Dagblaðið - 16.12.1977, Side 8

Dagblaðið - 16.12.1977, Side 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977. Bandaríkin: CARTER SETUR MET í SKATTHEIMTUNNll ekkjur, aldraðir og f atlaðir njóta góðs af Öldungadeild Bandaríkja- þings lauk störfum sínum fyrir jólaleyfi meö því að samþykkja skattalagabreytingar, sem eru þær mestu í sögu Banda- rikjanna. Félagslegur kostnað- ur er þar efstur á blaði. Carter forseti lofaði því i kosningabaráttunni að auka framlög til aldraðra, heilsu- lausra, ekkná og munaðar- lausra að miklum mun. Hefur honum tekizt að koma frumvarpi þess efnis í gegnum báðar deildir þingsins í Washington á fyrstu mánuðum kjörtímabils síns. Þykir það vel að verið hjá forsetanum en aftur á jnóti hefur hann átt í verulegum erfiðleikum með annað stór stefnumál sitt þegar til kasta kjörinna þingfulltrúa hefur komið. Orkusparnaðarfrumvarp hans er í mestu ógöngum,bæði 1 öldungadeild og fulltrúadeild. Þingmenn hafa allt á hornum sér þegar til kastanna kemur og virðist forsetinn ekki njóta nægilegs stuðnings í þessum efnum nema þá hjá hagsmuna- aðilum erlendis. Samþykkt frumvarpsins um almannabætur, er þó verulegur sigur fyrir Carter forseta og mun einnig hafa bein áhrif á afkomu um það bil 33 milljóna íbúa Bandaríkjanna. Þrátt fyrir ýmislegt and- streymi og gagnrýni, sagði for- setinn í gær að hann teldi sam- starfið við þingið i Washington hafa verið gott á þeim tíma sem hann hefði verið við völd. Forustumenn demókrata segja nú að miklar lfkur séu til þess að méginatriðin í orku- málafrumvarpi Carters fái af- greiðslu í öldungadeildinni eftir áramót. Frumvarpið, sem gerir ráð fyrir miklum olíu og berisín- sparnaði Bandaríkjamanna, hefur mætt mikilli andstöðu hagsmunaaðila í olíuiðnaði. Kaffisopinn hækkar Kaffisopinn virðist ætla að hækka á næstu mánuðum Guatemala, sem er eitt af stærn kaffiframleiðendum í heimin um, hefur tilkynnt að kaffi- baunauppskeran á næsta ári verði að líkindum þriðjungi minni en gert var ráð fyrir. Forsvarsmenn kaffiframleið- enda þar í landi segja það stafa af miklum þurrkum sem verið hafa í Mið-Ameríku á síðustu mánuðum. Fyrr í þessum mánuði hafc talsmenn samtaka kaffifram- leiðenda í tveihi öðrum ríkjum Mið-Ameríku tilkynnt svipaða niðurstöðu. Er þar átt við E1 Salvador og Costa Rica. í Brasilíu, sem er stærsti • ræktandi kaffis í heimi, mun uppskeran verða mun minni á næsta ári en undir venjulegum kringumstæðum, ef marka má yfirlýsingar samtaka kaffifram- leiðenda. m Allt % í hátíðarmatinn frá Vörðufelli Svínakjöt imiklu úrvali, nýttogreykt. Hangikjöt, nýreykt Lamba-hamborgarahryggir LondonLamb Nautakjöt Kjúklingar Rjúpur Vörðufell, ,Si Op/ð Þverbrekku 8, Kópavogi, Opiö föstudag ^sími42040 -44140^ /auganlag tilkl. 19.30 tilkl. 22.001 Bandaríkin Fórnardýr Mansons fundið Lögreglan í Los Angeles sagði í nótt, að hún héldi sig hafa fundið leifar beinagrindar staðgengils- leikara sem hippaleiðtoginn Charles Manson var sekur fund- inn um að hafa myrt fyrir átta árum. Talsmaður lögreglunnar sagði að líkamsleifar sem taldar eru vera af Donald Shea, sem var 36 ára er hann hvarf, hefðu fundizt I gröf á bóndabæ þeim er Manson og fylgismenn hans bjuggu á, er leikkonan Sharon Tate og sex aðrir voru myrtir árið 1969. Manson, sem nú er 43 ára, og tveir fylgismanna hans, Steve Grogan 27 ára, og Bruce Davis, 24 ára, voru sekir fundnir um morðið á Shea við tvenn réttar- höld á árunum 1971 og 72 án þess að lík hans kæmi í leitirnar. Charles Manson afplánar nú lífstíðarfangelsi, fyrir aðild að. morðunum á heimili Sharon Tate, morðið á Shea og auk þess var hann sekur fundinn um að hafa myrt óþekktan listamann. Er talið að beinafundur þessi kunni að hafa veruleg áhrif á möguleika Mansons á þvf að hljóta nokkurn tíma náðun en það vakti mikla athygli er ljóst varð, eftir að dauðadómar voru numdir úr gildi í Kaliforníu, að sá mögu- léiki var fyrir hendi innan nokk- urra ára. TÖSKUHÚSIÐ Úrvalaf leðurtöskum fráEnglandi, Þýzkalandi. Ítalíu ogvíöar Verö frá kr. 5.370.- Póstsendum Tóskuhúsiö Laugavegi 73, sími 15755

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.