Dagblaðið - 22.12.1977, Page 20

Dagblaðið - 22.12.1977, Page 20
Italir sigruðu Belga íLiege ítalir sigruðu Belga í vináttulandsleik þjóðanna, sem fram fór í Liege í gærkvöld, 1-0. ítalir tefldu fram hálfgerðu varaiiði — aðeins þrír þeirra ieikmanna er hófu leik- inn gegn Englendingum á Wembiey i HM léku í Liege en þrátt fyrir það var sigur Ítala verðskuidaður. Giancarlo Antotgnoni skoraði eina mark leiksins 17 mínútum fyrir leiksiok — þrumuskot hans réð hinn snjalli landsliðs- markvörður Belga, Pfaff, ekki við. Aðeins 10 þúsund manns fylgdust með leiknum í Liege — þar af voru margir ítalir er settu mjög svip á áhorfendasvæðin, studdu dyggilega við bakið á sínum mönnum. Scarborough sló Crewe út Enn eitt lið utan deilda tryggði sér rétt i 3. umferð FA bikarsins á Englandi — I gærkvöld sigraði Scarborough 4. deildarlið Crewe Alexandra 2-0 — en liðin skildu jöfn í Crewe á laugardag. Scarborough mætir Brighton i næstu umferð, þá í skemmti- borginni á suðurströndinni. I Skotlandi fór fram einn leikur i skozka bikarnum, Dunfermeline sigraði Clyde 3-0 — á Shawfield Stadium i Clyde. Reykjavíkurmótið íknattspyrnu Reykjavíkurmótið i knattspyrnu fer fram fyrstu helgina í janúar — og taka átta lið þátt i keppnlnni i meistaraflokki. Leik- tími er 2x10 minútur, og markahlutfall ræður úrslitum i riðlum. Nú er búið að skipa liðunum i tvo riðla — fslandsmeist- arar innanhúss, Víkingur er með Þrótti, KR og Leikni í riðli. f B-riðli mæta Bikarmeistarar Vals, Fram, Armanni og Fylki i riðil. Raunar hefst mótið nú 27. desember en þá hefst keppni i 5. og 2. flokki. Fé til fjögurra sambanda úr af- reksmannasjóði Að forgöngu Iþróttasambands Isiands hefur nú verið stofnsettur sjóður er ber nafnið Afreksmannasjóður ISt. Má rekja sjóðstofnunina til framlags rikisstjórnar Isiands er veitt var 15. febrúar 1977 vegna sérstakra verkefna íþróttamanna, en fljót- lega upp úr því hófst undirbúningsstarf að því að setja sjóðnum reglugerð og móta starfstilhögun hans. 14. júlí si. var svo formlega gengið frá sjóðsstofnuninni á framkvæmdastjórnarfundi tSl og voru þá jafnframt eftirtaldir skipaðir í sjóðsstjórn- ina: Gunnlaugur J. Briem fulltrúi sem jafnframt er formaður. Þorkell Magnússon bankastjóri, Steinar J. Lúðvíksson rithöf- undur, Sveinn H. Ragnarsson lögfræðing- ur, Eiuar Sæmundsson forstjóri. Sjóðsstjórnin hefur þegar hafið störf en samkvæmt reglugerð sjóðsins ber henni að hafa milligöngu um úthlutanir úr sjóðnum, svo og sjá um fjáröflun. Hefur sjóðsstjórn- in þegar úthlutað styrkjum til fjögurra sérsambanda innan ÍSl: Handknattleiks- sambands tslands, Frjálsfþróttasambands tslands, Lyftingasambands tslands og Júdósambands tslands. Þá hefur sjóðsstjórnin einnig hafið fjár- öflunarstörf og hefur flestum stærri sveitarfélögum á tslandi verið skrifað og óskað eftir stuðningi þeirra svo og fjöl- mörgum fyrirtækjum. Vonast sjóðsstjórnin eftir jákvæðum undirtektum og hefur raunar rökstuddan grun um að svo verði, þar sem þegar eru tekin að berast fjár- framlög. Auk framangreindra atriða hefur sjóðs- stjórnin frekari fjáröflunaraðgerðir í huga og heitir á alla velunnara fþrótta- hreyfingarinnar og íþróttastarfs i landinu að veita stuðning. Luther College til íslands Bandaríska