Dagblaðið - 10.02.1978, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978.
Erlendar
fréttir
Skýrzla OECD:
Verðbólgan minnst
í Sviss, en næst-
mest á Islandi
Verö á neyzluvörum í iðnaðar-
ríkjum vesturlanda hækkaði að
meðaltali um 8.3% á síðasta ári
samkvæmt upplýsingum frá
OECD, efnahags og framfara-
stofnun. Aðildarríki OECD eru
24 og var verðbólga minnst í Sviss
eða 1.1% á síðasta ári. I kjölfarið
sigldu V-Þýzkaland með 3.5%
verðbólgu, Luxemburg 4.3%,
Austurríki 4.6% og Japan 4.8%.
Mest var verðbólgan í Tyrk-
landi 36.6%, á tslandi 30.2% og á
Spáni 26.4%.
ORÐSENDING
TIL VIÐSKIPTAVINA
VEGNA FLUTNINGA Á FYRIRTÆKI VORU í NÝTT
HÚSNÆDIAÐ
Bfldshöfða 16
VERÐUR VARAHLUTAVERZLUN, BÍLASALA OG SKRIF-
STOFUR LOKAÐAR DAGANA 13.—16. FEBRÚAR.
OPNUM AFTUR 17. FEBRÚAR AÐ BÍLDSHÖFÐA 16.
BDÖRNSSON
BÍLDSHÖFÐA 16
Fasteignasalan
EIGNABORG sf.
Hamraborg 1 ■ 200 Kópavogur ■
Höfum til sölu:
VIÐ HLÍÐARVEG
Þokkaleg 2ja herbergja íbúð, 70 ferm. Verð 7,5-8 millj.
VIÐ NJARÐARGÖTU
2ja herbergja einstaklingsíbúð, 35—40 ferm. Verð 5,5
millj.
VIÐ MELGERÐI
3ja herbergja risíbúð. Verð 9 millj.
VIÐ KÓPAVOGSBRAUT
4ra herbergja íbúð á efri hæð í timburhúsi. Nýklædd
stofa með panel. Verð 10 millj.
VIÐ KÓPAVOGSBRAUT
4ra herbergja íbúð á jarðhæð á góðum stað í vesturbæ
Kópavogs. Góð íbúð. Verð 11-11,5 millj.
VIÐ ASPARFELL
Glæsileg íbúð 4ra herbergja með bílskúr. 16-16,5 millj.
VIÐ ASPARFELL
Glæsileg 4ra herbergja íbúö. Verð 15-15,5 millj.
VID MELGERÐI
5 herbergja sérhæð með stórum bílskúr.
VERZLUNARHÚSNÆDI
TIL LEIGU
17 ferm. verzlunarhúsnæöi til leigu við Borgarholtsbraut
i Kópavogi.
Vilhjálmur Einarsson, sölustj.
Pétur Einarsson, lögfr.
SÍMAR 43466—43805
Sómalía:
r
Obreyttir borgarar
kallaðir í herinn
— undanhald undan Eþíópíumönnum
Kúbanskt herlið er nú á leið
á vígstöðvarnar í Ogaden eyði-
mörkinni til aðstoðar Eþíópíu-
mönnum í loft og iandhernaði
gegn Sómulum.
Almennt herútb’oð var látið
út ganga í Sómalíu og eru
óbreyttir borgarar nú þjálfaðir
til átaka.
Samkvæmt heimildum frá
Addis Ababa hefur herlið
Sómala orðið að hörfa um 10
km frá aðalvígstöðvunum.
Þyrlur frá Eþíópíu vörpuðu
niður dreifimiðum þar sem
Sómalir eru hvattir til að gefast
upp, þar sem Eþiópíuher hafi
enn ekki beitt sér af fullum
þunga.
Ríkisstjórn Sómalfu hefur birt
áætlanir um þátttöku óbreyttra
borgara í stríðinu, en íbúar
Sómaliu eru um 3.2 milljónir.
Þá hefur hún einnig lýst því
yfir að vænta megi hjálpar frá
vestrænum ríkjum og Araba-
þjóðum.
Upplýsingaráðherra Sóma-
iiustjórnar sagði að markmið
iramrásar Eþíópíumanna væri
neð að innlima norðurhéruð
Sómalíu. Með því móti næðu
peir hernaðarlega mikilvægu
iandsvæði, sem liggur að
^denflóa og veitir aðgang að
Rauðahafinu.
Eþiópíustjórn hefur endur-
tekið að það sé ekki ætlun
þeirra að hertaka sómalískt
'andsvæði, heldur séu þeir
aðeins að hrekja innrásarheri
af höndum sér.
Cyrus Vance, utanríkis
ráðherra Bandaríkjanna, sagði
að nú þegar berðust 2000
Kúbanir í Eþíópuíu og von væri
á fleiri hermönnum þaðan.
Þessi yfirlýsing kom í kjölfar
frétta um að þúsundir
kúbanskra hermanna væru að
búa sig undir að stíga á land úr
sovézkum skipum sem væru á
Rauðahafi.
I útvarpinu í Eþíópíu var þvi
haldið fram í gær að Egyptar
hefðu sent herlið og vopn til
aðstoðar herliði Sómala, en
aessum fullyrðingum hefur
verið neitað í Kairó.
Hér getur að líta það nýjasta í húsgagnatízkunni. Loksins er hægt að fá gerðarlega fætur undir stólana
og menn ráða hvort þeir hafa skíðaskó, strigaskó eða dönsku hlankskóna á fótunum. Þessi nýjung kom
fram í Kaliforniu og hönnuður stólanna, John Holmes, er þarna með hugarfóstrum sínum.
BERKLASJÚKLINGURINN
STAKK AF FRÁ SPÍTALANUM
0G FÉKK SÉR EINN GRÁAN
— var sektaður fyrir vikiö
Berklasjúklingur nokkur í Graz gær fyrir að stinga af frá spítalan-
í Austurriki var dæmdur I um til þess að fá sér aðeins neðan
rúmlega 100 þúsund króna sekt i í þvi.
í dómnum sagði að berkla-
sjúklingurinn Peter Genser, þri-
tugur að aldri, hefði með þessu
athæfi sinu í október sl. stofnað
heilsu samborgara sinna í hættu.
Hörö átök í Beirút
Hörð átök hafa nú staðið í þrjá
daga á milli sýrlenzkra og
líbanskra herliða i austurhluta
Beirút, aðsetri kristinna manna.
Talið er að allt að 100 manns hafi
fallið í gær er Sýrlendingar
beittu skriðdrekum gegn Líbön-
um. A þessum þremur dögum
hafa þvf alls fallið um 150 manns.
Bandaríkjastjórn hefur haft
samband við bæði Sýrlendinga og
Líbani og lýst yfir áhyggjum sín-
um vegna hins alvarlega ástands.