Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 26.11.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. NðVEMBER 1977, BIAÐID frfálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaöiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoðarfrettastjori: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, HórÖur Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaösins 27022 (10 línur). Áskrift 1500 kr. á mánuöi innanlands. Í lausasölu kr. eintakið. Setning og umbrot: DagblaöiÖ og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda og plötugerð: Hilmir hf. Síðumula 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Kauprán boðað Verðbólgan herðir ferðina. Nú stefnir til þess, að hún verði litlu minni í lok stjórnartímabilsins en hún var fyrsta ár þess eða um fimmtíu prósent á næsta ári. Ríkisstjórnin og sérfræðingar hennar sjá þessa hættu, og farið er að hóta kaupráni, sem er hið eina, sem stjórnin sér til ráða. „Okkur hrekur af leið á næstu mánuðum,“ segir í síðustu skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Þar er minnt á, að „hamslaus verðþensla hlýtur fyrr eða síðar að valda viðskiptahalla og minnkandi atvinnu auk handahófskenndrar tilfærslu tekna og eigna.“ í skýrslunni felst viðurkenningá,að stjórn- völd hafi ekki ráðizt gegn verðbólgunni í fullri alvöru. Hvatt er til hyggilegra samninga á næsta ári, aðhaldssemi í fjármálum ríkisins í peninga- og lánamálum og vaxtastefnu, sem byggist á því, að vextir breytist í samræmi við verðbreytingar í ríkari mæli en verið hefur. „En aðgerðir af þessu tagi duga ekki einar sér, heldur verður til að koma stefna í fjárfesting- ar- og launamálum, sem viðurkennir í reynd hjöðnun verðbólgunnar sem mikilvægt mark- mið efnahagsstefnunnar,“ segir í skýrslunni. í reynd hefur stjórnin vísvitandi ekki sinnt verðbólguvandanum. Þar nægir að nefna sífellda stækkun ríkisbáknsins, uppsprengd fjárlög ár eftir ár, oftast með miklum halla, ,,slátt“ ríkisins í Seðlabankanum og hamslausar lántökur erlendis. Þar má ennfremur nefna stórfelldar verðhækkanir á opinberri þjónustu, sumar hverjar tilefnislausar, og er skemmst að minnast síðustu rafmagnshækkunar í þessum mánuði. Því er ekki að ástæðulausu, að Þjóðhags- stofnun lætur þess getið, að „til verði að koma“ stefna, sem viðurkennir „í reynd“, að hjöðnun verðbólgu eigi að vera mikilvægt markmið. Kosningar nálgast, og ríkisstjórnin finnur gremju kjósenda vegna verðbólgustefnunnar. Nú skal reynt að fela þá staðreynd, að stjórnar- stefnan hefur verið helzti verðbólguvaldurinn og skuldinni skellt á kröfugerð launþega. Meira að segja í skýrslu sérfræðinganna segir: „jafn- vel hinn takmarkaði árangur, sem náðst hafði í glímunni við verðbólguna á síðustu tveimur árum, hefur verið mikil áraun fyrir verkalýðs- hreyfinguna.“ Stjórnarstefnan í efnahags- málum lýsir sér í tvennu: Mikilli verðbólgu og lágum launum. Fyrir ríkisstjórninni vakir að þvo hendur sínar af verðbólgunni á 'kostnað verkalýðs- hreyfingarinnar og gangast fyrir kaupráni. Þetta kauprán er smám saman boðað æ skýrar. Forsætisráðherra reið á vaðið í stefnuræðu sinni, og fjármálaráðherra fylgdi málinu eftir í fjárlagaræðu. Sérfra^ðingarnir í Þjóðhagsstofn- un komast svo að orði um kauphækkanirnar: „Að mörgu leyti er hér um svipaða hækkun að ræða og fólst í gerðum samningum 1974, en eins og kunnugt er, komu fullar verðlags- uppbætur samkvæmt ákvæðum þeirra samninga aldrei til framkvæmda.