Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRlL 1978. 6 ÚRVflL/ HJÖTVÖRUR OG ÞJÓflU/Tfl /4/allteitthvaö gott í matinn STIGAHLÍÐ 45747 SÍMI 35645 Aprflgabb Dagblaðsins: EINN YFIRMANNA SÍMANS KOM AÐ FÁ SÉR NÝJAN SÍMA — fólk hríngdi eða kom með síma sína „Það er kannski ekkert gaman að segja frá því, en einn yfirmanna Lands-. símans kom hingað og vildi fá sér nýjan síma,” sagði einn starfsmanna viðgerðardeildarinnar í viðtali við Dag- blaðið, en svo virðist sem áhugi fyrir „skrautsimum og takkasímum” sé mikill ef marka má viðbrögð við „frétt” blaðsins um afhendingu nýrra síma þann ágæta dag 1. apríl. „Fólk byrjaði að hringja hingað strax eftir að blaðið kom út og það er ennþá að núna á sunnudegi,” sagði starfs- maðurinn ennfremur. Þeir á Simanum tóku þessu aprílgabbi DB vel og af kímni því meirihlutinn af á- troðningnum lenti á okkur sjálfum. vonar að kímnigáfan sé i lagi þrátt fyrir allt. Til upplýsinga fyrir fólk er rétt að geta þess, að takkasíma er hægt að fá, en þeir eru rándýrir. Enn einu sinni — fyrirgefið þið, en það var nú 1. apríl. -HP. Bladburðarböm óskast: BERGÞÓRUGÖTU, KÓPAVOGAUSTURBÆ, HJALLA Uppl. í síma27022. j BIAÐIB Nýr umboósmadur okkar á Bakkafirðier Freydís Magnúsdóttir, Lindarbrekku —Sími um miðstöö BMBBIABIB Vegna mikilla anna getum við bætt við okkur nokkrum bílum. Og hér er einn hinna ákveðnu — hann lét ekkert aftra sér frá þvi að fá „takka- eða skrautsima” og var kominn alla leið upp á afgreiðslu Dagblaðsins með simann sinn þegar rann upp fyrir honum Ijós. Trausti Haraldsson einn viðgerðarmanna Lanassimans natoi nog ao gera vio ao svara simanum allan laugardagsmorguninn og fólk hélt áfram að hringja i gær — sunnudag. DB-myndir Ragnar Th. Starfsmenn Símans gerðu sér litið fyrir og settu upp auglýsingu i anddyri af- greiðslu Landssimans þar sem fólki i leit að takka- og skrautsímum var bent á að snúa sér til Dagblaðsins. Þverholti 2 og síminn okkar var einnig gefinn upp. 27022. Áttu símastúlkur okkar annríkan dag, þvi mikið var hringt og einnig kom fólk þangað uppeftir með síma sína og. vildi skipta. Dagblaðið biður að vonum forláts á því að gabba fólk um allar jarðir, en Starfsmenn Landssímans tóku gamni okkar með kimni og beindu straumi fólks f okkar herbúðir með litilli aug- týsingu á dyrum afgreiðslunnar á Lands- sfmahúsinu. Sími41846 eða42222. Sendibílastöð Kópavogs Hárgreiðslustofan Pirola Njélsgötu 49. Sími 14787. Höfum opið alla sunnudagaá meðan fermingar yfir Opiðsumar■ ðaginn fyrsta Konuraar gáfu undan- þáguna í Eyjum — og „ýsuskotið" bjargaðist í vinnslu „Það stóð ekkert á undanþágunni hjá Snótarkonunum og nú er verið að Ijúka við að vinna ýsuskotið sem kom þarna,” sagði Hjörtur Hermannsson verkstjóri hjá Fiskiðjunni í Vest- mannaeyjum í samtali við DB i gær. Allir netabátarnir voru i landi í Eyj- um í gær en trollbátarnir komu ekki að landi. Útlit er fyrir að þessi ýsu- hrota sem kom fyrir helgina sé nú bú- in. Heimaey tók 60—70 tonn af ýsu á föstudaginn og sigldi með til Hull. Löndun er ráðgerð á miðvikudag ef vel gengur, sagði Hjörtur. Ekki var unnið hjá ísfélagi Vest- mannaeyja i gær. „Það var unnið hjá okkur til klukkan 10 öll kvöld vikunnar þannig að við töldum ekki þörf á að láta vinna i dag,” sagði Kristján Guðmundsson verkstjóri hjá ísfélaginu i samtali við DB. A.Bj. AUKA MÁ SÍLDARAFLANN UM10 ÞÚSUND TONN í ÁR Nú hefur sjávarútvegsráðuneytið að tillögu Hafrannsóknastofnunar- innar ákveðið að leyfa veiðar á 35 þúsund tonnum af síld í haust, sem er aukning um 10 þús. tonn frá síðasta ári og aukning um 25 þús. tonn frá 1975, er þessar veiðar voru leyfðar aftur eftir langt hlé í kjölfar hruns stofnsins. Reknetaveiðarnar verða háðar leyfum sem fyrr. I fyrra stundaði 51 bátur reknetaveiðarnar en 77 bátar hringnótaveiðarnar. Reglur fyrir hringnótaleyfi banna bátum undir 105 tonnum og yfir 350 tonnum veiðar og jafnframt fá bátar sem stunda ætla humarveiðar i sumar ekki síldveiöileyfi. Þá fær enginn bátur bæði hringnótar- og reknetaleyfi i senn. G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.