einnig gripið til ýmissa örþrifaráða. Þess eru dæmi, að þeir hafi tekið ljósmyndir af félögum sínum, sem ekki hafa staðizt mátið og hjálpað hermönnum við eldsvoða. Frétzt hefur af símahringing- um til lausráðinna slökkviliðs: manna úti á landsbyggðinni að næturlagi. Hafa þeir verið narr- aðir af stað á slökkvibifreiðum vegna brunatilkynninga, sem síðan hafa reynzt fals eitt. Hafa sumar þessara símhringinga verið raktar til slökkviliðs- manna. Lausráðnir slökkviliðs- menn eru ekki í verkfalli. Slökkviliðsforingjar gefa hermönnunum róð Yfirmenn i slökkviliðinu hafa sumir hverjir veitt ráð- leggingar, þegar hermennirnir hafa verið að slökkva elda. Þeir eru þó einnig í verkfalli og vilja margir slökkviliðsmenn að þessum ráðleggingum sé hætt. Yfirmennirnir verja gerðir sínar með því, að ef þeim sé ekki haldið' áfram verði elds- voðar í London óviðráðanlegir. Sú spurning brennur þó helzt á vörum almennings, hvað verða muni ef eldur kemur upp í sjúkrahúsum, elliheimilum eða skólum. Munu slökkviliðsmennirnir þá koma til hjálpar? „Það verðum við að gera,“ svaraði einn þeirra, þegar blaðamaður spurði hann þess- arar spurningar, ,,en í guðanna bænum hafðu það ekki eftir mér,“ sagði hann síðan. Tónlistarfélagið: STRADIVARI- kvartettinn Tónlistarfólagifi, þrifiju tónleikar fyrir styrkarfólaga í Austurbœjarbíói, 19.11. '77. Stradivari-kvartettinn. Efnisskrá: Mozart: Strengjakvartett í G, K387. Samuel Barber: Strengjakvartett, op. 11. Dvorak: Strengjakvartett í F, op. 96, „The Nigger". Stradivari-kvartettinn hélt í annað sinn tónleika á Islandi sL laugardag, en hann kom hingað einnig í fyrra á vegum Tón- listarfélagsins. Kvartettinn var stofnaður árið 1960 og hefur hróður hans vaxið ár frá ári og hann öðlast virðingu og aðdáun tónlistarunnenda um allan heim, bæði gegnum tónleika og hljómplötur, og réttilega verið nefndur „einn hinn besti í heimi“. En hver er hinn besti í heimi veit enginn. Þegar flytjendur hafa komist eins nálægt tækni- legri fullkomnun og félagarnir í Stradivari-kvartettinum, eða hver sem það er, þá fer túlkun- in að verða það sem leitast er við að ná fullkomnun í. Til allrar hamingju getur enginn sagt hvað er fullkomin túlkun, þegar út á það svið er komið, þá er það orðið persónubundið mat hvers og eins í það og það skiptið. Það sem manni finnst komast næst fullkominni túlk- un á ákveðnu verki í dag, er ef til vill ekki nógu gott á morgun. Stradivari-kvartettinn hefur komist mjög nálægt hinni tæknilegu fullkomnum. Kvart- ettinn þarf ekki lengur að hugsa um þær hliðar flutnings- ins, túlkunin skiptir þar öllu máli. A tónleikum sínum __ sl. la.ugardag léku þeir tvo' af þekktustu kvartettum Mozarts og Dvoraks, svo og kvartett eftir bandaríkjamanninn Samuel Barber. íslenska frostið var á móti þeim, bar dálítið á því í kvartettinum eftir Mozart, fannst mér eins og þeir færu mjög varlega í fyrsta kafla kvartettsins, kuldinn hafði þau áhrif á viðkvæm strengjahljóð- færin, að erfitt var að stilla þau til hlítar. En er á leið, hvarf þessi tilfinning, og óhætt var að. gefa sig á vald tónanna, sem flóðu frá sviðinu. Dvorak samdi kvartett sinn op. 96 í tékka-nýlendunni Spillville í Iowa árið 1893. Er sá kvartett kallaður „The Nigger“, en kvintettinn, op. 97, kallaður „The American“, held ég að rangt sé með farið í efnis- skrá tónleikanna. Tónlistin minnir óneitanlega á 5. sin- fóniu Dvoraks, „Frá nýja heim- inum“, má þar finna áhrifin frá negra- og indíánatónlist I stefj- um þeim er hann notar. Stradivari-kvartettinn fannst mér ná meiri fullkomnun i því verki. Verk Samuels Barbers fannst mér frekar leiðinlegt, og naut ég þess ekki sem skyldi. Sem aukalag léku þeir síðan andantinó úr strengjakvartett Debussys, o'g man ég ekki eftir að hafa heyrt fegurri tónlist á sviði Austurbæjarbíós. Austurbæjarbíó, sem mér hefur hingað til fundist ágætis hljómleikasalur, virkaði frekar dautt, var eins og það bæri ekki nógu vel hljóminn frá sviðinu. Tónlist Óðinn Sigþörsson Slíkt hlýtur fyrr en siðar að leiða til enn einnar gengis- fellingar, enda framleiðslan að komast í þrot á mörgum sviðum. Aðrar aðgerðir betri Hugsanlegt er að snúast gegn sparifjárskortinum og aukinni einkaneyslu með öðrum aðgerðum, sem tækju mið af erfiðri stöðu atvinnuveganna, þ-e.