Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 17.02.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUK 17. FEBRÚAR 1978. BIAÐID irjálst, nháð daghlað Útgefandi Dagblaðið hf Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson. Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gipsur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jonas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson, ’ Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritsjjórn Síðumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaösins 27022 (10 línur). Askrift 1 700 kr. á mánuði innanlands. tnds. i lausasölu 90 kr. «■ i lausasölu 90 kr. eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaöið og Stoindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf, Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Ólafursterki Vilji Ólafs Jóhannessonar ^ dómsmálaráðherra svífur yfir vötnum í ríkisstjórninni. Það er fyrst og fremst hans stefna, sem nú er verið að framkvæma. Hann vildi fara „í slag“ við launþega- samtökin og freista þess að ganga til kosninga sem fulltrúi „sterkrar stjórnar“, maður, sem fólk gæti treyst til að leiða þjóðina út úr glundroða. Ólafur sækir fyrirmyndir til erlendra ríkja og stjórnmálaforingja, eins og til dæmis de Gaulle. Þegar Frakkland rambaði á barmi bylt- ingar eftir langvarandi verkföll, efndi de Gaulle til kosninga og sigraði. Þótt launþegar séu meirihluti kjósenda, reyndust margir fremur vilja hinn sterka foringja en áfram- haldandi upplausn, hversu mjög sem hinn al- menni launþegi kann að hafa stutt stefnu laun- þegasamtakanna sem slíkra. Ólafur getur bent á mörg fleiri dæmi þess, að kjósendur hafi eflt hægri öflin, þegar verulega var slegizt í þjóð- félaginu. Engin leið er að spá, hvort þessi fyrirætlun tekst. Til þess er enn allt of margt óljóst um þróun mála. En eitt er augljóst. Efnt hefur verið til harðvítugs stéttarstríðs, þar sem óbil- girnin kann að ríkja á báða bóga. Ríkisstjórnin fær ekki verðlaun fyrir að efla þjóðarhagmeðefnahagsráðstöfunumsínum. Við núverandi aóstæður var sérstaklega fráleitt að ætla að rifta samningum. Kjarasamningarnir í fyrra veittu hinum almennu verkalýðsfélögum skýlausan rétt til að segja upp samningum, ef stjórnvöld skertu þá. Opinberir starfsmenn sáu einnig óvenju ruddalega móðgun í því, að ráð- herrar, sem undirrituðu kjarasamninga við þá fyrir þremur mánuðum, skyldu nú rifta þeim. Þarna munu sérstök óheilindi hafa legið að baki, enda sagði Framsóknarþingmaðurinn Halldór Ásgrímsson í þingræðu, að fyrirsjáan- legt hefði verið strax við gerð samninga við opinbera starfsmenn, að þeir gætu ekki staðizt. Hvað má þá segja um þá ráðherra, sem undir- skrifuðu samningana, ef þeir töldu sig strax vita, að samningunum yrði að rifta? Samningar opinberra starfsmanna veita þeim ©kki verkfallsrétt gegn aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Talið er sennilegt, að þeir grípi þess í stað til ólöglegra aðgerða í samvinnu við Alþýðusambandið. Opinberir starfsmenn segja, að ríkisstjórnin hafi komið aftan að sér, samið vegna verkfallsins í haust um kauphækkanir, sem ætlunin hafi verið að skera niður, þegar opinberir starfsmenn gátu ekki lengur farið í lögleg verkföll. Ríkisstjórnin er frumkvöðull átakanna að þessu sinni. Líta ber á afleiðingarnar í því ljósi. í fyrsta lagi var augljóst, að þjóðarbúið hlyti að tapa á skerðingu samninga, þegar við blasti, að félögin í Alþýðusambandinu mundu segja upp samningum, og mikil verðmæti mundu tapast við verkfallsaógerðir. I ööru lagi er jafnlík- legt, aö eftir slíkar aðgerðir kæmu kauphækk- anir, sem yrðu ekki minni en þær hækkanir, sem ríkisstjórnin leggur svo mikla áherzlu á að svipta launþega. Því blasir við, að þjóðin sem heild hlýtur að tapa miklu á aflraunum Ólafs Jóhannessonar, hvernig sem fer um kjörfylgi hans. [ Frakkland: J Kosningaloforðin standast ekki en kosningabarátta án loforða væri hryggileg kvikmynd gerð í Frakklandi þar sem sýnt er hveraig loforðin bregðast eitt af öðru Bandarískir stjórnmálamenn borða pizza og kyssa smábörn. Franskir stjórnmálamenn skála við kjósendur. En kosningalof- orð þeirra frönsku eru alveg eins fráleit og félaga þeirra í Bandarikjunum, ef dæma má eftir heimildamynd um franska stjórnmálamenn og kosninga- baráttu þeirra, sem Frakki að nafni André Halimi hefur ný- lega gert. Heimildamynd þessi er 80 mínútna löng og heitir: „Þú færð frían rakstur á morgun“. Myndin er skörp og fyndin ádeila á frönsk stjórnmál. Halimi höfundur myndar- innar vildi hefja sýningar á. myndinni nú þegar kosninga- baráttan fyrir frönsku þing- kosningarnar stendur sem hæst. En dreifingaraðili , myndarinnar ákvað að hætta við dreifingu hennar. Leit er hafin að nýjum dreifingaraðila J0NAS HARALDSSON og vonast Halimi til þess að koma