Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRlL 1978. ... Sex tfu þúsund grafir f kirkjugaröinum f Gufunesi Síðustu þúsund grafreitirnir í Fossvogi í undirbúningi og þeir duga í næstu tvö ár öll kjósum við helzt að vera sólar- megin i lífinu og svo undarlegt sem það kann að virðast viljum við líka vera sólarmegin þegar við leggjumst til hinztu hvildar. Reykvíkingar mega vel við una hvað þetta snertir, því kirkjugarðar Reykjavíkur eru sólar- megin — garðurinn í Fossvogi sem nú er senn fullnýttur er á einhverjum feg- ursta og sólríkasta staðnum í borgar- landinu — sunnan í öskjuhlíðinni. Nýi kirkjugarðurinn i Gufunesi er ekki siður á sólríkum stað og þaðan er útsýni einnig eitt hið allra fegursta sem nægt er að hugsa sér frá höfuðbcrgarsvæðinu. Það eru ekki nema um tvö ár þangað til byrjað verður að jarðsetja í Gufunesi en nú er unnið af fullum krafti við aö ræsa landið fram. Einnig er verið að ræsa fram um eins hektara svæði neðst i Fossvogsgarðinum þar sem gert er ráð fyrir um þúsund gröfum. Kirkjugarðar Reykjavíkur sáu um 651 athöfn á árinu 1976 en það eru nýjustu tölur sem til eru en verið er að vinna skýrsluna fyrir 77. Aðrir aðilar sáu um 261 athöfn þannig að þær voru 912 á árinu. í Fossvogs- kirkjugarði voru teknar 567 grafir eða grafreitir, en fólk árétt á að taka frá tvær til þrjár grafir, þannig að þær bindast um leið og einn er grafinn. Gömul verðskrá er fyrir slikar. fráteknar grafir og eru legkaup 40 krónur og gildir fyrir tvær grafir. I Suðurgötugarðinum voru teknar 29 grafir á árinu 1976, sem eru löngu fráteknir grafreitir. A sl. ári var um helmingur nýja kirkjugarðsins i Gufunesi girtur og er stefnt að þvi að ljúka girðingu svæðisins sem er 53 hektarar að stærð með vorinu. í Gufunesi er ráðgert að verði um 60 þúsund grafir og er áætlað að sá garður dugi í 50 ár. Einar Sæmundsen landslagsarkitekt hefur séð um skipulagningu svæðisins en Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson arkitektar hafa séð um skipulagningu á aðstöðu og húsum á svæðinu. Reykjavíkurborg sér um framræslu á nýja svæðinu í Gufunesi og einnig að gera akfært að garðinum. Fram- kvæmdaaðilar að Kirkjugörðum Reykjavikur eru söfnuðirnir i Reykja- víkurprófastdæmi, það eru í Reykja- vík, Kópavogi og Seltjarnarnesi. — Forstjóri kirkjugarðanna er Friðrik Vigfússon. A.Bj. Lækjartorg: Engar fleiri skemmtanir eða stórir fundir þegar Torgið hefur verið „lokað inni”? DB-mynd: Ragnar Th. Sig. ◄c ER BÚIÐ AÐ KOMA ÍVEGFYRIR ÖLL STÆRRI MANNAMÓT Á LÆKJAR- TORGI? SNJÓLFUR íslenzkur vélsleði sem hafin erframleiðslaá „Við erum byrjaðir að framleiða þennan sleða og köllum hann Snjólf i höfuðið á fyrirtækinu,” sagði Ágúst Hálfdánarson í viðtali við Dagblaðið, en hann og nokkrir félagar hans hafa nú hafið framleiðslu á vélsleðum. Ljósmyndari okkar Ragnar Th. Sigurðsson rakst á Ágúst þar sem hann var að reynsluaka sleðanum Snjólfi uppi í Bláfjöllum í gær. Þetta er árangur þriggja ára tilraunasmíða,” sagði Ágúst enn- fremur. „Við reynum að smiða sem flest i sleðann sjálfir, smíðum t.d. öll hjól og annað, en vélina, sem er bandarísk og 42ja hestafla, og beltið, sem er sænskt og 60 cm breitt verðum við að flytja inn." Fyrir þá sem ófróðir eru um vélsleða má geta að snjósleðar þeir sem hér eru á markaði og innfluttir eru yfirleitt með belti á milli 38 til 45 cm að breidd en aukin breidd á beltunum þykir vera kostur. Þá er sleði þeirra félaga fyrst og fremst hugsaður sem dráttarsleði, enda stór og kraftmikill. „Þetta er tilvalinn sleði fyrir bændur og björgunarsveitir en undir haustið ætlum við að frámleiða það sem kallað eru „Bláfjallasleðar,” sagði Ágúst. „Þeir verða léttari og minni en Snjólfur sem er 2Ó5 kíló að þyngd.” Tollar á vélsleðum hafa verið hækkaðir til muna á undanförnum mánuðum og má geta þess, að Snjólfur, sem á að kosta rúmlega níu hundruð þúsund krónur, er eitthvað undir þvi verði sem krafizt er fyrir inn- flutta sleða af sömu stærð. HP. Ágúst Hálfdánarson reynsluekur Snjólfl i Bláfjöllum. - DB-mynd RTHS. ....* • </ Útlit er fyrir að ekki verði i fram- tíðinni hægt að halda fjölmennar sam- komur á Lækjartorgi þar sem hægt væri að nota,,Þjóðhátíðarvagninn”góða fyrir svið. Þessa dagana er verið að koma gamla söluturninum af Arnarhóli fyrir á Torginu og norðan i þvi er verið að reisa þriggja hæða hús. Þegar hefur það hús komið í veg fyrir að hægt sé að draga vagninn fyrrnefnda inn á Lækjar- torg, en til þess þarf stóra flutningabíla — eða risaþyrlu frá bandaríska hernum í Keflavik! Þjóðhátíðarvagninn hefur oft verið notaður á fundum og hljómleikum á Lækjartorgi, enda var til skamms tima tiltölulega auðvelt að koma honum inn á Torgið milli Útvegsbankahússins og biðskýlis SVR, sem nú hefur verið fært nærbankahúsinu. Fréttamaður blaðsins leitaði i gær til nokkurra embættismanna borgarinnar sem hafa haft með skipulagsfram- kvæmdir á Lækjartorgi að gera en þeir kváðust ekki af þessu vita. „Ja, þú segir nokkuð!" sagði Aðalsteinn Richter, skipulagsstjóri borgarinnar. Vísaði hann á yfirverkfræðing gatnamálastjóra en i hann náðist ekki. Enn er hægt að flytja til söluturninn, þótt það breytti ekki þessari stöðu. Erfiðara væri að flytja verzlunarhúsið stóra, sem þegar er búið að steypa upp aðeinum þriðja. -ÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.