Dagblaðið - 10.02.1978, Side 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRtJAR 1978.
Kvikmyndahátídiii:
Komið út úr fordóma-
þokunni og úrskurðið
um hvað er klám
Birgir Sveinsson skrifar:
Eg get ekki oröa bundizt
vegna þeirrar svívirðilegu að-
farar sem siðferðispostular
dómsvaldsins gera að kvik--
myndaunnendum hérlendis.
Þeir leyfa sér að banna
ákveðna kvikmynd með því að
vitna í einhverja hæpna reglu-
gerð, sem fjallar um klám en
gerir þó alls enga tilraun til
þess að skilgreina hvað það sé.
Hvar fengu þessir herrar það
vald, sem ákvarðar hvað sé
klám og hvað sé list? Er það
ekki einstaklingsins að meta
það allt út frá því gildismati
sem hann býr við? Það hefði ég
haldiö.
Kvikmyndahátíðarnefnd
hlýtur að mótmæla þessari
freklegu afskiptasemi. Hún
hlýtur að hafa verið ómæld sú
fyrirhöfn sem nefndarmeðlimir
lögðu á sig til þess að geta aflað
kvikmynda sem heyra undir
list og er einmitt verið að sýna í
Háskólabíói þessa dagana. Og
síðan koma þessar fornaldar-
verur út úr fordómaþokunni og
gera að engu alla þessa fyrir-
höfn, veifandi einhverjum hug-
tökum sem þeir vita sjálfir
ekkert hvað merkja. Samein-
umst í því að veita
einstaklingnum sjálfum það
vald að meta hvað sé honum til
sálutjöns og hvað ekki.
Raddir
lesenda
Stutt bréf og
undir naf ni
Lesendur sem hafa samband
við lesendaþáttinn eru vinsam-
lega beðnir um að athuga, að
engin bréf eru birt nema þeim
fylgi nafn og heimilisfang send-
anda.
Einnig að mikill kostur er að
bréf séu stutt og skorinorð. Þá
gefst okkur kostur á að birta
fleiri bréf en ella og einnig að
birta þau fyrr í blaðinu.
STURLUNGAOLD
ÁRÓDURS OG ÓÞJÓÐ-
HOLLUSTU
Siggi f lug skrifar um ástandið á Islandi
Við Islendingar erum
smáþjóð í þess orðs fyllstu
merkingu og ekkert er okkur
hættulegra heldur en að vera
sífellt að rífast innbyrðis.
Að vísu höfum við engan her
eins og jafnvel aðrar smáþjóðir
en væri hér her væri fyrir
löngu búið að efna til byltingar
í landinu.
Það er að sjálfsögðu ágætt að
við höfum engin vopn í landinu
því þá væri yfir okkur skollin
önnur Sturlungaöld með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum.
Hér á landi ríkir að vissu
marki Sturlungaöld, þótt ekki
sé barizt með vopnum,
Sturlungaöld rifrildis, ósam-
komulags, áróðurs og óþjóð-
hollustu, sém lamað hefur allt
stjórnarfar í landinu nú um
skeið.
Eg hefi ekki orðið þess var að
stórþjóði.r heims hafi verið að
seilast eftir okkar litla landi
nérna þá ein stór þjóð sem öll-
um stendur stuggur af en það
eru Rússar með útþenslu-
stefnu sína.
Sjálfstæði okkar hefur nú
um stund verið stefnt í voða af
okkur sjálfum með ósamkomu-
lagi um stjórn landsins innávið
og sumpart með gegndarlaus-’
um lántökum erlendis sem fyrr
eða siðar hljóta að leiða til þess
að okkur verður sagt fyrir verk-
um og sjálfsákvörðunarréttur í
fjármálum tekinn af okkur.
íslendingar hafa einu sinni
glatað sjálfstæði sinu vegna
ósamkomulags og sundrungar
þjóðarinnar, látum það ekki ske
aftur.
Mér datt þetta i hug.
SIGGIflug 7877-8083.
Húsakynnin hrörleg
og lítið hugguleg
Asa hringdi:
,,í hvert skipti sem ég þarf að
fara út á Reykjavíkurflugvöll í
Ertþú um tvítugtí Ijósgræn-
um btt og keyptir sjónvarp
o Stólum.l
Vneð tveimur s 1 jssKápuv. '•>'
ltvö sjonvarps'*F - Bendix.l
Halldór Guðmundsson
hringdi og tjáði okkur
vandræði sín.
Þannig er mál méð vexti að
hann auglýsti ýmis húsgögn og
heimilistæki í smáauglýsingum
4€
Við birtum mynd af smáaug-
lýsingunni til upprifjunar því
Halldór hefur mikinn hug á að
uppfylla öll lög og reglur varð-
andi tilkynningu um eiganda-
skipti á sjónvarpstækinu.
farþegaafgreiðslu Flugfélags
Islands kemst ég í hálf vont
skap. Mér finnast svo einstak-
lega leiðinleg húsakynnin á
vellinum. Ég skil ekkert í
félaginu að laga ekki svolitið i
kringum sig.
Starfsfólkið er svo sem ekk-
ert athugavert við, það erósköp
elskulegt, það vantar ekki. en
húsakynnin. Þau eru alveg
fyrir neðar. allar hellur.
DB á mánudaginn var. Gekk
salan með ágætum eins og lög
gera ráð fyrir. Reyndar var svo
mikið að gera við söluna að
þegar svarthvítt sjónvarpstæki
skipti um eigendur láðist að fá
nafn og nafnnúmer kaupand-
ans og því er Halldór í
vandræðum. Samkvæmt
reglum á að gefa upp bæði
nafnnúmer og nafn kaupanda
sjónvarpstækis. Er það á
ábyrgð seljanda ef svo er ekki
gert.
Kaupandinn mun hafa verið
um tvítugt, að öllum líkindum á
Ijósblágrænni Cortinu, og
greiddi uppsettar 20.000
krónur.
Viðskiptin gerði hann
unga konu hér í borg.
við