Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER 1977. Síðari hluti forvals Alþýðubandalagsins nú um helgina: Þjóðviljinn úthýsir greinar gerð f rá fylkingarmönnum Læknir óskast til starfa við fangelsin í Reykja- vík. Um hlutastarf er að ræða, 2—3 hálfa daga í viku. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 10. desember nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. nóvember 1977. Innheimtufólkdskast í Mosfellssveit, Voga Heima- og Seljahverfi Uppl. ísíma 27022 MMEBIAÐIB Tveir þátttakendur í síðari taki þátt í forvalinu. Svavar hluta forvals Alþýðubandalagsins Gestsson ritstjóri Þjóðviljans í Reykjaneskjördæmi hafa árang- endursendi þeim greinina með urslaust reynt að fá birta greinar- þessum orðum: gerð um það í Þjóðviljanum hvers „Endursendi greinina á þeim vegna þeir, sem fylkingarmenn, forsendum, að blaðið birtir ekki Aðventukransar Sýnikennsla igerð aðventukransa i aag kl. 2-6. Allt efni íaðventukransinn. sérstaka kynningu á einstökum þátttakendum í forvali Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi. Til greina kemur hins vegar að birta greinargerð ykkar eftir að forvalið hefur farið fram.“ „Við verðum að leita til ykkar fyrst við fáum þetta ekki birt í Þjóðviljanum,“ sagði Asgeir Daníelsson en hann og Björn Arnórsson eru þeir tveir fylk- ingarmenn sem ekki er rúm fyrir í Þjóðviljanum. „Við teljum að forval þetta eigi að vera um mál- efni en ekki menn og vildum með þessari greinargerð gera þeim sem tækju þátt í forvalinu kost á að kynnast okkar baráttumálum." í greinargerðinni segir m.a.: „Við berjumst fyrir stéttarlegu sjálfstæði verkalýðshreyfingar- innar, bæði faglegra samtaka launafólks og pólitískra 'flokka þess. Við höfnum öllum hug- myndum um ríkisstjórnarsam- starf verkalýðsflokks(-flokka) og borgaraflokks(-flokka). Þær efnahagslegu og pólitísku ráðstaf- anir, sem nauðsynlegt er að fram- kvæma til að tryggja hagsmuni og réttindi verkafólks, verða ekki framkvæmdar í samstarfi við borgaraflokkana, Sjálfstæðis- flokkinn og Framsóknar- flokkinn.“ Segja þeir félagar að reynsla undanfarinna ára 1 tíð vinstri stjórna eigi að sanna þeirra mál. Nefna þeir nauðsynlegar ráð-, stafanir til úrbóta: „Þjóðnýtingu og endurskipu- lagningu innflutningsverzlunar- innar; skipulagningu fiskveiða samkvæmt fyrirfram gerðri áætl- un; skipulagningu fjárfestinga og samræmingu starfsemi banka og fjárfestingalánakerfisins með upplýsingum sem tryggt getur að hagsmunum launafólks sé borgið. Þá segir í greinargerðinni: „Við berjumst fyrir samfylk- ingu verkalýðsflokkanna, þ.e. 'Al- þýðubandalagsins, Alþýðuflokks- ins og vinstri hópanna. Ailt of lengi hefur íslenzkt launafólk þurft að horfa upp á hvernig flokkar þess hafa leitað eftir stuðningi og samstöðu með full- trúum borgaraflokkanna innan samtaka launafólks og á Alþingi. Niðurstaðan hefur auðvitað orðið sú, að staða verkalýðsflokkanna er mun veikari en hún var fyrir 30 árum.“ „Mikilvægustu verkefni sam- fylkingar verkalýðsflokkanna í dag eru: a) að berjast gegn öllum tilraunum borgarastéttarinnar til að afnema ákvæði í gerðum kjara- samningum og til að skerða lýð- réttindi launafólks, sérstaklega verkfallsréttinn. b) skipulögð barátta til að útrýma ftök- um borgaraflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokksins, innan sam- taka launafólks, c) að vinna mark- visst að því að efla virkan og félagslegan þroska launafólks, þannig að samtök þess geti staðið sem sjálfstætt faglegt og pólitískt afl í þjóðfélaginu, d) að stefna á allsherjarverkfall allra samtaka launafólks, ef ríkisvaldið afnem- ur samningsbundar vísitölubætur eða ræðst á annan hátt gegn samningsbundnum kjörum verka- fólks.“ - HP Leiðrétting I blaðinu í gær misritaðist starfsheiti Sverris Guðmundsson- ar lögregluflokksstjóra, sem lézt 15. nóvember sl. en ekki 5. eins og einnig misritaðist. Biðst blaðið velvirðingar á þessum leiðu mis- tökum. Fékk 100 þúsund með morgundrykknum Þegar Steinunn Ársælsdóttir húsfreyja á Kársnesbraut 69 í Kópavogi hellti úr Tropicanafern- unm fann hún aö eitthvað tor- veldaði að úr henni rynni. Datt henni strax í hug að krakkarnir hefðu nú sett eitthvað ofan í fernuna. Svo var ekki. Þau höfðu hreppt 10Q þúsund krónur frá framleiðandanum. í plastpoka innan i fernunni fannst tilkynning um þetta. Arsæll, sonur Steinunnar og Snorra Friðrikssonar, hafði verið sendur út i Kársneskjör til að kaupa hitt og þetta, m.a. fernuna góðu. Myndin er af fjölskyldunni að taka við fénu af Hauki Gröndal framkvæmdastjóra. Sá yngsti í fjölskyldunni heitir Snorri. SEUA nSK, SNJÓBLÁSARA, PERUR 0G HLAÐA KANTA —tilfjáröflunar öndunartækja fyrir sjúkrahúsið á Akureyri Nýlega afhentu fulltrúar frá Meðlimir f Sigurði Lúther, en Lionsklúbbnum Sigurði Lúther þeir eru 22, öfluðu fjár til barnadeild Fjórðungssjúkra- tækjakaupanna af mikilli elju- hússins á Akureyri súrefnis- semi með fisksölu, keyptu fisk tæki, ætluð til að létta öndun og óku með hann um sveitirnar. hjá nýfæddum börnum er eiga ' Auk þess útveguðu klúbbmeð- við lungnasjúkdóm að stríða. limir og seldu bændum snjó- blásara fyrir dráttarvélar. Og þeir láta þar ekki staðar numið, nú hafa þeir félagar tekið að sér verkefni fyrir Vegagerðina — kanthleðslu við brú — og um jólin ætla þeir að selja ljósaper- ur. Vissulega er þetta mikil eljusemi félaga en félagssvæði klúbbsins Sigurðar Lúthers er Bárðardalur og Ljósavatns - hreppur. - h halls

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.