háskólaliðið frá Luther College leikur hér þrjá leiki við íslenzka landsliðið — og fer hinn fyrsti fram 28. desember í Hagaskóla, Þann 29. desember leikur islenzka landsliðið við Luther Coliege, í Njarðvík — og loks, fer þriðji leikurinn fram i Hagaskóla 30. desember. mF ■ Einar Magnússon fær óbliðar viðtökur hjá ungversku varnarmönnunum. Einar skoraði eitt mark i leiknum við Ungverja í gærkvöid — variitið með. En með samæfingu með landsliðsmönnum ætti Einar að nýtast betur. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. FILMUR OG VÉLAR S.F. ■ ■ »:•** ■ ■ « i ■ « i i ■ K H «..’« m m m m m m m m m m m m m m,m m m m m m m m. &AC« UGHT Kvikmyndatökuvélar frákr. 31.500 till60.000.‘ meðtóniogántóns AUAR GERÐIR UÓSMYNDAVÉLA FRÁ 5.950 Tll 158.500. FLASHTÆKI FRÁ 6.750. 8 MM SÝNINGARVÉLAR FRÁ 49.500 TIL 265.000 MED TÓNI OG ÁN TÓNS SKUGGAMYNDAVÉLAR FRÁ 47.285 Tll 79.500. mmoltci sscEtves minoif cs SYNINGARTJOLD FRÁ 10.350. KVIKMYNDALJÓS ^ KR. 9.500. 16 MM SÝNINGARVÉLAR FRÁ EIKI, KR. 314.500. ÁLLAR GERDIR AF FILMUM SYNUM TÆKIN í GANGI OG LEIÐ- BEINUM KOMID SJÁIÐ r' OG m SANNFÆRIZl VARÐVEITIÐ ^ MINNINGAR I MYND, TAU OG. TÓNUM. Skólavörðustfg 41 — Sltni 2025S — Pósthóll 5400 — Seykjovlk —og íslenzkur ósigur gegn Ungverjum í gærkvöld, 13-18 í Laugardalshöll— Björgvin Björjgvinsson lék sinn 100. landsleikfyrirlsland „Við náðum ekki sama leik og á þriðjudagskvöldið, eins og ég raunar óttaðist en þrátt fyrir ósigur er engin ástæða tii að æðrast. Það er auðvitað ávailt slæmt þegar gera þarf jafnmiklar breytingar á liðum eins og við höfum þurft og eins er það slæmt að þurfa að skipta um menn í vörn og sókn. En það er einn hlutur sem við verðum að læra, að nota okkar sterkustu varnarmenn í vörninni. Þetta hafa aðrar þjóðir lært og þetta er nokkuð sem við þurfum einnig að læra,“ sagði Birgir Björnsson, formaður iandsliðsnefndar eftir ósigur gegn Ungverjum í gærkvöld í síðari landsieik þjóðanna í ár, 13- 18. tslenzka liðið náði stórgóðri byrjun — eftir 15 minútna leik hafði tsland skorað 4 mörk gegn 3 Ungverja. Viggó Sigurðsson sýndi þá mjög góðan leik, skoraði þrjú mörk og |tti stórgóða lfnusend- ingu á Björgvin Björgvinsson sem nýtti hana til fulls. En góður leikur Viggós í byrjun náði ekki að hrifa aðra leikmenn, Geir Hall- steinsson, sem sýndi snilldartakta i fyrri leik þjóðanna náði sér aldrei á strik, náði aldrei upp krafti þriðjudagskvöldsins. En þess ber auðvitað að gera að Geirs var sériega vel gætt, Ungverjar höfðu aldrei af honum augun. Það kom berlega í ljós að á lagið og kröfurnar á Geir eru miklar — hann var allan leikinn inn á gegn Ungverjum f fyrri leiknum, einn ieikmanna og hið sama var uppi á teningnum í gærkvöld — hvíldi aldrei. Þar kom raunar fram að illa vantar leikmann til að deila spilinu eins og Geir — og þann leikmann eigum við. Raunar furðulegt að landsliðsnefnd skuli ekki hafa gefið Páli Björgvins- syni, fyrrum fyrirliða landsliðs- ins, tækifæri gegn sterkri þjóð eins og Ungverjum. Nú hvað um það — auðvitað má alltaf deila um einstaka leik- menn, hverjir skuli valdir og svo framvegis. Eftir 15 mínútur var staðan 4-3 íslandi í vil — en í kjölfarið fylgdi lognmolia, and- varaleysi. Sóknarleikurinn hljóp í baklás, leikmenn