Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER 1977 Vaxtahækkunin beinist j fyrst og f remst að iðnaðinum Ertu farin að hugsa um jólabaksturinn? IðnaðarmaOur, ópólitískur og ' utan flokka, Karl Adolfsson, sendi okkur bréf sem hefur leg- ið nokkuð lengi óafgreitt í bunkanum. Biðjum við Karl velvirðingar á, hve birting bréfsins hefur dregizt. Hann segir: Mig langar til þess að fá að leggja spurningar fyrir Gunnar I Thoroddsen iðnaðarmála- ráðherra út af sjónvarpsþætti 7. nóvember. Gunnar sagðist ekki skilja röksemdafærslu Lúðvíks Jósefssonar fyrir lág- um vöxtum. Ég og áreiðanlega margir aðrir iðnaðarmenn eig- um aftur á móti ákaflega erfitt að skilja hvernig stórhækkaðir vextir nú, sem koma á ýmsan hátt mjög illa við iðnaðinn, geta verið áhrifaríkt meðal í baráttunni gegn verðbólgunni. Spurningar mínar til iðnaðarráðherra eru þessar: Á iðnaðurinn að taka þessar vaxtahækkanir á sig bótalaust (landbúnaður og sjávarútvegur njóta sérstakrar lánafyrir- greiðslu að miklu leyti og eru því síður inni í þessu dæmi) eða á neytandinn á gera það? Hvernig geta víxlhœkk- anir verið baróttutœki gegn verðbólgunni? Ef nú þessar vaxtahækkanir fara út í verðlagið hækkar að sjálfsögðu verzlunarálagning og söluskattur, sem kallar óhjá- kvæmilega á viðbrögð frá laun- þegum, sem aftur kalla á hærri vexti samkvæmt kenningunni um að haldið verði áfram að „verðtryggja“ sparifé á þennan hátt. Nú kemur spurningin: Hvernig geta slíkar óhjákvæmi- legar afleiðingar vaxta- hækkunar, það er að segja víxl- hækkanir, verið baráttutæki gegn verðbólgu? Skoðum þetta f ögn betur. Það kemur á daginn að vaxta- hækkanirnar eiga ekki að vera það miklar að þær nái vísitölu byggingakostnaðar. Það þýðir með öðrum orðum að það verður eftir sem áður hag kvæmara . að fjárfesta í steinsteypu heldur en að leggja inn á bók. Vaxtahækkanirnar eru því kák eitt. Almenningur hefur ekki trú á þeim og þær verka því aðeins á þann veg að stórhækka rekstrarkostnað at- vinnuveganna og valda þeim sí- auknum erfiðleikum á meðan vaxtahækkunarmenn eru á harða spretti að reyna að ná í bláendann á verðbólguhalan- um, sem aldrei tekst með þessu móti. En auðvitað þarf að verðtryggja sparifé. Það hefði átt að gerast fyrir lifandi löngu með sérstökum vísitölutryggð- um innlánum til langs tíma, t.d. 10 ára í senn. Aftur á móti ættu almennir vextir, einnig af viðskiptavíxlum iðnaðar- og verzlunar, að vera hóflega lágir. Slíkar ráðstafanir hefðu, ef rétt er á haldið, getað orðið einn liðurinn í baráttunni gegn verðbólgu. En hvernig á þá að fjármagna þessi vísitölu- tryggðu innlán? Að sjálfsögðu með tilsvarandi útlánum. Slík lán geta átt fyllilega rétt á sér I atvinnufyrirtækjum séu þau ekki of stór hluti af rekstrarfé og aðrir vextir eru almennt lágir, t.d. við endurnýjun þegar fengnar eru afkastameiri og hagkvæmari vélar, sem greiddu vaxtamismuninn á skömmum tíma. Stjórnmólamennirnir samsekir? Það kemur upp sú spurning hvers vegna þessi leið hafi ekki verið reynd fyrir löngu. Það læðist að manni sá grunur að stjórnmálamenn til hægri og vinstri séu samsekir um það athæfi að hafa ætlað ríkissjóði einhvers konar einkaleyfi á þessari leið, sbr. verðtryggð happdrættislán ríkissjóðs, og þannig sogað til sín sparifé landsmanna og beri þvl .höfuðsök