Dagblaðið - 22.12.1977, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977.
9
N
Sár reynsla vísindamanna landbúnaðarins:
Islenzki bóndinn sýnir rann-
sóknarstarfínu Iftinn áhuga
— 250 milljónum varið til rannsókna í ár en sjaldan minnst á að auka slíkt starf
„Niöurgreiðslur og styrkir,
svo gagnleg sem þessi ráð geta
verið, skapa ekki langvarandi
bót á vandamálum íslenzks
landbúnaðar“ segir í til-
kynningu er blaðamönnum var
afhent á fundi er þeir áttu með
dr. Birni Sigurbjörnssyni for-
stjóra Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins og nokkrum
vísindamönnum stofnunar-
innar fyrir skömmu.
„Vegna vandamála land-
búnaðarins hafa bændur haldið
marga fundi nýlega og rætt um
leiðir til að leysa eða létta vand-
ann. Þá er sjaldan minnst á að
eflarannsóknarstarfseminasem
leið til að finna úrlausnir. Þótt
allar framfarir í landbúnaði
eigi rót sina að rekja til
rannsóknar- og þróunarstarf-
semi á ýmsum sviðum sýnir
islenzki bóndinn rannsóknar-
starfinu yfirleitt litinn áhuga.
Þessu þarf að breyta". Þannig
segir I hinni skriflegu yfir-
lýsingu Rannsóknarstofnunar-
innar og ennfremur:
„Ef tsland á ekki að dragast
aftur úr í framleiðslu á land-
búnaðarvörum verðum við að
efla rannsóknir til að endur-
bæta efni og aðferðir við
bústörfin og finna nýjar
búgreinar og nýjar leiðir við að
nýta fslenzka náttúru".
Á fundinum kom fram að
rannsóknir á vegum
Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins á líðandi ári kost-
uðu um 250 milljónir króna auk
nokkurra erlendra styrkja. Við
stofnunina starfa á sumrin nær
80 manns, en nokkru færra á
vetrum. Af þessu er um 40
háskólamenntað fólk.
Rannsóknarverkefnin eru
framkvæmd um land allt, bæði
í aðalstöðvunum að Keldnaholti
og Hvanneyri, á tilraunastöðv-
unum Korpu í landi Korpúlfs-
staða, Þormóðsdal I Mosfells-
sveit, Hesti I Borgarfirði, Reyk-
hólum á Barðaströnd, Möðru-
völlum f Hörgárdal,
Skriðuklaustri í Fljótsdal og á
Sámsstöðum í Fljótshlíð. Þá
eru og unnin verkefni I sam-
vinnu við ýmsa aðra s.s. Land-
græðsluna, Garðyrkjuskóla og
bændaskóla.
Markmið rannsóknanna er að
lækka framleiðslukostnað,
finna nýjar leiðir, bæta nýtingu
framleiðslunnar, vernda nátt-
úruna, létta störf bóndans og
auka öryggi búrekstursins og
gera hann óháðari veðráttu.
-ASt.
BÍÓGESTIR Á ÍSLANDI 2,4 MILUÓNIR
— sætanýting þó aðeins 30,8%
— áhrif sjónvarpsins fara minnkandi
Bíógestir á Islandi sl. ár voru 2
milljónir þrjú hundruð og níu
þúsund, en þar af voru bíógestir á
höfuðborgarsvæðinu 1702
þúsund. Gestum kvikmynda-
húsanna fækkaði um rúmlega 100
þúsund frá árinu áður, en þá voru
gestir 2410 þúsund.
Mjög greinileg aukning hefur
verið á aðsókn kvikmynda-
húsanna eftir þá lægð, sem varð
með tilkomu sjónvarps árið 1966.
Borgarbíó Akureyri 128 og svo má
lengi telja.
I kaupstöðum landsins, að
Selfossi meðtöldum, eru 38 kvik-
myndahús og eru flest sætin í
Háskólabíói eða 976 og Austur-
bæjarbió kemur næst með 787
sæti og Gamla Bíó er hið þriðja
með 488 sæti. Minnsta bfóið í
Reykjavík er Hafnarbió með 393
sæti, en minnsta bíóið i
kaupstöðum landsins er Tjarnar-
borgarbfó á Ölafsfirði með 78 sæti
og Bolungarvíkurbfó tekur 88 f
sæti.
-JH.
Þótt sætanýting kvikmynda-
húsanna sé að meðaltali aðeins
rúmlega 30% eru þó sumar
myndir sem fylla húsin viku eftir
viku. Myndin sýnir biðröð við
Stjörnubíó, er Morðsaga var sýnd.
Arið áður en sjónvarpið hóf
göngu sfna voru gestir kvik-
myndahúsanna tæplega 2.3
milljónir, en árið 1970 voru
gestirnir aðeins rúmlega ein og
hálf milljón talsins. Sfðan hefur
gestum fjölgað ört fram til ársins
1975, en örlitill samdráttur varð
eins og fyrr segir á sfðasta ári.
Þrátt fyrir það að aðsókn hafi
aukizt þetta mikið er sætanýting
að jafnaði aðeins 30.8% á höfuð-
borgarsvæðinu, en 3.8% i öðrum
kaupstöðum og á Selfossi. Börn
sem fóru f bfó á sl. ári voru 295
þúsund, þar af 170 þúsund á
höfuðborgarsvæðinu.
Sæti, sem kvikmyndahúsin
bjóða upp á eru 9707, þar af 5265
á höfuðborgarsvæðinu en þeim
mun fjölga nokkuð nú um jóla-
leytið með tilkomu kvikmynda-
hússins Regnbogans, en þar
verður sýnt í fjórum misstórum
sýningarsölum. A sfðasta ári voru
sýndar alls 2962 langar kvik-
myndir á landinu og munar þar
mestu að utan höfuðborgar-
svæðisins eru sýndar fjöldamarg-
ar myndir, þar sem hver mynd er
aðeins sýnd einu sinni eða
tvisvar. Reykjavfkurbióin sýndu
t.d. frá 23 myndum og upp f 40
myndir, en Vestmannaeyjabfó
220, Selfossbíó 199, Bfóhöllin
Akranesi 171, Dalvíkurbíó 193,
ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR'
OG ÞJÓnU/Tfl
/iVallteitthvaó
gott í matinn
NYJA ABBA
PLATANER
K0MIN!!!