Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 06.02.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. FEBRUAR 1978 7 Watergatebók Haldemans: „Deep Throat” í dagsljósið — Fred Fielding aðstoðarmaður John Dean— Nixon eyðilagði sjálfur spólurnar 1 væntanlegri bók Bobs Haldemans fv. starfsmanna- stjóra Hvíta hússins kemur fram að það hafi verið Nixon sjálfur er evðilagði mikilvægan kafla á segulbandspólu, alls 18 og hálfa mínútu. Þetta kemur fram í New York Magazine nú um helgina. Þá er einnig haft eftir heimildum úr fjölskyldu Halde- mans að annað leyndarmál sé upplýst í þessari bók, sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. Það er hver hafi verið ,,DEEP Throat", þ.e. sá sem gaf blaða- mönnunum Woodward og Bernstein upplýsingar. Sam- kvæmt þessum heimildum var ,,Deep Throat", Fred Fielding, aðstoðarmaður John Dean, fv. lögfræðilegs ráðunautar Nixons. Deep Throat nafnið var notað á heimildarmann blaða- mannanna tveggja á Washing- ton Post, sem leiddu í ljós þetta mikla hneykslismál á sínum tíma, en það varð til þess að Nixon forseti varð að segja af sér. Þá segir ennfremur Jrá því að Nixon hafi ætlað sér að fara sjálfur í gegnum allar upptökur. sem gerðar voru af símtölum í Hvíta húsinu, í því skyni að e.vðileggja þær sam- ræður er hefðu getað leitt til ákæru, en hann komst fljótt að því að slíkt hefði tekið óendan- lega langan tíma. Haldeman var einn af nánustu samstarfsmönnum Nixons, en hann hefur setið i fangelsi síðan í júní á sl. ári vegna þátttöku sinnar í inn- brotinu i Watergatebvgginguna í Washington. Erlendar f réttir JÓNAS HARALDSSON KÓKAÍNPOK- ARSPRUNGU ÍMAGA SMYGL- ARANS Tvítugur Bandarikjamaður lézt um borð í áætlunarflugvél á leið frá Lima til Los Angeles. Að sögn lögreglunnar í Perú var ástæða þess að m'aðurinn lézt að plast- pokar, sem innihéldu kókaín sprungu í maga hans þegar hann reyndi að smygla eiturefninu til Bandaríkjanna. Að sögn lækna gleypti maðurinn 45 pakka af kókaíni áður en hann steig um borð í vélina í Lima, höfuðborg Perú. Eftir hálftíma flug var maðurinn orðinn mjög veikur og dó hann um borð. Vélin lenti í Norður- Perú, þar sem lík hins unga manns var flutt frá borði. REUTER Stefna Salyut6 leiðrétt — birgðaflaug leystfrá geimstöðinni Sovézku geimfararnir Yuri Romanenko og Georgy Grechko réttu í gær af stefnu geimfars síns á braut umhverfis jörðu. Þeir félagar eru í geimstöðinni Salyut 6, en einnig eru tengd við stöðina Soyuz 27 geimfar og birgðaflaug, Progress 1. Að sögn sovézka sjónvarpsins sagði að eftir að þeir félagar leiðréttu stefnuna h hefðu þeir sett aflflaugar birgðaflaugar- innar af stað en fyrirhugað er að hún verði tengd frá geimstöðinni og látin fara inn í gufuhvolfið þar sem hún mun brenna upp. HUÓMBÆR Hverfisgötu 108-Sími24610 Sýnishorn á staönum. FRA Leggið inn pantanirsem fyrst KKTIICILY Afgreiislufrestur □RGAIMS ca. 4 vikur HUOMBÆRSF. IJ, KYNNIR QIÍPMMTA PfAfAlf MÉ • Einfaltt nothun • Leikið með aðeins tveim fingrum • 8soloraddir Hljómar • SjálfstæðurAutobassi • Trommutaktar • Rythma-ásláttar-grip ALLTFRÁ EINNINÓTU! Sadat f Bandaríkjunum: Vopnasala til Egypta alvarlega í athugun í viðræðum Sadats Egypta- landsforseta við Carter Banda- ríkjaforseta kom fram að reynt yrði’af fremsta megni að ryðja þeim hindrunum úr vegi, sem komið hafa í veg fyrir frekari friðarviðræður Araba og Ísraelsmanna. Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, Alfred Ather- ton, mun fara innan tiðar til Miðausturlanda til þess að reyna að finna umræðugrund- völl, þannig að friðarviðræður þjóðanna geti hafizt á ný. Forsetarnir hófu viðræður sínar á föstudaginn og í gær- kvöldi komu þeir til Hvíta hússins, eftir að hafa dvalið á sveitasetri Bandaríkjaforseta í Camp David í Maryland. Zbigniew Brzezinski, ráðgjafi Carters forseta í öryggismálum, sagði í viðtali við tímaritið U.S. News and World Report, að Bandaríkjastjórn yrði að taka óskir Sadats um vopnakaup til alvarlegrar athugunar. „Við verðum að koma í veg fvrir að hernaðaryfirvöld í Egyptalandi geti sagt að Sadat hafi brennt allar brýr að baki sér í Sovét- ríkjunum og nú er egypzka þjóðin varnarlaus". Sadat hefur fari fram á að fá full- komin bandarísk vopn, þar á meðal F5e herþotur af nýjustu gerð. í New York kom til mótmæla vegna heimsóknar Sadats til Bandaríkjanna. Eldsprengju var varpað að heimili egypzks sendiráðsmanns. Samtök Gyðinga stóðu að mótmælun- um. Skemmdir urðu litlar vegna eldsprengjunnar. sfp, sem vekja athygli! komið og skoðið í Skeifunn 8 V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.