myndinni út fyrir kosn- ingar, sem verða i næsta mán- uði, en það hefur þó enn ekki tekizt. „Ég held að þeir hafi verið hræddir," segir Halimi. „Dreifingaraðilinn vildi bíða þar til að loknum kosningum. Þá hefði verið hægt að klippa út óheppilega kafla um sigur- vegarana." Myndinni er þó ekki ætlað það hlutverk að særa menn, heldur er athugað hver kosningaloforð stjórnmála- menn hafa gefið og hvaða að- ferðir eru notaðar til þess að afla atkvæða. Glögglega kemur í ljós að oft verður næsta lítið Ábarmi stjórnleysis Árið 1952 var Richard Nixon frambjóðandi til embættis vara- forseta f Bandaríkjum Norður- Ameríku. Þegar nokkrir mán- uðir voru eftir til kosninga hófu blöð að skrifa um það, að Nixon hefði ólöglegan kosn- ingasjóð f heimarfki sfnu, Kalí- fornfu, og ekki væri stætt á því að maður sem hlýddi ekki bandarfskum kosningalögum sæktist eftir þvf að verða bandarískur varaforseti. Mál þetta olli hávaða, og hafði mið- nefnd Repúblikanaflokksins raunar ákveðið að skipta um frambjóðanda. Richard Nixon gerði þá það sem óvenjulegt var á þessum tfma, hann keypti hálfa klukkustund í sjónvarpi, en sjónvarp var þá um það bil að verða sterkur fjölmiðill, og hélt þar varnarræðu fyrir sjálfan sig. Varnarræða Nixons varð fræg að endemum. Hann útskýrði þetta tiltekna mál. Hann tefldi fram konu sinni og börnum — og meira að segja fjölskylduhundinum — og fékk fjölmargar amerískar fjöl- skyldur til þess að fara að skæla með þvf að höfða til fjöl- skylduhvata. Hann talaði um ofsóknir, kommúnista.og f leið- inni kom hann að hæfilegum auri um andstæðinga sfna. Stóra trompið var samt fjöl- skylduhundurinn og eftir honum var ræðan nefnd. NIXON OG SÓLNES Höfuðmunurinn á Richard Nixon árið 1952 og Jóni G. Sól- nes árið 1978 var samt sá, að Nixon reyndist ekki hafa brotið nein lög. Hann reyndi ekki að skjóta sér undan neinum lögum, og þvf síður fullyrti hann að vitlausum lögum bæri að óhlýðnast. Þetta gerir hins vegar alþingismaður á tslandi. Jón G. Sólnes, alþingismaður með miklu meiru, hefur verið staðinn að þvf að hafa átt millj- ónafúlgur i erlendum bönkum. Gjaldeyrislögin kunna að vera hvort tveggja, snarvitlaus og allt of þröng. Hér er samt um augljósar tilraunir að ræða til þess að skjóta sér undan ís- lenzkum lögum. Skýringar - þingmannsins eru augljóslega svo langsóttar, að þær kalla á miklu frekari spurningar. Og þessara spurninga ætti dóms- valdið að spyrja. Auðvitað spyr dómsvaldið einskis, auðvitað mun þessi minnisvarði um lög- brot löggjafans einungis standa um aldur og ævi sem dæmi um ástandið eins og það var í land- inu árið 1978. Mál af þessu tagi leiða til annars konar spurninga! Jón G. Sólnes segir í blaðaviðtali að gjaldeyrislögin séu svo vitlaus að það hafi ekki hvarflað að sér að fara eftir þeim. Ef öðrum borgurum finnst skattalögin vera vitlaus, er þá nokkur ástæða til þess að fara eftir þeim? Ekki samkvæmt þessari túlkun löggjafarvaldsins. Sól- nes spyr blaðamann Dag- blaðsins á miðvikudag hvort hann sé að setja sig f dómara- sæti. Þetta eru, eins og allir vita, ósjálfráð viðbrögð meintra lögbrjóta og kerfisþrælanna á Mogganum. En samkvæmt for- múlu Sólness sjálfs, ef blaða- manni Dagblaðsins eða ein- hverjum öðrum þykir dóms- kerfið seinvirkt og ekki vinna verk sitt, hefur hann þá ekki fullt leyfi til þess að setjast í dómarasætið — og fella sjálfur sfna dóma. Samkvæmt kenn- ingu þessa fulltrúa löggjafans í landinu þá á ekki að hlýða öðrum reglum en þeim sem manni finnst vera vit f. í reynd jafngildir náttúrlega svona yfirlýsing þvf, að hér sé ekki réttarríki, heldur ákveði hver og einn fyrir sig, hvað séu lög og reglur, og spilar siðan eftir eyranu f þeim efnum. íslenzkur alþingismaður er ber að því að þverbrjóta fslenzk gjaldeyrislög. Alþingi sendir ekki frá sér múkk. Ríkisfjöl- miðlarnir steinþegja. Dóms- kerfið hreyfir sig ekki. Morgun- blaðið fer f sóðalega vörn, minnist raunar ekki á málið fyrr en hinn meinti lögbrjótur vill ræða málin. — Til hvers er eiginlega verið að reyna að halda uppi þjóðfélagi við þess- ar aðstæður? MITSUBITSI Vandaðir lesendur greina minna hafa margir hverjir látið f ljósi þær skoðanir, að það hafi verið mistök af mér að bera fram spurningar um viðskipti Jóns G. Sólness við japanska auðhringinn Mitsubitsi um leið og flett var ofan af ólöglegum gjaldeyrisviðskiptum hans. Þetta hafi einungis þjónað undir Moggann og meintan lög- brjótinn. Þetta er efalítið rétt- mæt gagnrýni. Spurningar eru ekki nema spurningar, en stað- reyndir eru hins vegar stað- reyndir. Stundum tala stað- reyndirnar nægjanlegu máli. Spurningarnar voru meðal annars fram bornar af eftirfar- andi ástæðum: Fyrir nokkrum vikum voru opnuð útboð f Hrauneyjarfossvirkjun. Meðal bjóðenda var japanska fyrir-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.