voru seinir i vörn. Ungverjar náðu að skora fimm næstu mörk — þar af þrjú úr upphlaupum þar sem íslenzku leikmennirnir uggðu ekki að sér á leið í vörnina. Ungverjar fljótir fram, voru komnir í gegn áður en íslenzku leikmennirnir höfðu náð að snúa sér við í vörninni — rétt eins og þreytu- og andvaraleysis hafi gætt. Á þessum kafla tapaðist leikurinn í raun, Ungverjar náðu fjögurra marka forustu, 8-4, Einar skoraði síðan gott mark með þrumuskoti á 25. mfnútu — en Ungverjar svöruðu með tveimur mörkum — staðan 10-5. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Gunnar Einarsson, minnkaði muninn í fjögur mörk, 10-6 f leik- hléi. Ungverjar skoruðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks, og munurinn var orðinn sex mörk, 12-6. Geir skoraði tvö fyrstu mörk síðari háifleiks og Gunnar hið þriðja en Ungverjar voru komnir með yfirburðastöðu, stöðu er þeir vissulega kunnu að vinna úr. Gegn þessum þremur mörkum tslands skoruðu Ungverjar fimm, þar var Peter Kovacs ávallt skeinuhættur, hávaxinn leik- maður með mikinn skotkraft. Því skildu sjö mörk — 16-9. Ekki var laust við að hugurinn hvarflaði tii Danmerkur, til hins stóra ósigurs Dana gegn Ungverjum um helg- ina. En íslenzku leikmennirnir settu hörku í sig, á lokakaflanum skoraði tsland fjögur mörk gegn tveimur Ungverja, Árni Indriða- son tvö og Jón Karlsson tvfvegis úr vítaköstum. Lokatölur 13-18. Þrátt fyrir ósigur er, eins og Birgir Björnsson segir, engin ástæða tii að æðrast. Alls ekki kom nóg út úr „útlendingunum" þremur. Raunar voru þeir Jón Hjaltalin og Einar Magnússon fremur lítið inn á — en Gunnar Einarsson er kom heim daginn fyrir leikinn náði sér aldrei á strik. Átti i erfiðleikum með að finna leiðina framhjá ungverska markverðinum, og nokkrar send- Sóknarleikur okkar þyngri — en í f yrri leik okkar, sagði Jón Karlsson, f yrirliði íslenzka liðsins „Sóknarleikur okkar var allur þyngri en í fyrri leik okkar gegn Ungverjum. Ungverjar tóku Geir ákafiega stíft, en mér fannst við ekki ná að sýna okkar rétta andiit nú í síðari leiknum — frekar í fyrri leik okkar gegn Ung- verjum,“ sagði Jón Karlsson, fyrirliði islenzka iandsliðsins eftir ósigurinn, 13-18 i gærkvöld. „Ungverjar eru með gífurlega sterkt lið, um það er engum blöðum að fletta. Við hlutum ekki sérlega slæma útreið — enn höfum við ekki náð toppnum, við reiknum ekki með að vera komnir í topp æfingu fyrr en um 16. janúar — skömmu fyrir Heims- meistarakeppnina í Danmörku. Við það miðast að sjálfsögðu allur undirbúningur okkar Nú erum við í miðju æfingaprógrammi og það kemur auðvitað niður á leik okkar," sagði Jón Karlsson fyrir- liði íslenzka liðsins. Jón Karlsson, fyrirliði íslenzka landsiiðsins. ingar hans misheppnaðar. En Gunnar sýndi marga laglega takta og, rétt eins og Einar og Jón, með samæfingu með öðrum íslenzkum landsliðsmönnum verður hann vissulega styrkur. Það var greinilegt í leiknum í gærkvöld að við nánast stilltum upp of mörgum langskyttum — hinar ströngu gætur er Ungverjar höfðu á Geir gerðu það að verkum að spilið náði ekki að snúast um hann eins og skyldi. Þetta hlýtur að vera fhugunarefni fyrir lands- liðsnefnd, því Jón Karlsson hefur alls ekki náð að skila þvi hlut- verki að dreifa spilinu. Fyrir