Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. NÖVEMBER 1977. SKILUÐU 21ÍBÖÐ Á AKUREYRI35- 40% UNDIR VÍSITÖLU BYGGINGAR- KOSTNAÐAR Á AFHENDINGARDEGI Ef þeir sem ódýrast byggja væru látnir sjá um allar húsbyggingar á landinu spöruðust 5-6000 milljónir króna á hverju ári. Fjölbýlishúsið að Hjallalundi 5—7 á Akureyri var afhent í síðustu viku og blaðamönnum sýnt húsið. Var þetta ósköp venjuleg athöfn með prúðbúnu fólki og veitingum, en eitt er þó athyglisverðast: Smári hf. var enn einu sinni að afhenda bygg- ingu ^langt undir kostnaðar- verði og byggingarvísitölu. A það skal nú litið nánar. kostar 49 þúsund krónur. Sam- kvæmt byggingarvísitölu og út- reikningum Hagstofunnar frá því í október þá kostar fermetr- inn kr. 56.000 í húsi tilbúnu undir tréverk, en í fullfrá- gengnu húsi utan sem innan kr. 84.000. Það lætur því nærri að Smárinn framleiði íbúðir sem eru .35—40% undir byggingar- greidd af verkkaupa, hver sem í hlut á. Aðalatriði tel ég þó vera, sagði Tryggvi, hve vel við skipuleggjum verkin. Við höfum aflað okkur góðra tækja og síðast en ekki sizt höldum við mjög vel utan um alla hluti, reynum að láta eins lítið og mögulegt er fara í súginn, nýtum allt upp til agna. Tryggja sig fyrir iífstíð á einni blokk Þetta er enginn galdur. sagði Frá afhendingu verkamannabústaðanna. Bæjarstjórinn Helgi Bergs annar frá hægri og Tryggvi Fálsson framkvæmdastjóri lengst til hægri. Tilboð voru opnuð 24. maí 1976. Þrjú tilboð bárust og var tilboð Smárans lægst, 84.451.500 krónur er var 82% af áætlun verkkaupa. Aætlunin var 102.628.270 krónur. Mis- munurinn er 18.176.770 krónur. Hin tilboðin tvö sem bárust voru 90% og 93% af áætlun verkkaupa. Af því leiðir að munurinn milli lægsta til- boðsins og hinna er 8% og 11%. Tilboð Smárans náði til alls þess sem þarf til að fullgera húsið að utan og innan að frá- töldum eftirfarandi atriðum, sem eru 18—23% af heildar- byggingarkostnaði: Byggingar- ieyfi. gatnagerðar- og heimtaugargjöld, eldavélar, eldhúsinnréttingar og fata- skápar (sem Hagi annaðist), innihurðir (sem Þór annaðist) og bráðabirgða kyndiklefi ásamt búnaði og lögnum að húsi, sem Smári annaðist að mestu samkvæmt reikningi. Framkvæmdirnar hófust í júní og hafa staðið sleitulaust síðan eða í um 15 mánuði. Inn í dæmið hafa komið skæruverk- föll og yfirvinnubann, sem þjóðin varð fyrir á sl. sumri. 49 þúsund kr. á hvern gólffermetra Kostnaður Smárans við þessa framkvæmd er á þessa leið: Til- boðsupphæðin 84.451.500 krónur og verðbætur sam- kvæmt samningi 16.385.800 krónur. Umframgreiðslur vegna ófyrirséðrar aukavinnu í grunni hússins tæpar 2.5 millj. Viðbótareinangrun á þak, sem beðið var um, kr. 265.000 — og bráðabirgða kyndiklefi, sem áður er um getið, 746 þúsund krónur. Heildarkostnaður við verkið er því 104.416.014 krónur með aukaverkefnum. Sé hins vegar aðeins miðað við tilboðsupphæðina og verð- bætur og önnur samningsatriði er heildarkostnaðurinn 100.837.300 kr. Er það 1.790.000 kr. undir þeirri áætlun