“ Augljóst er, hvert stefnir. Bretland: -—------1 ■■■ " " ■— Færri brunar en áður þrátt fyrir verkfall slökkviliðsmanna —en hvað verður ef eldur kemur upp í sjúkrahúsi, elliheimili eða skóla? Bretum er nú að lærast hvernig þéttbýlt og iðnvætt samfélag getur varizt hættum eldsvoðanna, þegar slökkviliðs- menn þess fara í verkfall. Eins og fram hefur komið, þá var gripið til þess ráðs að láta hermenn taka við störfum hinna þrjátíu og sex þúsund slökkviliðsmanna, sem nú krefjast mikillar launahækk- unar, sem stjórnvöld hafa ekki viljað fallast á. Innanríkisráðu- neytið brezka segir að þó að verkfall slökkviliðsmanna stæði ekki, hefðu dauðsföll af völdum eldsvoða að líkindum ekki verið færri. Síðan verkfall hófst á mánudagsmorgun í fyrri viku hafa tuttugu og fjórir látizt í brennandi húsum eða af brunasárum á sjúkrahúsum. Samtök brezkra tryggingar- félaga telja að brunar hafi verið færri en ætla mátti fyrir- fram. Talsmenn samtakanna segja það auðsætt, að almenn- ingur geri sitt bezta til að koma í veg fyrir að eldur brjótist út. V. r Aftur á móti er talið, að tjón í hverjum eldsvoða sé meira en fyrir verkfall slökkviliðsmann- anna. Lítt þjálfaðir hermenn- irnir eigi í meiri erfiðleikum með að ráða niðurlögum eldsins eins fljótt og æfðir slökkviliðs- menn. Tjónið svipað í peningum segja tryggingafélögin Tryggingafélögin áætla, að brunatjón i heild nemi svipuð- um upphæðum og áður eða jafnvirði sextán hundruð millj- óna íslenzkra króna. Bretum er þó ekki rótt, því þeir óttast að ef eldur brytist út í sjúkrahúsi eða skóla, gæti stórslys orðið og kæmi þá greinilega í ljós hve verkfallið getur haft hörmulegar af- leiðingar. Einnig hefur verið haft eftir einum foringja slökkviliðsmannanna a’ð í borg eins og Glasgow gæti brotizt út eldur, sem yrði illviðráðan- legur. Foringinn sagðist telja að ríkisstjórnin léki háskalegan Jæja, þöngulhausar, hverju gleymið þið núna? Bretar geta gert grín að sjálfum sér þó alvaran sé nærri. Hermennirnir, sem gegna nú Störfum slökkviliðsmanna, hafa litla æfingu í slökkviliðsstörfum og eru auk þess illa búnir tækjum. HVERNIG HEFUR TIL TEKIZT? Á fjórða aldursári núverandi ríkisstjórnar liggur nokkuð ljóst fyrir hverju hún fær áorkað á kjörtímabilinu sem er senn á enda. Ekki er hægt að segja, að skjóða afreks- verkanna sligi ráðherra og þinglið þeirra, er þeir stíga úr stólunum og tylla fæti á grýtta jörð nú fyrir kosningarnar. Skylt er þó í upphafi að geta verka þeirra, sem til framfara og heilla horfa fyrir lands og lýð. 1. Full atvinna hefur verið tryggð. 2. Útfærsla landhelginnar í 200 mílur. 3. Hallalaus ríkisrekstur er nýmæli í stjórnun rikisfjármála á Islandi. 4. Stóraukin nýting jarðhita til húshitunar. 5. Endurnýjun varnarsáttmál- ans við Nató. Hið fyrsta þessara atriða ber þó að skoða með fyrirvara, þar sem orsakir á ofþenslu er ríkir nú á vinnumarkaðnum má rekja að nokkru til yfirborgana við framkvæmdir á vegum hins opinbera. Það hafa órðið mörgum sjálf- stæðismanninum sár vonbrigði, að ekki tókst betur til en raun ber vitni í glímunni við verðbólguna, þrátt fyrir háleit loforð fyrir síðustu kosningar Svo virðist sem alþingismenn hafi misst móðinn í þessari baráttu og reyna nú af mætti að fífla þjóðina með frumvörpum og umræðum um Zetu og Sinfóniuhljómsveit, ásamt fleirum álíka brennandi málum. Ekki er úr vegi að skoða þær aðgerðir sem nú eru boðaðar til endurreisnar hrj.áðu efnahagslífi landsmanna. Fjármagnsskorti peninga- stofnana skal bægja frá með vaxtahækkun, enda samrýmast aðrar aðgerðir í peningamálum þjóðarinnar ekki skoðunum forráðamanna Seðlabankans, sem fara raunar með hina eiginlegu efnahagsstjórn í landinu. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif stórfelldra vaxta- hækkana á sparifjármyndun, þótt ekki sé teflt í tvísýnu því forskoti er rikissjóður hefur með verðtryggingu happdrættislána í samkeppn- inni um almannafé skv. nýjustu verðbólguspám. Ekki þarf að fara mörgum orðum um áhrif nýorðinna vaxtahækkana á undirstöðuatvinnuvegina. Segja má, að fjármagnsþörf þeirra hafi vaxið í hlutfalli við verðbólguna. Það hlýtur því að vera vafasöm aðgerð að auka byrðarnar á þeim er skapa þjóðinni lífsviðurværi sitt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.