vikið varð spilið ákaflega þung- lamalegt á köflum, sér f lagi var þetta áberandi i fyrri hálfleik. Varnarleikur íslenzka liðsins var á köflum sterkur, svo og var markvarzla islenzka liðsins allt önnur og betri en í fyrri leiknum. Bæði Kristján Sigmundsson og Gunnar Einarsson stóðu sig með prýði. Raunar gilti sama um markvörzlu ungverska liðsins, hún var mjög góð. En það var líka skotið þar sem ungverski mark- vörðurinn var sterkastur fyrir — niðri. Ungverjar komu mun framar út á móti fslenzka sóknar- Ieiknum, voru harðir f horn að taka, gáfu okkar mönnum lítið rúm til að athafna sig. Björgvin Björgvinsson lék sinn 100. landsleik — og ánægjulegt að sjá hann styrkjast með hverjum leik. Eins og Björgvin raunar sagði, „ég er ánægður að vera aftur kominn í tækifærin, þó ég sé óánægður að nýta þau ekki.“ Það sýnir að þessi frábæri Ieik- maður er óðum að ná sér. Eins og f fyrri leik þjóðanna dæmdu þeir Reimers og Schunke, v-þýzkir dómarar. Þeir voru sjálf- um sér samkvæmir þó þeir dæmdu ekki eins og við eigum að venjast hér heima, raunar hrein undantekning ef þeir dæmdu víti. Björgvin Björgvinsson iék sinn 100. leik iínu. DB-mynd Hörður Viihjálmsson. ■ og vissuiega má sjá takta meistarans er hann stekkur inn af Anægöur aö vera í færum —en óánægður að nýta þau ekki sagði Björgvin Björgvinsson, sem lék sinn 100. landsleik fyrir ísland „Ég er ánægður að vera aftur kominn í tækifærin en óánægður að nýta þau ekki,“ sagði Björgvin Björgvinsson, en hann lék sinn 100. iandsleik fyrir tsland í gær- kvöld gegn Ungverjum, og bætist því í hóp þeirra Geirs Hallsteins- sonar, Ólafs H. Jónssonar og Viðars Símonarsonar — er aliir þrír náðu þessum áfanga í Austurrfki í vor. „Ég er óðum að ná mér á strik eftir meiðslin, styrkist með hverjum leik,“ sagði Björgvin ennfremur. „Það er ávallt erfitt að leika biómaleik, en fyrir mér var það ákaflega jákvætt að vera aftur komin í tækifærin, mér I finnst ég aftur vera að komast í æfingu." Ekki ánægður með minn hlut ,Það er ávallt erfitt að koma svona heim og leika, sér í iagi eins og nú þar sem ég þekki ákaf- lega lítið til strákanna og hef aðeins leikið með Geir Hallsteins- syni að einhverju marki og það fyrir þremur árum,“ sagði Gunn- ar Einarsson, er kom heim á þriðjudagskvöldið og lék i gærkvöld f tapleiknum gegn Ung- verjum, 13-18. „Ég er síður en svo ánægður með minn hlut, átti of margar skottilraunir, einhvern veginn fann ég ekki réttu leiðina fram- hjá markverðinum. En mér lízt vel á mannskapinn, ailir líkam- lega'sterkir og góðir einstakling- ar. Við þurfum því að ná upp samstilltu liði fyrir HM. þar sem hver vinnur fyrir annan, þá næst árangur," sagði Gunnar. Á vallt eitthvað nýtt! B0LTAR BLAKBOLTAR FÓTBOLTAR HANDBOLTAR KÖRFUBOLTAR ÍÞRÓTTA- TÖSKUR FRAM, VALUR, LIVERPOOL, KR, MAN. CITY O.FL. GERÐIR VERÐ KR. 1.840. PUMA ÆFINGASKÓR MOON- BOOTS KR 4 770 TIL 5 270 JUDO- BÚNINGAR 4 110- TIL 5 995 PUMA ÍÞRÓTTATÖSKUR 20 GERÐIR MARKMENN HANZKAR, HÚFUR, PEYSUR, HNÉHLÍFAR OG OLNBOGAHLÍFAR BADMINT0N CHARLTON OG Y0NEX—SPAÐAR SKÓR, PEYSUR OG BOLTAR Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar Klapparstíg 44 — Sími 117S3 Munaði því að Geir var ekki í stuði!

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.