Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 13
Sporbrautir:
Lausn á sam-
gönguvanda?
Alitið er að jafnvel megi
leysa flest umferðarmál í þétt-
býlum löndum eins og Þýzka-
landi með sporbrautinni. Til-
raunirnar sem gáfu þessar góðu
vonir standa yfir ennþá og er
ekki gert ráð fyrir að þeim liúki
fyrr en 1979.
Sporbrautin, sem er í 7 metra
hæð yfir jörðu, var sett saman
úr fyrirfram smíðuðum
einingum sem fljótlegt var
að tengja og lækkaði það fram-
leiðslukostnaðinn verulega frá'
því sem hann hefði orðið ef allt
hefði verið smíðað á staðnum.
Þegar hefur verið gert ráð
fyrir sporbrautum af þessu tagi
í öllum meðalstórum bæjum í
Þýzkalandi. Eiga þær að koma í
stað neðanjarðarjárnbrautanna
eða jafnvel koma sem
tengiliður á milli þeirra.
Gert er ráð fyrir að hver vél-
knúinn vagn geti dregið að
Lítill hávaði og lítil mengun,
þetta tvennt var haft mjög ofar-
lega í huga þegar sporbrautin
sem sést á myndinni var
hönnuð. Miklar athuganir hafa
verið gerðar í bænum Erlangen
í Vestur-Þýzkalandi á þessu
farartæki og benda þær allar til
góðs.
minnsta kosti sex vagna fyrir
fólk. Þegar er búið að hanna
tvær stærðir þess háttar vagna,
annan fyrir um það bil 17
manns en hinn fyrir 40—50.
Það er tölva sem kemur til með
að stjórna ferðum sporvagn-
anna.
DS-þýddi.
— Hefnd Inkonna.