Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.02.1978, Qupperneq 10

Dagblaðið - 10.02.1978, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978. MMBUUHB hjálst, úhád dagblað Utgefandi Dayblaðið hf Frumkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjori: Jonas Kristjansson. Fróttastjóri: Jón Birgir Petursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Roykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jonas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjori: Ólafur Eyjólfsson, Gjaldkeri: Þrainn Þorleifsson. Dreif ingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritsjjóm Siðumula 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins 27022 (10 linur). Askrift 1700 kr. á mánuöi innanlands. I lausasólu 90 kr. eintakið. Setning og nmhrot Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plotugerö: Hilmirhf. Siöumula 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Ekki alvond? Asía—uppspretta eiturlyfjanna Sífellt harðari viðurlög stjórn- valda í Asíu Menn eiga að geta treyst því, að ekkert í mannlífinu sé alveg Jivítt eða alveg svart, heldur aðeins mis- munandi grátt. Enginn sé algóður og enginn alvondur. En því miöur gefur ríkisstjórnin tilefni til að halda, að þessu algildu sannindi standist ekki. Merkilegt er að rekja allt það, sem hlutlausir aðilar hafa ráðlagt núverandi ríkisstjórn á þriggja og hálfs árs ferli hennar. Hún hefur ekki tekið hið minnsta mark á neinum þeim ráðum, enda hefur hún sína eigin sérfræðinga, sem segja henni það, sem hún vill heyra. Ríkisstjórninni hefur verið ráðlagt að vernda í fullri alvöru þorskstofninn í sjónum. Henni hefur verið ráðlagt að auka ekki hlutdeild ríkisins í þjóðarkökunni á kostnað almennings og atvinnuvega. Henni hefur verið ráðlagt að kasta ekki peningum á glæ landbúnaöar. Ríkisstjórninni hefur verið ráðlagt að semja ekki við ríkisstarfsmenn um mun meiri launa- hækkanir en atvinnuvegirnir höfðu gert. Henni hefur verið ráðlagt að þjónusta ekki gæðinga sína með kaupum á Víðishúsi og öðrum slíkum glæpum. Henni hefur verið ráðlagt að binda börnum okkar ekki skulda- bagga á herðar. Hin ótrúlega lélega og sjálfumglaða ríkis- stjórn hefur ekki tekið mark á neinu þessu, né fjölda annarra hliðstæðra atriða. Svo furðar hún sig á, hversu illa þjóðarhag er komið! Hún lætur sérfræðinga sína henda fimm bráðabirgðalausnum í verðbólgunefnd, þar sem sitja fulltrúar voldugustu hagsmunahópa landsins. Allar eru þessar lausnir vondir kostir, en fela þó í sér tilraun til að stilla þrýstihópum upp við vegg. Ekki tekst þetta þó betur til en svo, að samtök launþega sjá strax, að ætlunin er að láta launþega borga brúsann. Þremur mánuðum eftir að ríkisstjórnin er sjálf búin að sprengja upp verðlagið með samningum við ríkisstarfs- menn, ætlar hún að taka allt til baka. Svona ganga kaupin ekki á eyrinni. Launþegasamtökin munu ekki sætta sig við bráðabirgðalausnir ríkisstjórnarinnar og eru þar í fullum rétti. Viðbrögðin benda líka til þess, að nýjar vinnudeilur séu á næsta leiti. í sjálfu sér eru bráðabirgðalausnir ríkis- stjórnarinnar ekki verri né vitlausari en bráða- bifgðalausnir þær, sem stjórnarandstaðan og samtök launþega hafa sett fram sameiginlega. Hvort tv'eggja er kák og vitleysa, ef frá eru talin einstök atriði eins og afnám vörugjalds og samdráttur ríkisútgjalda. Séu hlutlausir aðilar spurðir, hvað þeir mundu þá vilja láta gera, geta þeir aðeins bent á fyrri ráð sín, svo sem þau, er nefnd voru hér að framan. í núverandi ástandi