í fyrsta lagi: Að gera sparifé I bönkum og sparisjóðum frádráttarbært til skatts. Sú ráðstöfun hefur þá kosti að hvetja almenning til sparnaðar án þess að verða samdráttar- valdur 1 atvinnulífinu. 1 öðru lagi: Hækkun fasteignaskatta, annarra en á eigin íbúðar- húsnæði ellilífeyris- og örorkuþega, slíkt myndi beina fjármagninu í auknum mæli til fjárfestingar í atvinnuvegun- um. í þriðja lagi: Söluskatt má nota sem virkari hemil á einka- neysluna. Hugsanlegt væri að hafa hin ýmsu söluskattstig, sbr. tollálagningu, eftir nauðsyn og eðli vörunnar, þ.e. lækka söluskatt á nauðsynja- vörum, en-hækka hann aftur á móti á munaðarvörum. Allar aðgerðir stjórnmálamanna verða að miðast við að leysa vandann í stað þess að viður- kenna hann, eins og vaxta- hækkunin raunar gerir. Ungir sjálfstæðismenn hafa að undanförnu bent á þá hættu- legu þróun sem átt hefur sér stað í ríkisbúskapnum og hófst á tlmum vinstri stjórnarinnar. Hið opinbera seilist sífellt lengra inn á svið einstaklings- ins, ríkisforsjáin í algleymingi. Fjárhagsráð er endurvakið í dulargervi Framkvæmdastofn- unarinnar. Einstaklingurinn finnur til vanmáttar gegn flóknu óhagkvæmu rikiskerfi. Tillögur ungra sjálfstæðis- manna „Báknið burt“ hafa verið ýtarlega kynntar við vaxandi vinsældir, sem má m.a. sjá á árangri Friðriks Sophus- sonar í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins um síðustu helgi. Það mun koma í hlut ungs sjálf- stæðisfóks innan þingsala sem utan, að dusta rykið af stefnuskrá flokksins og fylgja henni eftir. Samskiptin við varnarliðið Á aðalfundi Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi nú nýverið var ályktað um samgöngumál kjördæmisins sem hefur verið verulega afskipt varðandi fjár- veitingar til nýbygginga á vega- kerfinu, eða 9,5% af lands- meðaltali á árabilinu 1965—1976. Samgöngunefnd samtakanna lagði fram ýtarlega skýrslu um nauðsynlegar endurbætur, sem færa íbúa þessa kjördæmis jafnfætis öðrum þegnum þjóðarinnar varðandi ástand vega. Kostn- aður við þessar framkvæmdir er áætlaður 2,5 milljarðar króna og er þá aðeins átt við stofnbrautir. Ljóst er, að fjár- magn til slíkra hluta verður ekki útvegað fyrirhafnarlaust, en bent er á, að allir er vegina noti, skuli greiða að jöfnu. Varnarlið Nató á íslandi hefur haft ókeypis afnot af vegakerfinu allt frá komu varnarliðsins til landsins. Gróft áætlað er talið að sú upphæð sem við höfum „sparað“ Nató með niðurfellingu aðflutnings- gjalda og söluskatts af bensíni og bifreiðum til þeirra sé um 4 milljarðar króna á umræddu tímabili. Samgöngur og varnir eru svo samofin hugtök, að ekki verður skilið að í umræðum um varnarstyrk. Því væri eðlilegra að Nató treysti varnir íslend- inga með aðstoð við samgöngu- bætur f stað ókeypis afnota af frumstæðu vegakerfi lands- manna eins og nú tíðkast. Eins vaknar sú spurning hvort lambakjötið íslenzka myndi ekki sóma sér vel á borðum varnarliðsmanna í stað þess tollfrjálsa kjöts sem þeir kaupa frá Astralíu í dag. Samskipti íslendinga og varnarliðsins á Miðnesheiði hafa á mörgum sviðum verið með þeim hætti, að þjóðinni er lítill sómi að. Um þessa helgi ganga sjálf- stæðismenn og stuðningsmenn þeirra til prófkjörs í Vestur- landskjördæmi. Fyrirsjáanleg- ar eru breytingar á skipan efstu sæta listans hverjar sem niðurstöður kunna að verða. Vestlendingar, nú er tækifærið að auka hlut ungs fólks með þróttmiklar skoðanir, sem þorir að segja meiningar sínar og standa við þær á alþingi. Nú á miðsvæði kjördæmisins næsta leik. Óðinn Sigþórsson, bóndi, Einarsnesi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.