Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1978. 5 Harðorð mótmæli gegn 6000 millj- óna aukaskatti á bfleigendur Fjögur firmu gera sameiginlegt tilboð í slitlag á 70 km þjóðvega í sumar Á næstu dögum fær Vegagerð ríkisins sundurgreint tilboð frá fjórum fyrir- tækjum sameiginlega um lagningu oliu- malarslitlags á þrjá vegarkafla á Suður- landi og í Hvalfirði i sumar. Er hér samtals um að ræða 70 km veg og er verðið á lagningu slitlagsins frá 8,7 milljónum króna á kílómetra til 11,8 milljónirákm eftiraðstæðum. Það var Ólafur G. Einarsson alþingis- maður og stjórnarformaður Olíumalar h.f. sem skýrði frá þessari tilboðsgerð á fjölmennum borgarafundi á Selfossi á laugardaginn. Það var Félag tsl. bifreiða- eigenda sem gekkst fyrir fundinum og bauð sérstaklega alþingismönnum kjördæmisins, vegamálastjóra, ráðherra vegamála o. fl. Vegamálastjóri mætti á fundinum og virtist hann vera jafn áhugasamur og leikmenn um að heimild yrði gefin Vegagerðinni til að hefja mætti lagningu slitlags umfram það sem Hjónaleikir ogdansleikir Í8daga áKróknum Vegarkaflarnir þrír sem fyrirtækin fjögur ætla að gera tilboð í með slitlag eru: al Þrengslavcgur og Þorlákshaf narvegur 22.6 km. bl Suðurlandsvegur Irá Þjórsártum að Hellu 17.4 km. c) Vegarkafli i Hvalfirði. alls 30 knt. ASt. Sæluvika Skagfirðinga hófst á laugar- dag á Sauðárkróki með guðsþjónustu i kirkjunni. Sæluvikunni er svo fram haldið með kvikmyndasýningum og leik- sýningin Hjónaleikir verður í meðferð leikfélagsins. Mörgum þykir mikið til koma þessa viku um skemmtanahald Skagfirðinga en ekki þykir þeim ofmælt þvi sæluvika þeirra er degi lengri en aðrar vikur. Kvikmyndasýningar af ýmsu tagi verða alla dagana. Í dag, mánudag. munu Gagnfræðaskólanentar einnig vera með söng- og skemmtidagskrá. kirkjukvöld verður í kirkjunni og Hjóna- leikir um kvöldið. Auk venjulegra liða verður svo stór- dansleikur á þriðjudagskvöldið. að kirkjukvöldi loknu. Ungmennafélagið Tindastóll sýnir svo Sláturhúsið Hraðar hendur á miðvikudaginn og fimmtudag, en á fimmtudagskvöldið verður svo aftur dansleikur og enn annar kvöldið eftir. Á laugardag mun kór Hamrahliðar skólans halda söngskemmtun og enn verður dansað um kvöldið. svo eitthvað sé nefnt. Sæluvikunni lýkur svo á sunnudag. Sv. Tumi/G.S. Ráðherra hafnar kröfum BSRB Á fundi með formanni og samninga nefnd BSRB á Hótel Esju sl. föstudag höfnuðu fjármálaráðherra og samninga- nefnd ríkisins kröfum BSRB um að fullar verðbætur eða jafngildi þeirra yrðu greiddar rikisstarfsmönnum frá I. marz. Kom fram i svari ráðherrans að með lögum nr. 3/1978 um efnahags- ráðstafanir hafi verðbætur á laun verið takmarkaðar nokkuð, en gerðum kjara- samningum hafi ekki verið raskað að öðru leyti. Taldi ráðherra upp i svari sínu nokkur atriði sem stuðla ættu að laekkun verðlags og mildun áhrifa takmarka þessara á verðbótum. Nefndi hann m.a. verðbótaviðauka á lág laun, tekjutryggingu almanna- trygginga, hækkun barnabóta um 5%, lækkun vörugjalds úr 18% i 16% og að skyldusparnaður hafi verið lagður á félög. Auk þess benti ráðherra á að niðurgreiðslur hefðu verið auknar um 1.300 milljónir króna á ári. -HP. nú er. Verði tilboðinu hafnað kemur synjunin þvi frá æðri stöðum en Vega- gerðinni. Á Selfossfundinum kom fram mikil óánægja bifreiðaeigenda yfir því að hér skuli um 6 milljarðar króna vera teknir af því fé sem bifreiðaeigendur greiða og lagt til annarra þarfa ríkisins. Urðu miklar umræður um skatt- lagningu ríkisins á bifreiðaeigendur. Skattheimtan af þeim nemur á þessu ári um 15 milljörðum króna. Aðeins er ráðgert að 9 milljarðar- af þessari upphæð renni til vegamála. Þessum aðförum að bileigendum var hressilega mótmælt i framsöguerindum Jóns Helgasonar alþm. og Þórs Hagalin sveitarstjóra svo og i fjörugum umræðum eftir á. Fundurinn lýsti yfir stuðningi við framkomna þingsályktunartillögu á Al- þingi frá Ólafi G. Einarssyni og Jóni Helgasyni um lagningu bundins slitlags á þjóðvegi. flytur fyrst. Frá 1. apríl eru skrif- stofur deildarinnar til húsa í nýju og rúmgóöu húsnæði að Síðumúla 39, framtíðarhúsnæði Almennra. í þessu nýja húsnæði erum við betur í stakk búin að bæta þjónustuna og sinna viðskipta- vinum betur. Að Síðumúla 39, á horni Síðumúla og Fellsmúla, er nóg rými, næg bílastæði og greið aðkeyrsla, hvort heldur þú kemur akandi Síðumúlann sjálfan eða Grensás- veg og Fellsmúla. VERIÐ VELKOMIN Á NÝJA STAÐINN ...að Síðumúla 39 Almennar tryggingar flytja nú höfuðstöðvar sínar úr Póst- hússtræti 9. Bifreiðadeild félagsins TRYGGINGAR Síóumúla 39 / Sími 82800 Pósthússtræti 9 / Sími 17700 Hressilegur borgarafundur á Selfossi fyrir milligöngu FÍB:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.