Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.12.1977, Qupperneq 16

Dagblaðið - 22.12.1977, Qupperneq 16
1« DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. Tíu stjórnarliðar sátu hjá við atkvæðagreiðslu um Vídishúsið J. „Hvað munar um blóðmörskepp?” „Hvað munar um blóðmörs- kepp í sláturtlðinni?" spurði Páll Pétursson (F) ok studdi kaupin á Víðishúsinu á þeim forsendum. að um tiltölulena litla fjárha'ð væri að ræða í samanburði við aðrar sem þingið væri að samþvkk ja. Tals- verð óánægja með kaupin kom fram í liði stjórnarþingmanna. Tíu þeirra andmæltu með þvi að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Lúðvíks Jósepssonar (AB) og Ragnars Arnalds (AB) um að fella niður fjár- veitingu til kaupanna Breytingartillaga Lúðvíks og Ragnars var felld við nafnakall með 30 atkvæðum gegn 17,10 sátu hjá og 3 voru fjarstaddir. Með þvi hafði Alþingi sam- þykkt kaupin á hinu umdeilda VÍÐISHtiSIÐ, — eitt mesta þraduepli ársins sem senn er liðið. — I)B-mvnd Kjarnleifur. (S), Lárus Jónsson (S), Matthías Bjarnason ráðherra (S), Matthías Á. Mathiesen ráð- herra (S), Oddur Olafsson (S), Ölafur G. Einarsson (S), Ólafur Jóhannesson ráðherra (F), Páll Pétursson (F), Pálmi Jónsson (S), Pétur Sigurðsson (S), Ragnhildur Helgadóttir (S), Stefán Valgeirsson (F), Steinþór Gestsson (S), Sverrir Hermannsson (S), Tómas Árnason (F), Vilhjáimur Hjálmarsson ráðherra (F), Þor- valdur Garðar Kristjánsson (S), Þórarinn Sigurjónsson (F). Með tillögu Lúðvíks og Ragnars og þar með á móti káupunum, greiddu þessir at- kvæði: Benedikt Gröndal (A), Eðvarð Sigurðsson (AB), E)ggert G. Þorsteinsson (A), Garðar Sigurðsson (AB), Geir Gunnarsson (AB), Gils Guðmundsson (AB), Gylfi Þ. Gíslason (A), Helgi F. Seljan (AB), Jón Ármann Héðinsson (A), Skúli Alexandersson (AB), Lúðvík Jósepsson (AB), Magnús Kjartansson (AB), Magnús Torfi Ölafsson (Samtökunum), Ragnar Arnalds (AB), Sighvatur Björgvinsson (A), Stefán Jóns- son (AB) og Svava Jakobs- dóttir (AB). Fjarstaddir voru Gunnlaugur Finnsson (F), Ingiberg J. Hannesson (S) og Karvel Pálmason (Samtökunum). HH húsi. Þeir stjórnarliðar, sem sátu hjá, voru: Einar Ágústsson ráðherra (h'), Ellert B. Schram (S), Friðjón Þórðarson (S), Guðmundur H. Garðarsson (S), Gunnar Thoroddsen ráðherra (S). Halldór E. Sigurðsson ráð- herra (F), Jón Skaftason (F), Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Steingrímur Hermannsson (S) og Þórarinn Þórarinsson (F). Víðishúsið fékk þannig 30 atkvæði á 60 manna þingi. Þeir, sem greiddu atkvæði gegn til- lögu Lúðvíks og Ragnars og því með kaupunum á Víðishúsinu, voru: Ásgeir Bjarnason (F), Albert Guðmundsson (S), Halldór Blöndal (S), Eyjólfur K. Jónsson (S), Geir Hallgríms- son forsætisráðherra (S), Guðlaugur Gislason (S), Halldór Ásgrímsson (F), Ingi Tryggvason (F), Ingólfur Jóns- son (S), Ingvar Gíslason (F), Jóhann Hafstein (S), Jón Helgason (F), Jón G. Sólnes Happdrætti styrktarfélaganna á lokasprettinum: Bjóða upp á f jöldann allan af glæsivögnum Guðrún Olafsdóttir hjá Stvrktar- félagi vangefinna sagði söluna aukast nú f.vrir jólin. DB-mvndir Ragnar Th. m---------------------► Happdrætti styrktarfélaganna eru í fullum gangi nú fyrir jólin og standa þrír bílar í Austur- stræti sem verða aðalvinningar hjá félögunum í ár. Hjá Styrktarfélagi vangefinna var okkur sagt af Guðrúnu Olafs- dóttur sölukonu sem situr í bíln- um frá 9 til 18.30 að salan væri gífurleg nú fyrir jólin. Aðal- vinningurinn verður Plymouth að verðmæti 3,3 millj. og auka- vinningar eru 9 bílar eftir vali að verðmæti 1200 þús. hver. Dregið verður á Þorláksmessu. Hjá Krabbameinsfélaginu voru allir miðar að seljást upp að sögn Jóhönnu Steindórsdóttur sem unnið hefur við að selja miða í 15 ár. Hún sagði að miðinn hefði kostað 25 krónur þegar hún byrjaði en væri á 400 kr. nú. Aðal- vinningurinn hjá Krábbameins- félaginu verður að þessu sinni BMW bifreið að verðmæti um 3 milljónir, auk þess eru 7 litsjón- varpstæki, heildarverðmæti vinninga er um 5 milljónir og verður dregið á aðfangadag. Hjá Sjálfsbjörg var Eiríkur Einarsson að selja miða og sagðist hafa unnið fyrir félagið frá byrjun. Hann sagði að salan á miðunum væri alltaf jafn góð. Aðalvinningurinn hjá Sjálfs- björgu verður að þessu sinni Ford Fairmont að verðmæti 3,1 millj. Aukavinningarnir eru 99, vöruúttekt fyrir 10 þús. hver. Dregið verður á aðfangadag og er' miðaverð 300 kr. -ELA- Jóhanna hjá Krahbameins- félaginu var langt komin með að selja sína miða upp. 29 stiga hitamis- munur á sólarhring Litlar líkur taldar á jólasnjó heldur ..rauðum jólum” og hlýindum Það voru engar smávægilegar sveiflur sem urðu á veðri á Islandi frá þriðjudegi til miðvikudags. Sveiflan á hita- stiginu varð hvorki meira né minna en 29 stig á einum sólar- hring, þar sem mest var. Á þriðjudagsnótt var 23 stiga frost á Sauðárkróki, en í gær- morgun kl. 6 var þar kominn 6 stiga hiti. Þegar menn á höfuðborgar- svæðinu gengu til hvílu á þriðjudagskvöld var jörð alhvít en allur snjór á bak og burt í gærmorgun. I gærmorgun kl. 6 var hlýjast á landinu 7 stiga hiti á ýmsum stöðum, m.a. i Reykjavík Stórhöfða, Gufuskálum, Mán.ir- bakka og alls staðar var hitinn yfir frostmarki. Talsvert snjóaði á Suðurlandi á þriðjudagskvöld og á þriðjudaginn. A Loftsölum var 8 mm úrkoma. Við suðurströndina var vindur yfirleitt 8-9 vindstig með snjókomu svo erfitt var að komast milli staða. „Mér sýnast litlar líkur á jóla- snjó,“ sagði Guðmundur Haf- steinsson veðurfræðingur í sam- tali við DB í gærmorgun. „Ætli veðrið verði ekki eitthvað svipað og það var á miðvikudags- morguninn. -A.Bj. RESTAURANTARMtlLA 5 S: 8371S

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.