Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 24
. \ Brunabótamat hækkar um 35% 1. jan. nk.: BUIZT VH) GIFURLEGRI HÆKKUN ÍBÚÐAVERÐS Það er mál manna að gífurleg hækkun verði á íbúðaverði upp úr næstu áramótum. Húsa- tryggingar Reykjavíkurborgar hafa nú tilkynnt að brunabóta- mat hækki um 35% frá og með 1. janúar nk. og það eitt út af fyrir sig gæti stuðlað að hækkun, þó það sé ekki algilt. Hækkun á brunabótamati hefur verið nær árviss atburður og fasteigna- markaðurinn hefur verið undir þá hækkun búinn. Hins vegar eru fleirá atriði sem þarna koma til greina. Á það er einnig að líta að hækkun brunabótamatsins er aðeins meiri en verðbólgan hefur verið í ár, sem var 32%. Verðhækkanir í sambandi við íbúðabyggingar hafa verið mjög miklar og eiga eftir að verða meiri á komandi mánuðum. Kauphækkanirnar, sem koma til framkvæmda núna 1. desember nk., eru tald- ar eiga eftir að hafa gífurleg áhrif. Og fasteignasalar eru að því er virðist nokkuð sammála um að þó nokkurrar bjartsýni gæti hjá fólki almennt, þrátt fyrir allt. Allt þetta segja þeir vera atriði sem taka verði með í reikninginn er fjallað er um hækkandi verð á íbúðar- húsnæði. Hækkun brunabótamatsins er þvi almennt talin teikn þess sem koma skal. Ha, hvað, eru að koma jól? KOMIÐ lOLftPOSTINUM TÍMANLEGA AF STAÐ „Jólabögglarnir eru farnir að berast til útlanda en maður finn- ur svona andann. Það er orðið meira stress á fólkinu og allir eru farnir að flýta sér,“ sagði Kristján Hafliðason yfirdeildarstjóri Bögglapóststofunnar í samtali við DB. Nú er nóvember brátt liðinn og ekki seinna vænna að fara að huga að jólagjöfum ef menn ætla á annað borð að gleðja fjarstadda vini sína á jólunum. „Nú er síðasta sjóferðin til út- landa farin og verða menn að senda bögglana sína með flug- pósti. Ég vil endilega hvetja menn til þess að búa vel um pakkana. Það kemur stundum fyrir að pakkar eru svo illa búnir að þeir hreinlega springa og allt í einu eru komnir smápakkar til Nonna, Stínu og Gunnu. Það getur stund- um verið erfiðleikum bundið að koma pökkum til skila þegar svo illa er um þá búið. Flugpósturinn til Mið- Evrópulanda og fjarlægra landa verður að vera kominn fyrir 7. desember en fyrir 10. des. til Norðurlandanna. Innanlands- pakkapósturinn, sem á að dreifast um landið, þarf að vera kominn í Bögglapóststofuna fyrir helgina 18. des. en auðvitað er langbezt að pósta bögglana strax, eða sem allra fyrst,“ sagði Kristján. Burðargjöld fyrir pakkapóst eru mjög mismunandi eftir lönd- um. „Okkar hlutur í burðargjöldun- um er næsta lítill," sagði Kristján, „og hlutur viðkomandi landa mjög misjafn. T.d. taka Bretar langmest fyrir póstþjónustu." Fyrir eitt kg kostar til Dan- merkur 510 kr., 1090 kr., til Stóra Bretlands 830 kr. til Bandaríkj- anna. Fyrir eins kg pakka innanlands kostar 130 kr. og 350 kr. fyrir fimm kg. Útfylla verður fylgiskjöl með innanlandspökkum og auk þeirra tollskjöl með utanlands- pökkum. -A.Bj. GÓÐU KARTÖFLURNAR FYLLAt.yái5* GEYMSLUR Á N0RÐURLANDI „Okkur kartöflubændum á Norðurlandi þykir hart að sitja uppi með allar geymslur troð- fullar af fínustu kartöflum og geta ekki komið þeim á markað- inn á Stór-Reykjavíkursvæðinu á meðan við lesum í blöðunum að Reýkvíkingar þurfi að borða smælki allt niður í 28 mm í þvermál." Þetta-sagði Sveinberg Laxdal á Svalbarðsströnd í samtali við DB. „Norðlenzkir kartöflufram- leiðendur eru útilokaðir frá markaðinum í Reykjavík vegna þess að við fáum ekki að bæta flutningsgjaldinu suður við verðið. Þetta er vegna þess að visilalan er miðuð við verðið í Reykjavík. Við fáum 95 kr. fyrir hvert kg að viðbættri einni krónu á kg fyrir hvern mánuð í geymslu, þannig að núna fáum við 97 kr. fyrir kg. Okkur finnst það mikil fyrir- höfn af kartöfluframleiðslunni að við getum ekki tekið á okkur að