Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRtL 1978. 29 Hitti Margréti prinsessu er mér MARGT SMÁn GERIR Ein STÓRT Níu starfsmenn sem safna mynt úr stöðumælum San Franciscoborgar, hafa verið ákærðir ásamt yfirmanni sínum fyrir að hafa stolið að minnsta kosti þremur milljónum Bandaríkja- dala I smámynt. Sex aðrir af sautján manna starfsliði deildarinnar hafa verið sakaðir um vinnusvik. Þeir hafa aðeins unnið fjóra tima á dag en fengið greidd full laun. Eini starfs- maðurinn sem ekki hefur verið ákærð- ur hefur aðeins unnið í fimm vikur. Talið er að um fimm hundruð þúsund dölum hafi verið stolið á ári en það eru um tuttugu og fimm prósent af því sem kemur inn í stöðumælagjöldum yfir árið. Sumir starfsmannanna tóku aðeins hnefafylli af smámynt á dag en aðrir heilu sekkina. þóknast „Mér er fjandans sama hvað fólk segir, ég mun halda áfram að umgang- ast og hitta Margréti prinsesssu hvenær sem mér þóknast og hvar sem mér þóknast,” sagði Roddy Llewellyn, hinn þritugi brugghúsaerfingi og kunningi Margrétar, systur Breta- drottningar, þegar blaðamenn ræddu við hann við komu hans úr leyfi í Karabíska hafinu á dögunum. Þar var hann einmitt i fylgd með prinsessunni. Roddy segist alls ekki ætla að láta gagnrýni þá sem hefur verið mjög hávær á sambandi þeirra tveggja hafa áhrif á sig. Bjórerfinginn þritugi þykir að mati margra ekki hæfur til að umgangast Margréti, bæði vegna aldursmunar þeirra og einnig vegna óstöðugs lífernis sem ekki sæmi fylgdarmanni systur drottningar hins fyrrum mikla heimsveldis. nýjar bækur aaglega Bókaverzlun Snæbjamar HAFNARSTRÆTI 4 OG HAFNARSTRÆTI 9 Nýsambyggð trésmíðavél frá R0BLRÍ1D Beflgíu, með þrem einfasa 220 volta mótorum til sýnis næstudaga ÁRMÚLA 22 REYKJAVÍK - SIMI 86466 - PÓSTHÖLF 7074 Rýmingarsala 30-50 afsláttur Kuldaúlpur fyrir börn og fullordna Skídajakkar -blússur -úlpur SPORTVAL | LAUGAVEGI 116 - SIMAR 14390 & 26690 ZETA NORD skíóaskór á kr. 7.800 (áöur kr. 9.800) stæröir 7.5-10 mánud- þriöjud.-miövikud-fimmtud.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.