þarf djarfari lausnir en bókhaldstilfærslur. Lánleysi ríkisstjórnarinnar byggist á sljóleika hennar og þingliðs hennar annars vegar og á vondri efnahagsráðgjöf sérfræðinga hennar hins vegar. Lánleysið er svo magnað, að leita verður með logandi ljósi að einhverju ekki alsvörtu, heldur gráu í gerðum hennar. — gegn sölu og dreif ingu eiturlyfja — dauðarefsingu og lífsta'ðarfangelsi beitt Mestur hluti alls ópíum kemur frá löndunum í Asíu, sem mynda Gullna þríhyrninginn, þ.e. á landamærum Burma, Laos og Thailands. r Umboðslaun frá Mitsubitsi? I kerfinu ganga eftirfarandi upplýsingar milli manna, og gengur fram af mörgum: I Finansbanken, Vesturbrogade 9, 1620 Köbenhavn, hefur Jón G. Sólnes alþingismaöur átt bankareikning númer 66503-07. Innistæða var í ársbyrjun 1975 84.747 danskar krónur. Þetta er á fjórðu milljón íslenzkra króna á genginu eins og það hefur verið skráð undanfarið. í árslok 1975 var innistæðan 84.129 danskar krónur. Vextir greiddir á árinu 1975 voru danskar krónur 9.129. Frú Jón G. Sólnes átti reikning 66503- 56. Innistæða í ársbyrjun 1975 var 81.359 danskar krónur. Innistæða f árslok 1975 var 84.084. Vextir greiddir á árinu 1976 voru danskar krónur 9.084. Þetta er líka á fjórðu milljón íslenzkra króna. ÞAÐ ERU LÖG í LANDINU Það þarf í sjálfu sér ekki að fara um það mörgum orðum, hvað þessar upplýsingar þýða. Það eru lög í landinu sem banna mönnum að eiga gjald- eyri erlendis. Frá þessum lögum eru gerð frávik, þegar sérstaklega stendur á. Það er ............................ auðvitað fræðilegur möguleiki að Jón G. Sólnes hafi haft slíkt leyfi, en þó er það ótrúlegt, enda verður ekki séð hvaða tilgangi slíkt ætti að þjóna. Það er ólíklegt að báknið veiti ein- um af sínum uppáhaldssonum leyfi til þess að hafa fjármuni sína gengistryggða í útiöndum, meðan allt venjulegt fólk hefur ekki slíkt leyfi. Hitt er miklu líklegra, að hér sé um venjulegt lögbrot að ræða. Jón G. Sólnes er alþingis- maður, til þess kjörinn að setja landinu lög. Hann hefur þar að auki verið útibússtjóri í banka- útibúi og sérlegur trúnaðar- maður bankakerfisins til margra ára. Hann situr sem varamaður í stjórn Seðlabanka íslands. Þar að auki hefur Jón G. Sólnes borið höfuðábyrgð á ein- hverju sóðalegasta fjármála- ævintýri Islandssögunnar, sjálfri Kröfluvirkjun. Það hefur aldrei verið skýrt til neinnar hlítar, hvers konar viðskiptasamningar það voru, sem gerðir voru vegna Kröfluvirkjunar. Hvers vegna stöðvarhús var byggt f þeirri skyndingu, sem raun bar vitni, án útboða, og ekki síður hvers vegna keypt var af japanska fyrirtækinu Mitsubitsi, þvert ofan í ráðleggingar Orkustofn- unar. Jón G. Sólnes er þess vegna ekki f venjulegri aðstöðu. Ef hér væri eitthvert lágmarks- vit í uppbyggingu dómskerfis — sem ekki er — þá væri það Jóns G. Sólnes að sanna, að hér væri ekki um að ræða þjónustugjald fyrir hina óvenjulegu þjónustu sem hann lét hinu japanska fyrirtæki f té. Þar fyrir utan þá er það auðvitað gersamlega óþolandi að framámaður í löggjafanum og sérlegur trúnaðarmaður í bankakerfinu skuli vera í aðstöðu til þess að eiga milljónir á erlendum banka og skapa sjálfum sér með þeim hætti miklu betri lffskjör en gerist og gengur i landinu. Þetta er lögbrot, kannske brot á vitlausum lögum, en lögbrot eigi að síður. Við lifum tíma mikillar verðbólguspillingar. Öða- verðbólgusamfélag, eins og hér hefur skapazt, hefur leitt af sér feikilega og óbærifega spillingu. Þetta verður æ

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.