borga flutningskostnaðinn til Reykjavíkur. Okkur finnst eðlilegast að all- ar innlendar kartöflur séu seldar áður en farið er að flytja inn kartöflur. En þetta hefur verið svo að norðlenzkum fram- leiðendum er gert að selja sína framleiðslu hér fyrir norðan, en þegar uppskeran hefur verið góð, eins og hún hefur verið undanfarin þrjú ár, hefur komið fyrir að við höfum orðið að fleygja ágætis kartöflum þegar liðið er á vorið vegna þess að við höfum ekki haft nægilega góðar geymslur fyrir allt magnið," sagði Sveinberg. Jóhann Jónasson forstjóri Grænmetisverzlunarinnar var í fríi þannig að haft var samband við Þorgils Steinþórsson í hans stað. „Mér er alveg ókunnugt um að norðlenzkir kartöflufram- leiðendur hafi orðið að henda framleiðslunni á meðan kartöfl- ur hafa verið fluttar inn til landsins. Eins og stendur eru engar kartöflur fluttar inn nema svokallaðar steikingar- kartöflur. Hitt er annað mál að flutningskostnaður fæst ekki lagður ofan á auglýst verð,“ sagði Þorgils. Ekki sagðist hann vita hvort kartöflur yrðu fluttar til lands- ins á meðan þær væru onn til hjá framleiðendum fyr- ir norðan. Það væru forstjóri og stjórn fyrirtækisins sem tækju ákvörðun um allt slíkt. Eins og áður segir fá kart- öfluframleiðendur 95 kr. fyrir hvert kg auk einnar krónu fyrir geymslukostnaði á mánuði. Smásöluverð á kartöflum i 5 kg pokum er kr. 677 þannig að hvert kg kostar 135,40. - A.Bj. frjálst, áháð dagblað LAUGARDAGUR 26. NÖV. 1977. Mikill skortur áeggjum — innflutningi neitað — viðskiptaráðuneytið hafnaði innfiutningi áeggjum þráttfyrir grfurlegan skortá markaðinum „Mikill skortur er nú á eggjum og hefur hann komið ákaflega illa niður á okkur hjá Bakarameistar- anum. Við eðlilegar aðstæður notum við um tonn af eggjum á viku — en skortir nú um 25—30% til að fullnægja þörf- inni. Við höfum orðið að hætta að framleiða deig, sem eru frek á egg,“ sagði Jóhannes Björnsson bakarameistari í viðtali við DB. Víða 1 vérzlunum er mikill skortur á eggjum og sums staðar hefur ástandið verið svo slæmt að kaupmenn fá aðeins um 20% af því magni er þeir selja við eðli- legar aðstæður. Matkaup fór fram á það við viðskiptaráðuneytið að fá að flytja inn egg vegna hins mikla skorts sem sýnilega eykst fram að jólum. Svar ráðuneytisins var hins vegar blátt nei — slíkt kæmi ekki til greina. „Þetta hafa verið eilíf hlaup undanfarið til að reyna að bjarga málum en með misjöfnum árangri,“ sagði Jóhannes enn- fremur. Þá er ljóst að mikið hamstur hefur verið með egg — og hafa kaupmenn gripið til þess ráðs að skammta viðskiptavinum sínum egg og ljóst er að einungis til bakara á Stór- Reykjavíkursvæðinu skortir hátt á annað tonn vikulega til að eftir- spurn sé fullnægt. - h halls Biskup vígir kapellu Hrafnistu Kapella Hrafnistu í Hafnarfirði verður vígð á sunnudaginn kl. 2 síðdegis. Biskupinn yfir tslandi vígir kapelluna en viðstaddir at- höfnina verða vígslubiskup, prófastur og prestar úr prófasts- dæminu. Kapellan heyrir undir Víðistaðasókn í Hafnarfirði en henni þjónar Sigurður H. Guð- mundsson sóknarprestur. - ASt. Bikarkeppni SÍf Hafnarfirði Bikarkeppni Sundsarabands Islánds, 1. deild, verður haldið áfram I dag — en keppnin hófst í gærkvöld. Fjögur lið taka þátt I 1. deild — það er Ægir, Ármann, úr ReyRjavík og HSK — en þaðan koma tvö lið, A og B-lið. Fjölgað verður í 1. deild um eitt lið — efsta liðið f 2. deild vinnur sér rétt til þátttöku í 1. deild — og árangur neðsta liðsins í 1. deild og . næstefsta I 2. deild verður borinn saman og það lið er nær betri árangri hlýtur sæti I 1. deild. Búast má við að Ægir verði nokkuð öruggurvsigurvegari I 1. deild. Keppni verður haldið áfram I dag í Sundhöll Hafnar- fjrðar og hefst hún kl. 18 — og á morgun kl. 16. -h. hails.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.