Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 37

Dagblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977. 'i7 FRAMLEIÐSLUNNIHÆTT ÞEGAR ÞÆTTIRNIR VORU ORDNIR NÍUTÍU OG TVEIR Nú hefur brezka sjónvarpiö < BBC ákveðið að hætta við mynda- flokkinn sem á íslenzku hlaut nafnið Bræðurnir. Þykir mörgum sem tími sé til kominn en þættirnir urðu alls níutíu og tveir talsins. íslenzkir sjónvarpsá- horfendur hafa nú ekki séð alla þessa níutíu og tvo þætti, því hér á landi hafa að því er bezt verður munað aðeins verið sýndir tveir flokkar. Svíar hafa aftur á móti sýnt alla þættina eða í það minnsta keypt þá til sýningar hjá sér. Danir létu sig aftur á móti hafa það að kaupa ekki þessa þætti heldur keyptu Húsbændur og hjú í staðinn. Danir geta líka mæta vel séð sjónvarp hjá Svíum, svo það sýnist vera óþarfa eyðsla að sýna sömu þættina beggja vegna Eyrarsunds. Framleiðandi þáttanna hjá BBC, Graham Mac Donald, sagði nýlega í blaðaviðtali að það væri með nokkrum trega sem fram- leiðslunni á Bræðrunum væri hætt. Ekki væri heldur óhugsandi að þráðurinn yrði tekinn upp að nýju einhvern tímann seinna. Framleiðsla þáttanna hófst í kringum 1970. -Abj. 4€ Hammondbræðurnir með Blll Riley (stendur t.v.) og Jennifer. TJ rval j ólagj afa Sjónaukar í úrvali Kvikmyndatökuvélar, margar gerðir Kvikmyndasýningavélar Töskur undir myndavélar, mikið úrval Ljósmælar Leifturljós í úrvali Konica myndavélar 4 tegundir Borð fyrir sýningarvélar Þrífætur Sýningartjöld, blá, þau bestu í bænum -------------------u. FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmól, að sem fœstir verði fyrir óþœgindum vegna straumleysis nó um jólin sem endranœr. Til Jiess að tryggja öruggt rafmagn um hótíðarnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum ó eftirfarandi: Reynið að dreifa elduninni. þ.e. jafna-henni vfir daginn eins og kostur er. einkum á aðfangadag og gamlársdag. Forðist. ef unnt er. að nota mörg straunifrek tæki samtímis. t.d. rafmagnsofna. hrað- Stíðukatla og þvottavélar og uppþvottavélar — einkanlega meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna og snertihættu. IIla meðfarnar lausataugar og jóla- Ijósasamstæður eru hættulegar. Utiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð. sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum („öryggjum"). Helstu stærðir eru: 10 ampt>r=ljós 20-25 amper=eldavél 55 amper=aðaivör fyrir íbúð. Ef straumluust verður. skuluð þér gera eftirtaldar ráðstafanir: Takið straumfrek tæki úr sambandi. Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð (t.d. eldavél eða Ijös). getið þér sjálf skipt um vör i töflu íhúöarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus. getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir ibúöina í aðaltöflu hússins. Ef um viðtækara straumleysi er að ræða skulið þér hringja ígæslumann Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Bilanatilkynningar í síma 18230 allan sólarhring- inn. A aöfangadug og gamlársdag til kl. 19. einnig i símum 80230 og 80222. Vér flytjum yður beztu óskir um gleðileg jól og farsœld ó komandi óri með þökk fyrir samstarfið ó hinu liðna. Rafmagnsveita Reykjavíkur 1 2 3 4 5 6 sturstrceti 6 \Si mt 2295J Geymið auglýsinguna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.