sem verkkaupi lagði fram fyrir 18 mánuðum. Mun slíkt einsdæmi i byggingariðnaði hér á landi. Sámkvæmf framanskráðu kostar hver fbúð frá h£ndi Smárans 4.970.000 að meðaltali, sem þýðir að gólffermetrinn Allt eru þetta föst verð og óbundin vísitölu. Gólffermetr- inn í þessu húsi kostar 74.000 krónur sem er 13% undir bygg- ingarvísitölu. Spara mó 5—6 milljarða Tryggvi Pálsson sagði að ár- lega væru byggðar um það bil 2000 íbúðir á landinu. Með því að láta verktaka byggja þessar íbúðir sem sannanlega geta og vilja byggja þær fyrir raun- verulegan kostnað er hægt að spara þjóðinni 5—6 milljarða á ári. Það er ekki lítil upphæð til að draga úr verðbólgu. Þetta er hins vegar ekki hægt að gera nema fjármagninu sér rétt stýrt. En var ekki Hús- næðismálastofnun ríkisins sett á fót með það fyrir augum að lána til íbúðakerfisins fyrst og fremst þeim, sem þurfa þess með og byggja íbúðir innan ákveðinna marka? Allt of mikið er lánað til lúxusíbúða, dýrra raðhúsabygginga á miklum gólffleti og til lúxuseinbýlis- húsa. Tryggvi Pálsson telur að fyrst og fremst eigi að veita þeim byggingaraðilum fyrir- greiðslu er geta og vilja selja ódýrt. Þeir eigi að fá tækifæri til að byggja óhindrað og fram- Ieiða hús eins og þeir væru að framleiða vöru á lager. Með því móti skapaðist möguleiki til að halda verðinu niðri og þá yrðu þeir sem byggja dýrt að komast út úr fjármögnun á eigin spýtur. Tryggvi Pálsson segir: „Það segir sig sjálft að húsnæðis- Tryggvi Pálsson fram- kvæmdastjóri Smárans. borgun láns til þess húss er ekki væntanleg fyrr en í febrúar eða marz á næsta ári. Allir hljóta að sjá að nærri er útilokað að byggja við þessa fjármögnun. Tryggvi taldi að það hlyti að vera hagur Húsnæðismála- stjórnar að beina fjármagninu fyrst og fremst til þeirra, sem byggja ódýrt. Ef Húsnæðis- málastjórn styddi við bak þeirra myndu án efa fleiri og fleiri fara inn á þá braut að tuttugu og ein ibúð og neildarKostnaour hússins rétt um 100 milljónlr króna. DB-myndir F. Ax. vísitölu á afhendingardegi. Um- rætt hús er 21 íbúð. Þrjár þriggja herbergja íbúðir á jarð- hæð, tvær fiögurra herbergja íbúðir á hverri hæð þar fyrir ofan i hverju stigahúsi. Meðal grunnflötur íbúðar er rétt rúm- lega 100 fermetrar. Neðstu Ibúðirnar aðeins minni en hinar stærri. Kolvitlaus byggingarvísitala — Af hverju getur Smárinn hf. selt hús ár eftir ár undir kostnaðaráætlunum og bygg- ingarvísitölu? — Fyrir það fyrsta er. sú byggingarvísitala, sem gefin er út kolvitlaus, segir Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri Smárans. Hún styðst ekki við raunverulegan kostnað í dag. Rekstur okkar er ekki frá- brugðinn öðrum rekstri i bygg- ingariðnaðinum, en Smárinn er með vel þjálfað starfslið og gott skipulag á öllu. Fyrirtækið er vel uppbyggt og aldrei er lagt í neina aukavinnu, sem ekki er hægt að heimfæra á fyrirtækið. öfug dæmi þekkjast í ýmsum smáfyrirtækjum. Hér er allt selt út á fullri reikningsvinnu — sem sagt hver vinnustund Tryggvi. Það er ágæt saga