Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 03.04.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1978. Þessar stöllur eru útnefndar tíl Öskarsverðlauna í ár. Frá vinstri Vanessa Red- grave fyrir leik i aukahlutverki i myndinni Julia, og Jane Fonda fyrir aðalhlutverk i sömu mynd. jazzBaLLedCsKóLí bópu, Athugið! Nýtt námskeið hefst 10. apríl IflMMI/Mthft * Likamsrækt og mcgrun fyrir dömur á öllum aldri. * Morgun-, dag- og kvöldtímar. * Timar tvisvar og fjórum sinnum i viku. * Sérstakur flokkur fyrir þær sem vilja rólega og létta leikfimi. > * Sérstakur matarkúr fyrir þær sem cru í megrun. I * Vaktavinnufólk ath. lausu timana hjó okkur. ( * Sturtur—sauna—tæki—Ijós. / * Munið okkar vinsæla Solarium. : * Hjá okkur skin sólin allan daginn alla daga. * Innritun og upplýsingar i sima 83730. ( jazzt3aLLedd8KóLi Bóru NILFISK sterka rvksusan... # Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga, stillanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni, stóra. ódýra pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni, ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár cftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódvrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasta ryksugan. Afborgunarskilmólar HÁTÚN 6A lUlllA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bflastæði Gyðingar hóta óeiró- um v«ð Óskarsverö- launaathöfn Óttazt er að til óeirða muni koma viö afhendingu þekktustu kvikmynda- verðlauna heims í kvöld vegna mót- mæla Gyðinga og andmæla Araba við þeim. Verðlaun verða afhent í Los Angeles að venju en mótmæli Gyð- inga munu stafa af því að leikkonan Vanessa Redgrave hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir aukahlutverk i kvik- myndinni Julia. Þar leikur hún konu sem vinnur við að smygla Gyðingum frá Þýzkalandi á valdatíma nasista. Hún hefur einnig stjórnað upplýs- ingamynd um Palestínumenn og vegna þess er óttast að Gyðingar. hefji öeirðir við verðlaunaafhending- una. Arabar munu aftur á móti ætla að hylla leikkonuna. Athygli manna við þessa verðlauna- veitingu mun einnig mjög beinast að leikaranum Richard Burton. Hann hefur verið tilnefndur til Oscarsverð- launa fyrir hlutverk sitt í Equus og er það í sjöunda sinn á síðustu tuttugu og tveim árum sem hann er tilnefndur. Hann hefur þó aldrei hlotið sjálf verð- . launin. Aðrir karlleikarar sem tilnefndir hafa verið eru Richard Dreyfuss fyrir hlutverk sitt í myndinni Goddbye girl, Woody Allen (Annie Hall), Marcello » Mastroianni (A Special Day), John Travolta (Saturday Night Fever). Af leikkonum hafa verið tilnefndar Diane Keaton (Annie Hall), Marsha Mason (The Goodbye Girl), Jane Fonda (Julia), Shirley Mac Laine og Anne Bancroft (The Turning Point). Ermarsundsgöng aftur komin á dagskrá Brezk og frönsk járnbrautayfirvöld hyggjast láta verða af því að grafa göng undir Ermarsund þar sem það aðskilur Frakkland og England. Virðist þar með vera búið að endurvekja hugmyndina sem brezk stjórnvöld sögðust hafa hafnað endanlega fyrir þremur árum. Að þessu sinni er aðeins ætlunin að hafa göngin einföld, það er að segja að aðeins verði leyfð umferð frá öðrum enda gangnanna i einu og einnig er ætl- Peninga- falsarar gripnir unin að eingöngu járnbrautarlestir noti göngin. Fyrri hugmynd gerði ráð fyrir bæði járnbrautarlestum og bifreiðum. Kostnaðaráætlanir gera ráð fyrir að Erlendar fréttir kostnaður við gerð ganganna muni verða nálægt jafnvirði 255 milljarða ís- lenzkra króna, sem ekki er nema fjórð- ungur af því sem gert var ráð fyrir að göngin sem hætt var við fyrir þrem ár- um ættu að kosta. Fregnir af þessum nýju hugmyndum birtust í dagblaðinu The Times í morgun en brezk stjórnvöld eða stjóm brezku járnbrautanna hafa ekki viljað segja neitt um málið ennþá. Talið er að um það bil 120 járn- brautarlestir gætu farið um jarðgöngin undir Ermarsund á degi hverjum. Ferð milli Parísar og London mun taka um það bil fjórar klukkustundir, þar af tæki fjörutíu minútur að fara um göngin. Er það nokkru lengri tími en tekur að fara yfir sundið með loftpúðaskipi en mun styttri tími en sigling með ferju á milli brezkra og belgiskra hafna tekur í dag. The Times segir ástæðuna fyrir því að gangahugmyndin sé nú tekin upp aftur vera inngöngu Breta í Efnahagsbanda- lagið og aukinn áhuga bandalagsþjóða á nánara sambandi við Bretland. Hraðnámskeið: ÍTALSKA fyrir byrjendur hefst miðvikud. 5. apríl kl. 9 e.h. í stofu 14 Miðbæjarskólanum. Æf- ingar 2svar í viku, 2 kennslustund- ir í senn. Alls 20 kennslustundir 6000 kr. sem greiðist við innritun kl. 8—9 sama kvöld, sama stað. r Meðal þeirra þjóða sem leggja gæzlusveitum Sameinuðu þjóð- anna lið tíi að halda uppi friði i Suður Líbanon eru Norðmcnn. Fyrstu sveitir þeirra eru komnar suður þangað Á myndinni sést einn norsku hermannanna sýna forvitn- um börnum hvar Noregur er á landakortinu. Hollenzku og vestur-þýzku lögregl- unni hefur tekizt að hafa hendur í hári hóps falsara, sem framleitt höfðu sex milljónir falskra gyllina. 1 lok siðustu viku voru tveir menn gripnir við iðju sína í leynilegri prent- smiðju rétt við landamæri Hollands. Að sögn lögreglunnar hefur mikið af 100 gyllina seðlum borizt til vestur- þýzkra banka síðustu mánuði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.