á því að fjara er I Björg Sigurðardottlr husmoðlr, 54 ára: Ég er einmitt að kaupa fyrir jólabaksturinn núna. Ég baka svona fimm til sex sortir alveg lágmark, fyrir utan tert- urnar. Ég er Norðlendingur oj við erum vanir að eiga nóg til. Já, svo má ekki gleyma laufabrauð- inu, það eru engin jól ef ekki er laufabrauðið. A iðnaðurinn að taka vaxtahækkanirnar á sig bótaiaust? spyr bréfritari. Það getur hreinlega riðið litium iðnfyrirtækjum að fullu. sparisjóðsdeildum bankanna. kosti hans, hljóta að enda með Nú á að bæta úr þessu með því að iðnaðarmenn fara að því að stórhækka alla almenna velta því fyrir sér í alvöru vexti (bréfið er skrifað 13 hvort ekki sé orðið tímabært að nóv.), ráðstöfun sem beinist þeir stofni sinn eigin stjórn- fyrst og fremst gegn iðnaðinum málaflokk til þess að gæta hags- og þá um leið neytendum og muna sinna, þróun sem ég tel hlýtur að verka eins og olía á þó ekki æskilega. lauss innflutnings á tollfrjáls- um og oft á tíðum niðurgreidd- um erlendum iðnvarningi. Stjórnmálamenn og hag- fræðingar þeirra sjá aðeins eitt. Stóriðju og verksmiðjur með fjöldaframleiðslu. Stefnumark- anir og draumsýnir þeirra (sbr. Eftasamningur) virðast vera það japanska undur að eignast annars vegar fáa en mektuga margmilljónara með stórridd- arakrossi og hins vegar mikið ,,magn“ af fátæku og illa laun- uðu verksmiðjufólki. Þegar því marki er náð geta þeir loksins sameinazt í því að hrópa í einum kór: Húrra fyrir Hannesi. Margrét Uinksdóttir húsmóðir, 35 ára: Ég er að kaupa í jóla- baksturinn núna. Nei, ég baka ekki margar sortir, ekki fleiri en fjórar en mikið af hverri. Svo baka ég auðvitað nokkuð mikið af þurrkökum, ekki veitir af því ég er með svo stóra f jölskyldu. Betra væri ef iðnaðarmenn gætu barizt hver innan síns flokks fyrir málefnum iðnaðarins en því miður virðist það svo að þeir hafi látið pólitíkusum það eftir að vasast með sín málefni með þeim af- leiðingum að nú blámar fyrir þeim degi, að t.d. smáiðnaður leggist niður vegna takmarka- Ingibjörg Sigfúsdóttir, útivinn- andi húsmóðir, 35 ára: Ég er svona rétt að byrja að byrja að spekúlera. Nei, ég baka ekki mikið, 1 hæsta lagi þrjár sortir. ^ vm » * Élinborg íslgurðardóttir hús- móðir á Árbakka í Landssveit, 68 ára: Nei, ég er nú ekki farin til þess. Ég er austan úr Rangár- vallasýslu og kem hingað til að verzla þegar ferð fellur. Jú, ég baka alltaf einar átta eða tíu sortir. Hvort ég baka laufabrauð, nei, það geri ég ekki. Mér finnst ekkert varið í það. En ég baka aftur á móti flatbrauð. Friða Petersen verzlunarmær, 32 ára: Jú, eitthvað svolitið er ég farin að nugsa um jólabaksturinn. Nei, ég baka ekkert voðalega mikið, allavega tvær sortir. Þetta pr nt'i hstra Ptn helgi. Ingigerður í’riðriksdóttir hús- móðir, 31 árs: Já. Ég er meira að segja búin að baka jólabakstur- inn, niu sortir af smákökum. Hvort það verði búið á jólunum? Nei, ætli það, en mér finnst allt i lagi að borða smákökurnar fyrir jólin — miklu betra en að geyma þær í kassa fram á vor. Jú, það er eitthvað farið að minnka f kössun- um hjá mér. Spurning dagsins aóventukransar kerli jólaskraut adventuskreytingf&r jólastemningin kcmui' með cjAðventulifönsunum frá v/Miklatorg, ÁLASKA BREIOHOLTI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.