sem maður heyrir stundum fleygt fyrir sunnan, að verktaki, sem fær úthlutað einni blokk, sé búinn að tryggja sig fyrir lífs- tíð. Hann þurfi ekki annað en byggja blokkina upp á 2—3 árum og að því loknu sé hann búinn að komast yfir það fjár- magn, sem hann þarf til að lifa af það sem eftir er. Augljóst er að svona fjölbýlishús eins og við byggjum árlega kostar f dag fullfrágengið hiá okkur .180 milljónir. Sá sem byggir sllkt hús fyrir 30% hærra verð hefur 54 milljónir til að spila með umfram okkur. Og Smárinn heldur áfram á sinni braut. Nýlega var skrifað undir samninga við Akureyrar- bæ um byggingu leiguíbúða samkvæmt nýrri áætlun. Tuttugu íbúðir verða í því húsi og þær seldar fullfrágengnar í hólf og gólf, með teppum á gólf- um, grasi á lóðum og malbikuð- um bílastæðum. Þeim á að skila um áramótin 1978-9. Verð þeirra er: 2ja herbergja 4.940 þúsund, 3ja herbergja 5.890 þúsund og stærri gerð 3ja her- bergja íbúða kostar 7.220.000 krónur. Fjögurra herbergja íbúðir kosta 7.890.000 krónur. stjórnarlánið er miklu meiri % af húsverðinu hjá okkur sem byggjum fyrir 74 þúsund krónur hvern gólffermetra, heldur en hjá þeim sem dýrar byggja. Lánið er 30-35% af hús- verði í Smárabyggingu. í ýms- um íbúðum í Reykjavík er lánið 15% af húsverðinu. Löng bið eftir lónum En það er stór og erfiður baggi hjá þeim sem byggja ódýrt að bíða eftir þessari fjár- mögnun, sem yfirleitt kemur alltof seint. Hús sem Smárinn byggði í fyrrasumar var hálfnað að kostnaði til þegar fyrsta lángreiðslan kom frá Húsnæðismálastjóra. Nam hún þriðjungi lánsins eða 900 þús. kr. á íbúð. Svo var það ekki fyrr en rúmum mánuði eftir að 80% ibúa hússins voru fluttir inn sem önnur greiðsla lánsins kom, aðrar 900 þúsund krónur. Þriðji hluti er ókominn enn og ekki von á honum fyrr en I janúar. Smáramenn eru fyrir löngu farnir frá þessu húsi og hafa byggt annað hús I millitíðinni, sem verður hálfnað um áramót. Fyrsta út- byggja ódýrt til þess að fá fjár- mögnun. Tryggvi sagði að þegar verð þeirra verkamannabústaða sem nú hefur verið skilað til stjórn- ar verkamannabústaða á Akur- eyri hafði verið reiknað upp væri verðið frá verktökunum (Smára, Haga og Þór), 5.8 milljónir króna eða 58 þúsund krónur á fermetra. Stjórn verkamannabústaða gefur slðan upp að meðalverð sé 6.8 milljónir króna. Mismunurinn er ein milljón á hverja Ibúð. Þar getur ekki verið um annað að ræða en teikni- og hönnunar- kostnað, gatnagerðargjald, sem er 15000 kr. á íbúð (1500 kr. á fermetra) og loks fjármagns- kostnað og byggingaeftirlit. Er þetta orðin að dómi Tryggva há tala, þegar þessir liðir eru um 15% af byggingarkostnaði. Búið er að byggja hlutfalls- lega margar fbúðir á Akureyri samkvæmt lögum um verka- mannabústaði og þykir gefast vel. Núverandi stjórn verka- mannabústaða Akureyrar skipa Sigurður Hannesson form., Stefán Reykjalín varaform., Freyr Öfeigsson, Viðar Helga- son, Ari Rögnvaldsson, Jón Helgason og Jón Ingimarsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.