Dagblaðið - 22.12.1977, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977.
Blaðburðarböm óskast strax í
INNRI-NJARÐVÍK
eftiráramót.
Uppl. hjá umboðsmanni DBA
ísíma2249
Bandaríkin:
VARUÐARMIÐAR
k SAKKARÍNID
Verzlanir I Bandaríkjunum
sem selja vörur sem innihalda
gerfisykurinn sakkarin eiga að
setja viðvörunarspjöld þess
efnis nærri dyrum sínum. Það
er Matvælaeftirlit Bandaríkj-
anna sem ákveður þessar
aðgerðir en þær eru framhald á
aðgerðum og rannsóknum á
sakkarfni sem hófust fyrr á
þessu ári.
Matvælaeftirlitið vildi banna
algjörlega sölu sakkaríns á
meðan athugun færi fram á
sannleiksgildi þeirrar tillgátu
vísindamanna að efnið gæti
valdið krabbameini. Virðast
athuganir þeirra benda til að
neyzla tilraunadýra á miklu
magni efnisins valdi veikinni.
Carter forseti ákvað hins
vegar að leyfa notkun sakka-
rfns næstu 18 mánuði en
nákvæmar rannsóknir færu
fram á þvf á sama tfma.
Hinar nýju reglur eiga að
ganga f gildi 21. febrúar
næstkomandi.
Astralía:
Nýr formaður Verka-
mannaflokksins í
stað Whitlams
Bill Hayden fyrrum fjár-
málaráðherra í stjórn ástralska
Verkamannaflokksins var f gær
kjörinn leiðtogi flokksins f stað
Gough Whitlam fyrrum for-
sætisráðherra sem sagði af sér
formannsstöðunni eftir kosn-
ingaósigur flokksins f þing-
kosningum 10. desember sfðast-
liðinn. Hayden var kjörinn af
þingmönnum flokksins og
barðist um sætið við fyrrum
iðnaðarráðherra Lionel Bowen.
Báðir voru þessir menn ráð-
herrar í stjórn Verkamanna-
flokksins ástralska undir for-
sæti Whitlams, en hún var rek-
in frá völdum árið 1975 af full-
trúa Elisabetar drottningar.
Hún er þjóðhöfðingi Ástralíu
og taldi fulltrúi hennar að
vegna tæps þingmeirihluta, auk
nokkurra óreiðu í meðferð
rfkisfjármuna, gæti Whitlam
ekki stjórnað.
Verkamannaflokkurinn
gerði sér miklar vonir um að
sigra f þingkosningunum fyrr í
þessum mánuði en þær vonir
brugðust hrapallega.
Argentína:
Blaðamaður tekinn af
öryggislögreglu
Argentfnskur blaðamaður, sem
undanfarið hefur starfað sem
fréttaritari spænskra og brezkra
blaða var handtekinn á heimili
sfnu í gær, að sögn föður hans.
Hann sagði einnig, að tveir menn
sem að eigin sögn voru starfs-
menn öryggislögreglu Argentfnu
hefðu komið með börn Luis
Guagnini en svo heitir blaða-
maðurinn, heim til hans. Hefðu
þeir sagt sér að sonur hans hefði
veriö handtekinn grunaður um að
tilheyra spillingar- og eyðingaröfl
um. Að sögn sömu manna hefði
starfsfélagi blaðamannsins einnig
verið handtekinn.
Luis Guagnini var áður fastráð-
inn blaðamaður en hætti þeim
störfum skömmu eftir valdatöku
Argentfnuhers f marz árið 1976.
Eftir það var hann fréttaritari
ýmissa erlendra blaða.
Faðir blaðamannsins sagði að
hann hefði horfið sjónum ætt-
ingja sinna og vina f gærdag og
hefði þeim ekki tekizt að afla
neinna upplýsinga um afdrif hans
né hvar hann væri að finna.
Argentfnsk stjórnvöld hafa
mjög tíðkað það á sfðustu mánuð-
um að handtaka fólk skyndilega.
Oft á tfðum fréttist ekkert meira
af hinum handteknu.
BARSETT
Nýkomin vönduð barsett, glæsileg
jólagjöf
VERZLUNIN ÞÖLL
Veltusundi 3
Sími 10775
Ódýrar jólastjörnur
Hyacintur, Hyacintuskreytingar,
kerti og skreytingaefni. Okkar
sérgreineru leiðisskreytingar.
Útikerti. Garðshorn er við
Fossvogskirkjugarð
Garðshorn, Fossvogi
Sími40500
Hermenn hafa verið nokkuð algeng sjón i Argentínu þó ekki séu þeir
þar daglegir gestir. Öryggislögregla landsins er aftur á móti alræmd og
handtekur fólk án fyrirvara hvort sem það er statt á heimilum sínum
eða á götum úti.