Dagblaðið - 10.02.1978, Qupperneq 16
Mt'nn eru tilbúnir aö greiöa f.iárfúlgur fvrir að líkjast sem mest
hinum upprunalega Elvis Preslev. En sk.vldu sannir aödáendur
samt ekki alltaf kunna að þekkja ósvikna varninginn frá gervidót-
inu?
MEIRA AF HINUM
NÝJA PRESLEY
Ekki alls fyrir löngu birtist í
Dagblaöinu greinarstúfur um
Dennis nokkurn Wise. Fjallaói
greinin um þá ákvörðun hans
að láta breyta andliti sínu
þannig að hann líktist sem mest
hinum alkunna Elvis Presley.
Dennis Wise hefur nú gengizt
undir sex klukkustunda and-
litsaðgerð. Umboðsmaður hans,
Danny O’Day, sagðist ekkert
geta sagt um árangur skurðað-
gerðarinnar fyrr en eftir um
það bil viku. ,,En ég býst frekar
við að hún beri stórkostlegan
árangur,” sagði O’Day. Wise lá
á einkasjúkrahúsi og var sér-
stakur læknir fenginn til þess
að breyta höku hans, nefi,
vörum og kinnum. Wise eyddi
síðustu helgi hjá tannréttinga-
manni sem lagaði tennur hans
þannig til að nú eru þær
nákvæmlega eins og í Presley.
Fanginn f rjáls innan
veggja fangelsisins
Vegna góðrar hegðunar eftir
flóttatilraun sína 1 júní, hefur
James Earl Ray verið veitt leyfi
til þess að blanda aftur geði við
aðra fanga fangelsisins sem hann
dvelur 11 Petros. Ray er frjáls að
fara úr klefa sínum út í sama
fangelsisgarðinn og hann reyndi
að flýja úr. Einnig má hann fara í
leikfimisalinn, þvottahúsið, bóka-
safnið og tómstundaherbergið.
Ray hafði verið undir sérstöku
eftirliti, en nú er talið nokkurn
veginn áhættulaust að veita
honum þetta mikið frelsi, jafnvel
þótt hægt- sé að búast við hverju
sem er af manni, sem á 99 ára
fangelsi yfir höfði sér.
◄C
James Earl Ray afplánar 99 ára
fangelsi fyrir að hafa myrt
blökkumannaleiðtogann Martin
Luther King.
DAGBLAÐIÐ'FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1978. '
„Féll sérstaklega fyrír
rómantískum klæðnaðF9
— segir danska leikkonan Gitte Hænning,
sem eyðir of f jár í fatakaup
Hin vel kunna leikkona Gitte
Hænning hefur aldrei reynt að
dylja það að hún,á.mjög stóran
fataskáp, troðfullan af fötum sem
hún notar bæði í sínu einkalífi og
til þess að koma fram í opinber-
lega. Þessi fatabunki er m.a. or-
sök missættis milli hennar og
eiginmanns hennar, Jo Geistler,
sem ásakaði hana fyrir að eyða
öllum sínum peningum í tóma vit-
leysu og hafa ekki hundsvit á
fjármálum.
„Það er rétt að ég elska föt,“
segir Gitte. ,,Ég hef yndi af að
kaupa mér falleg föt, sérstaklega
fell ég fýrir þeim rómantísku. Eg
klæði mig alltaf eftir því í
hvernig skapi ég er og hversu
annríkt ég á. Eftir skilnaðinn við
Jo gekk ég oftast nær í gallabux-
um því ég hafði misst löngunina
til þess að halda mér til. Þannig
er ég alltaf þegar ég er döpur en
þegar ég er í góðu skapi eru engin
takmörk fyrir því hverju ég get
klæðzt. Ég hef mikla ánægju af að
fara á tízkusýningar og fá hug-
myndir. Einstöku sinnum kaupi
ég mér kjóla á þessum sýningum
en ef ég sé einhvern, sem mig
langar í en sem er of dýr, kaupi ég
eitthvert fallegt efni og fer með
það til saumakonunnar minnar og
bið hana að sauma á mig eins kjól.
Eg kaupi föt í hverju landi sem
ég kem til, einnig i Danmörku, en
eftirlætisverzlunin mín er jap-
anska verzlunin Yuca í Hamborg.
Þar hef ég fundið marga dásam-
lega fallega kjóla. *
Hvort ég fylgi alltaf alveg
tízkunni veit ég ekki en ég ve!
mér fyrst og fremst föt sem klæða
mig og ég hef orðið fyrir miklum,
áhrifum frá austurlenzkum
fatnaði. - RK
Þrátt fyrir hrakspár bandaifskrar völvu:
Caroline og Philippe
eru hin lukkulegustu
Hér sjáum viö Carolinu prinsessu meö unnusta sínum, Phillippe
Junot, í samkvæmi í París ekki alls f.vrir löngu. Völvan Jean Dixon
spáöi nokkuð dapurlegri framtíð þeirra saman. eins og sagt var frá í
Dagblaðinu ekki alls fvrir löngu. Viö skulum nú samt vona að
völvunni hafi brugðizt bogalistin aö þessu sinni.